Rými fyrir skapandi einstaklinga

Lista­sen­an í Reykja­vík ár­ið 2020 blómstr­ar, það er alltaf eitt­hvað áhuga­vert í boði að sjá. Hill­billy fór á flakk um borg­ina og náði tali af nokkr­um galler­ist­um og öðr­um sem sjá um sýn­ing­ar­rými fyr­ir mynd­list. Það sem hún lærði var að galle­rí þjóna þeim til­gangi að miðla list­inni frá lista­mann­in­um til sam­fé­lags­ins, þar sem fólk get­ur nálg­ast list sem það lang­ar að skoða – eða eign­ast.

Rými fyrir skapandi einstaklinga

Þórsteinn Sigurðsson, galleristi Núllsins við Bankastræti 0, lítur á gallerí sem stóra sviðið fyrir myndlistarmenn, eins konar tónleika myndlistarmannsins. Ásdís Þula, galleristi Þulu við Hjartatorg, lítur á galleríin sem forlögin, framleiðslufyrirtækin, umboðsmennina, og Ingibjörg, eigandi Berg Contemporary, segir gallerí vinna sem tengilið milli kaupenda myndlistar og listamanna, miðla þekkingu og vekja áhuga almennings á myndlist. Gallerí og sýningarrými vinna mikið og oft óþakklátt starf, en fyrir Hillbilly eru þau ómissandi í öllum sínum stærðum og gerðum. 

„Gallerí mynda árfarvegi sem vökva jarðveginn eftir óvæntum leiðum“

Mörg gallerí og sýningarrými leitast við að sýna ákveðna tegund listar, eins og til dæmis Gallerí Port, sem einblínir að mestu á að sýna yngri listamenn, og Skynlistasafnið. Aðrir vinna ekki eftir slíkum reglum, að minnsta kosti ekki meðvitað. Hillbilly finnst allir galleristar sem hún ræddi við sammála um gildi listarinnar í samfélaginu, enda eru svör þeirra ýmist að ekkert samfélag lifir af án listar eða að lífið væri glatað án listar.

Hillbilly bað hvern gallerista að velja þemalag gallerísins, sem Hillbilly finnst góð leið til að skilja andrúmsloft gallerísins og færir lesendann nær hjartarótum þess. Tilvalið væri að setja það inn á lagalistann sinn og spila í eyrunum næst þegar gengið er inn í umrætt gallerí.

ÞULA

Hinn 4. júlí 2020 opnaði nýjasta gallerí Reykjavíkurborgar, Þula á Hjartatorgi. Eigandi Þulu er Ásdís Þula sem hefur alltaf flögrað á milli blóma sem henni finnst spennandi í lífinu. Hún hefur bæði verið á leiksviðinu og bak við það en auk leiklistar hefur hún unnið hjá föður sínum og systur, myndlistarmönnunum Tolla og Kristínu Morthens. Þá fann hún áhugann á myndlistinni, fann að hún vildi vinna með fleiri listamönnum og óhjákvæmilega var næsta skref að opna gallerí.

Valdi sér sjálf nafnið Þula

Við búsetu erlendis tók Ásdís eftir því að oft voru gallerí nefnd eftir galleristanum. Þula er nafn sem hún valdi sér sjálf við fermingu (borgaralega) og er henni mjög kært. Ásdísi finnst nafnið lýsa sköpunarferli, flæði, hlýleika og ást, sem er einmitt það sem Ásdís vill að fólk finni fyrir þegar það heimsækir Þulu. 

Fyrst samsýning, síðan fimm einkasýningar

Þula sýnir verk eftir samtímalistamenn, bæði lengra komna og upprennandi. Sýningarflæði Þulu er þannig að fyrst er samsýning þar sem kynntir eru til leiks fimm listamenn sem halda síðan hver sína einkasýningu.

Málverkið er fullt af lífi

Ásdísi þykir engin ein stefna sameina listamenn sem eru að störfum í dag á Íslandi, henni finnst mikið frjálsræði ríkja. „Þegar ég heyri orðin „málverkið er dautt“ get ég heilshugar sagt að málverkið er fullt af lífi, því nú loks eru nýjar sögur og nýjar raddir að heyrast í þessum miðli sem hefur oftar en ekki verið frátekinn fyrir hvíta, gagnkynhneigða karlmenn,“ segir Ásdís. Henni þykir listamenn vera bjartsýnir, þó svo að framtíð listamannsins sé oftar en ekki óráðin og aldrei að vita hvað bíður handan við hornið. Hún heldur að ástæðan fyrir þessari bjartsýni sé að sjálfsástin sé að víkja fyrir endalausum kúltúr sjálfsfórnar sem einkennt hefur listir af öllu tagi, sjarmi bóhemlífsstílsins og hálftóma rauðvínsglassins sé að renna sitt skeið.

Að berjast um brauðmola og njóta menningar

Ásdís telur að gildi myndlistar fyrir samfélagið breytist með tíð og tíma, alveg eins og samfélagið sjálft. „Ef samfélagið á Íslandi er skoðað þá vorum við sein að tileinka okkur, eða kannski leyfa okkur, að njóta myndlistar. Ekki er langt síðan hér var barist um hvern brauðmola og þótti ekki raunhæft að eyða tíma eða pening í list. Þrátt fyrir að það örli enn á  þessu í samfélaginu, sem sést þegar úthlutun starfslauna listamanna hefst,“ segir Ásdís en hún telur hins vegar að þetta sé að breytast. „Fyrir samfélagið er listin skrásetning á tíðaranda og atburðum, persónulegum upplifunum og breytingum. Hún vekur umræður, hughrif, hneykslun og byltingar,“ bætir hún við og að mati Ásdísar glæðir myndlistin bókstaflega samfélagið okkar lífi og lit.

„Myndlistin bókstaflega glæðir samfélagið okkar lífi og lit“ 

Ásdís segir að þrátt fyrir að ævintýri hennar í galleristaheiminum sé rétt að byrja og margt sé enn ólært hafi hún lært skipulag og samskiptafærni, einnig að axla ábyrgð sína sem galleristans þegar kemur að sýnileika listamanna og fjölbreytileika raddanna sem fá að heyrast. 

Þemalag: Chelsea Morning með Joni Mitchell


Þula, Hjartatorgi, gengið inn frá Laugavegi, 101 Reykjavík

facebook.com/thula.gallery


NÚLLIÐ

Þórsteinn Sigurðsson, galleristi í Núllinu, byrjaði gallerírekstur sinn árið 2009 þegar hann og nokkrir strákar fóru inn í yfirgefið hús á Hverfisgötu. Þar tóku þeir til og bjuggu til sýningarrými og vinnustofu. Það rými fékk aðeins að lifa sumarið en síðan þá hafði alltaf verið draumur að gera eitthvað nýtt í sömu mynd, að nýta það sem er ónýtt fyrir eitthvað skapandi. Í desember 2018 fékk hann að nýta Núllið fyrir bókaútgáfu ljósmyndabókar sinnar, „Juvenile Bliss“, og eftir það var honum boðið að taka við rýminu sem úr varð Núllið Gallerý.

Staðsett á Bankastræti 0

Núllið hefur alltaf verið Núllið, þar sem það stendur í Bankastræti 0, í gamla herra-almenningssalerninu. „Það var aldrei spurning um neitt annað en að setja Gallerý fyrir aftan Núllið og halda fast í Núllið-hefðina,“ segir Þórsteinn. 

Núllið fyrir alla

Í Núllinu sýnir fjölbreytt flóra listamanna, byrjendur sem og lengra komnir. „Rýmið er fyrir skapandi einstaklinga, hvort sem það er tónlist, myndlist, grafík, ljósmyndun, sviðslist, gullsmíði og allt þar á milli,“ segir Þórsteinn og þykir honum mikilvægt að allir hafi vettvang til að sýna sköpun sína og því fá nánast allir, sem sækja um, pláss, þess vegna er Núllið fyrir alla.

„Lífið væri frekar glatað ef það væri ekki skapandi fólk í samfélaginu“ 

Lífið væri glatað án listar

Þórsteini finnst liðsheild einkenna listasenuna á Íslandi, það standa allir saman. Að hans mati væri lífið frekar glatað ef það væri ekki skapandi fólk í samfélaginu, það er svo margt sem tengist myndlist og sköpun, beint og óbeint.

Þemalag: Autopilot með Russian.girls

Núllið, Bankastræti 0, 101 Reykjavík

facebook.com/nullidgallery


BERG CONTEMPORARY

Berg Contemporary var opnað í mars árið 2016. Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi Berg, er myndlistarmaður en einnig hefur hún unnið sem myndlistarkennari og sýningarstjóri, auk þess að vera myndlistarsafnari. Þessi fjölbreytta reynsla nýtist vel í gallerírekstur. Ingibjörg taldi brýna þörf á fleiri galleríum á Íslandi sem störfuðu alþjóðlega. „Ég elskaði að kenna myndlist, þar sem samtalið á milli nemenda og kennara var yfirleitt mjög gefandi og þegar best lét þroskandi á báða vegu,“ segir Ingibjörg og líkir hún saman kennslunni og því að vera umboðsmaður myndlistarmanna, það er sams konar þráður. Fyrir Ingibjörgu var hlutverk hennar sem kennari að leiða nemendur að dyrunum en forðast að opna þær. Sem galleristi hlustar hún og reynir að opna leiðir fyrir listamennina sína, en gætir þess að hver listamaður fái svigrúm til að stjórna sinni eigin vegferð.

Leitaði ljósum logum að húsnæði í miðborginni

Ingibjörg var mörg ár að undirbúa opnun Berg Contemporary. Hún leitaði ljósum logum að húsnæði í miðborginni, það skyldi vera hátt til lofts og vítt til veggja. Einnig hafði hún áhuga á að byggja sjálf sýningarsal. „Einn daginn gerðist kraftaverkið. Klapparstígur 16, sem var upphaflega gler- og speglaverksmiðja, kom á sölu og með fylgdi Smiðjustígur 10, sem var upplögð byggingarlóð. Á Klapparstíg 16 er mjög góður sýningarsalur, skrifstofuaðstaða og stór lager, sem geymir úrval verka eftir listamenn gallerísins og auk þess verk í umboðssölu eftir fleiri listamenn,“ segir Ingibjörg.

Nýtt BERG-rými í byggingu

Nú er í byggingu nýr sýningarsalur sem verður viðbót við núverandi rými. Í nýja salnum mun verða annars konar andrúmsloft en í þeim gamla. Nýi salurinn er hugsaður fyrir verk sem eru stærri í sniðum, vídeó, innsetningar og myndlist sem þarf mikla lofthæð. Ingibjörg telur salinn vera góða viðbót við galleríflóruna í Reykjavík.

Berg á klöpp

Ingibjörg vildi íslenskt nafn sem væri jafnframt auðvelt fyrir útlendinga að bera fram. „Það sakaði ekki að upphafsstafur nafnsins væri framarlega í stafrófinu og Contemporary-viðbótin er til að leggja áherslu á alþjóðlega tengingu við listheiminn,“ segir Ingibjörg.

Senan og samfélagslegt gildi

Það sem Ingibjörgu finnst einkenna listasenuna í Reykjavík er kraftur og fjölbreytileiki. Henni finnst þó umhugsunarvert hvað margir listamenn kvarta yfir fáum tækifærum til að sýna verk sín, að það sé kannski vegna þess að það séu hlutfallslega margir listamenn í landinu. Hún segir listir hafa ómetanlegt gildi í samfélaginu. „Listirnar hlúa að mennskunni, næra mannssálina og gera umhverfið áhugaverðara og betra á allan hátt. Að lifa án listar getur ekkert samfélag, slíkt samfélag myndi ekki lifa af,“ segir hún og verður vör við að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því flókna starfi sem fer fram innan gallería, þá helst þeirra gallería sem eru með listamenn á skrá og taka þátt í að byggja upp feril þeirra. Gallerí taka þátt í alþjóðlegum listamessum sem eru, ásamt Feneyjatvíæringnum, sterkasta aflið til þess að kynna íslenska myndlist og listamenn erlendis.

„Að lifa án listar getur ekkert samfélag“

Starfið er stöðugt nám eins og lífið sjálft 

„Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, þeir fiska sem róa. Sterk sýn, þrautseigja og seigla er það sem þarf,“ segir Ingibjörg, „ásamt ómældri ástríðu fyrir myndlist.“ Hún lítur á starfið sem langhlaup. Fyrir Ingibjörgu er það samstarfið við listamenn og starfsmenn gallerísins sem glæðir dagana lífi og gefur kraft og löngun til að halda áfram.

Þemalag: Níunda etýða Philip Glass, sem Víkingur Ólafsson píanóleikari flytur svo vel á hljómdiski sínum.

Berg Contemporary, Klapparstíg 16, 101 Reykjavík

bergcontemporary.is


i8

i8-ævintýrið byrjaði árið 1995, þegar Börkur Arnarson var nýfluttur heim frá London. Hann rak fyrirtæki með félaga sínum í Ingólfsstræti 8 sem hét Myndasmiðja Austurbæjar. „Jóhann Sigmarsson var með aðstöðu á hæðinni fyrir neðan og gekk illa með fyrstu setninguna í nýju kvikmyndahandriti, þannig að mikill pappír fór í ruslakörfuna við hliðina á ritvélinni. Jóhann reykti mikið, sem fór ekki vel með öllu pappírskuðlinu,“ lýsir Börkur. 

Nafnið festist á milli húsnæða

Þegar eldurinn slokknaði tók Börkur við plássinu ásamt móður sinni, Eddu Jónsdóttur, sem var farin að fá meiri áhuga á list annarra en sinnar eigin, að sögn Barkar, og stofnað var Gallerí Ingólfsstræti 8. Nafnið festist við galleríið þegar það flutti á Klapparstíg 33 og hefur haldið því síðan á milli húsnæða. Börkur lýsir þeim sem fá að sýna í i8 einfaldlega með orðunum „allir góðir einhvern tímann og flestir oft“.

Myndlistin skiptir miklu máli – og líka engu

Um gildi myndlistar í samfélaginu veltir Börkur fyrir sér til hvers þetta allt sé, „ef ekki fyrir það sem við skiljum ekki alveg, reynum að átta okkur á og lærum kannski stundum um okkur sjálf eða aðra í leiðinni“. Hann segir að myndlistin skipti miklu máli – og líka engu. 

„Myndlistin skiptir miklu máli – og líka engu“

Lærdómur rekstursins

Af gallerírekstrinum hefur Börkur lært það að forvitni fólks er margbrotin og kemur úr ólíklegustu áttum. „Magnaðir hlutir verða til, stundum sprottnir upp úr óvissu, óöryggi og ýmsu því sem stöðugt er verið að segja fólki að forðast.“ Einnig hefur reksturinn kennt honum að horfa langt og lengi.

Þemalag: Ég lýg ekki að mömmu með Spaðabani.

I8, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík

i8.is


GALLERÍ PORT

Árni Már Erlingsson og Skarphéðinn Bergþóruson halda úti Gallerí Port við Laugaveg 23. Það kom til þeirra óvænt að þeim bauðst að nýta húsnæðið, en þeir höfðu hafið samstarf nokkru áður þegar þeir voru að skipuleggja samsýningu sín á milli. Upphaflega stóð til að nýta húsnæðið í þrjá til fimm mánuði sem nú hefur teygst á fimmta árið og haldnar hafa verið 80 myndlistarsýningar og viðburðir. Þeir hafa þó aldrei planað fram í tímann því þeir vita í raun ekki hve langt sé eftir. Samsýning Árna Más og Skarphéðins hefur hins vegar verið á ís allan þennan tíma, Hillbilly þætti upplagt að það yrði lokaviðburðurinn þegar að því kemur. 

„Nafnið kom vegna þess að ganga þarf í gegnum port til að komast að rýminu, það var augljóst og ekkert annað kom til greina,“ segja Árni og Skarphéðinn. 

Port aðallega fyrir upprennandi listamenn

Port hefur einblínt á sýningar með yngri listamönnum, á fyrstu 10 árunum eftir útskrift eða þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í senunni. Þeir segja að það sé þó ekki algilt og hafa þeir haldið bæði sýningar og haft verk á samsýningum eftir margreynda og þekkta listamenn og listamenn af eldri kynslóðinni. 

Listamenn sæki sér tækifærin sjálfir

Árni og Skarphéðinn telja vera mikið samstarf og hjálpsemi í íslensku listasenunni og mikil samheldni meðal listamanna af yngri kynslóðinni í Reykjavík. „Erlendis er meiri samkeppnishugur í fólki og aðilum oft troðið um tær. Hér á landi er áberandi að myndlistarmenn sæki sér tækifærin sjálfir,“ segja þeir og bæta við: „Það er mikið sótt um að sýna hjá okkur, meira en við getum torgað.“

Gildi myndlistar er alls konar

Árni og Skarphéðinn telja myndlist geta verið bæði fræðandi og upplífgandi fyrir fólk á erfiðum tímum. Myndlistin kynnir samfélagið fyrir nýjum hugmyndum, er fegurðaraukandi en eins getur hún verið „af-því-bara“. Því það er svo gaman að sjá fjölbreyttar sýningar og því ástunda þeir einmitt fjölbreytni í sínu galleríi.

„Myndlistin er fegurðaraukandi en eins getur hún verið „af-því-bara“.“

Í gegnum galleríreksturinn hafa Árni og Skarphéðinn fengið að sjá myndlistina frá öðru sjónarhorni, „ekki sem starfandi listamenn heldur sem verkamenn og við höfum lært helling á því“. Þeir hafa myndað alls konar sambönd og vináttu, öðlast ný tækifæri þar sem þeir hafa komist í samband við alls kyns safnara og áhugafólk um myndlist. „Fyrir utan alla skemmtilegu furðufuglana sem eru daglegir gestir í Galleríi Port,“ bæta þeir við.

Þemalag: Miami með Baxter Dury 

Gallerí Port, Laugavegi 23, 101 Reykjavík

facebook.com/galleryport


Skynlistasafnið

Freyja Eilíf, eigandi Skynlistasafnsins við Bergstaðastræti 25B, segir að hugmyndin um að halda utan um listrænt viðburðarými hafi gripið hana eins og eftirvænting barns sem grefur árfarveg í mold fyrir vatnsstreymi sem hellt er úr könnu. Hún segist einnig vera haldin mikilli framkvæmdaofvirkni.

Ekki séns!

Áður starfaði Skynlistasafnið undir formerkjum „Ekkisens“, sem var gamalt blótsyrði sem langamma Freyju mundaði mikið en það var oft misskilið sem ekki séns og er Freyja ánægð með að hafa skilið við það nafn, „nú er rýmið starfrækt sem viðburðarými og vinnustofa og nýja nafnið var til komið frá eigin vinnulagi, þar sem ég beiti samantvinnuðum skynfærum í leit að bæði svörum og spurningum í óvissufræðum,“ segir Freyja. 

Kumpánleiki, galsi og óþekkt

Í Skynlistasafninu segir Freyja að sýni gott fólk, að innan sem og utan, og finnst henni kumpánleiki, galsi, óþekkt og eyðimerkurgróður einkenna listasenuna í Reykjavík. „Samtímalist er það fáránlegasta og fallegasta í senn, það sem maðurinn skapar, og listin er dráttarklárinn okkar í hugmyndabyltingum,“ segir Freyja.

Þakklæti 

Freyja segir starfið hafa kennt sér að vera þakklát öllum þeim stofnunum og einstaklingum sem starfa við utanumhald um myndlist, sýningar og viðburði. Að bera traust til sýningarstjóra og gallerista og virðingu fyrir starfi þeirra. Einnig hefur hún lært ýmislegt um upplýsingagjöf og samskipti þar sem starfið felur í sér að vera almannatengill. Mikill sniðugur lærdómur hefur einnig komið henni til góða, svo sem tækniatriði í smíðavinnu, pípulögnum, rafmagnsfræði, listaverkaflutningum, viðburðastjórn og undirstöðuatriði góðrar samvinnu. 

Þemalag: Journey into the Satchidananda með Alice Coltraine.

Skynlistasafnið, Bergstaðastræti 25B, 101 Reykjavík

skynlistasafnid.com


Hillbilly er hliðarsjálf systranna Röggu og Möggu Weisshappel og tala þær ætíð um hana í kvenkyni, eintölu, 3. persónu og þannig tekur Hillbilly öll viðtöl systranna. Viðtöl hafa verið birt á vefsíðunni hillbilly.is síðan 2017 og lifa þau einnig í hljóðbylgjum í hlaðvarpsþáttum á Stundinni

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Útlendingastofnun kom í veg fyrir veitingu ríkisborgarréttar
Fréttir

Út­lend­inga­stofn­un kom í veg fyr­ir veit­ingu rík­is­borg­ar­rétt­ar

Út­lend­inga­stofn­un braut ár­um sam­an á er­lendri konu með því að stað­festa ekki að hún mætti dvelj­ast á Ís­landi án sér­staks dval­ar­leyf­is. Kon­an fékk af þeim sök­um ekki rík­is­borg­ara­rétt fyrr en rúm­um tveim­ur ár­um eft­ir að hún átti rétt þar á. Stofn­un­in sótti þá fjár­hags­upp­lýs­ing­ar maka kon­unn­ar úr kerf­um Rík­is­skatts­stjóra án þess að hann veitti heim­ild fyr­ir því eða væri upp­lýst­ur um það.
185. spurningaþraut: Pestó og postular, Guilietta Masina og Ardern
Þrautir10 af öllu tagi

185. spurn­inga­þraut: Pestó og postul­ar, Guilietta Masina og Ardern

Hér er gær­dags­ins þraut. * Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni hér að of­an má sjá frægt augna­blik á ólymp­íu­leik­un­um í Mexí­kó 1968 þeg­ar banda­rísku íþrótta­menn­irn­ir Tommie Smith og John Car­los lyftu hnef­um við verð­launa­af­hend­ingu til stuðn­ings bar­áttu­hreyf­ingu svartra í Banda­ríkj­un­um. Þeir voru að taka við gull- og brons-verð­laun­um. En í hvaða ólymp­íu­grein höfðu þeir Smith og Car­los unn­ið til verð­launa sinna? *...
Samherji skiptir um endurskoðanda yfir Namibíufélaginu eftir þrettán ár hjá KPMG
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji skipt­ir um end­ur­skoð­anda yf­ir Namib­íu­fé­lag­inu eft­ir þrett­án ár hjá KP­MG

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Sam­herji Hold­ing ehf. hef­ur skipt um end­ur­skoð­anda á Ís­landi. Fé­lag­ið held­ur ut­an um fé­lög sem eiga rekst­ur Sam­herja í Namib­íu auk þess að vera stærsti hlut­hafi Eim­skipa­fé­lags­ins. Nýi end­ur­skoð­anda Sam­herja er sagð­ur vera með þrjá starfs­menn, þar af er einn lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi.
Umhverfisstofnun skoðar umhverfisfyrirtæki ársins
Fréttir

Um­hverf­is­stofn­un skoð­ar um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins

Um­hverf­is­stofn­un mun taka dreif­ingu Terra á plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík til skoð­un­ar. Land­græðslu­stjóri seg­ir að Land­græðsl­an beri hluta af ábyrgð í mál­inu en það megi hins veg­ar ekki verða til þess að stoppa notk­un á moltu.
Leifur í morgunroða
Mynd dagsins

Leif­ur í morg­un­roða

Leif­ur í morg­un­roða, en það er göm­ul þjóð­trú að morg­un­roð­inn væti en kvöldröð­inn bæti, en þurrk­ur er tal­inn til bóta. En stytt­an af þess­um Dala­manni sem var fædd­ur um 980, var gef­in okk­ur af Banda­ríkja­mönn­um í til­efni Al­þing­is­há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 90 ár­um. Höf­und­ur stytt­un­ar er Al­ex­and­er Stir­ling Calder, sem vann sam­keppni um að end­ur­skapa Leif ár­ið 1929, til að gefa okk­ur ári síð­ar.
SFS munu ekki beita Hraðfrystihúsið Gunnvöru viðurlögum
Fréttir

SFS munu ekki beita Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vöru við­ur­lög­um

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi von­ast til að fram­ganga stjórn­enda hjá Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vöru valdi því ekki að sam­fé­lags­stefna í sjáv­ar­út­vegi bíði hnekki af. Fyr­ir­tæki verði hins veg­ar að haga sér með for­svar­an­leg­um hætti gagn­vart starfs­fólki.
Lögreglan í Namibíu gefur ekki upp hvort til standi að yfirheyra stjórnendur Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Lög­regl­an í Namib­íu gef­ur ekki upp hvort til standi að yf­ir­heyra stjórn­end­ur Sam­herja

Rann­sókn­in á Sam­herja­mál­inu í Namib­íu er á loka­stigi og er lengra kom­in en rann­sókn­in á Ís­landi. Yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, Paul­us Noa, seg­ir að namib­íska lög­regl­an hafi feng­ið upp­lýs­ing­ar frá Ís­landi og kann að vera að átt sé við yf­ir­heyrsl­urn­ar yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja.
184. spurningaþraut: Kartöfluætur, spákona, hið ljósa man? og margt fleira
Þrautir10 af öllu tagi

184. spurn­inga­þraut: Kart­öfluæt­ur, spá­kona, hið ljósa man? og margt fleira

Spurn­inga­þraut­in í gær? Hún er hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Þessi mynd hér að of­an var tek­in 1913. Bar­áttu­mað­ur gekk út á veð­hlaupa­braut til stuðn­ings mál­stað sín­um en varð fyr­ir hesti og dó sam­stund­is. Enn er ekki vit­að hvort bar­áttu­mað­ur­inn hafði hugs­að sér að fórna þannig líf­inu, eða hvort um fífldirfsku var að ræða. En hver var mál­stað­ur bar­áttu­manns­ins? * 1. ...
Heimilismenn á Ásbrú segja aðstæður þar óviðunandi
FréttirFlóttamenn

Heim­il­is­menn á Ás­brú segja að­stæð­ur þar óvið­un­andi

Flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur sem dvelja á Ás­brú fá ekki að yf­ir­gefa her­bergi sín nema að vera með grímu. Vand­inn er hins­veg­ar sá að þeir sem þar dvelja fá að­eins eina einnota grímu á mann.
Aðeins 2 flug
Mynd dagsins

Að­eins 2 flug

Að­eins 2 flug fóru í dag frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Icelanda­ir flaug snemma í morg­un til Kaup­manna­hafn­ar, en seinna flug­ið var und­ir há­degi til Lund­úna, með Brit­ish Airways. Flug­ferð­um til og frá land­inu á eft­ir að fækka enn meir, því bæði ea­syJet og Brit­ish Airways hætta að fljúga hing­að nú um mán­aða­mót­in. Í síð­asta mán­uði flugu 28.317 um Kefla­vík, sam­an­bor­ið við 646.415 far­þega í sama mán­uði í fyrra.
Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“
Fréttir

Um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins dreifði plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík: „Öll­um geta orð­ið á mis­tök“

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins út­nefndu Terra „um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins“. Terra dreifði mörg­um tonn­um af plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík í sum­ar. Van­kunn­átta á eig­in ferl­um var ástæða þess. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir Terra hafa gef­ið sér grein­ar­góð­ar skýr­ing­ar.
Forseti Namibíu þakkaði forsætisráðherra Noregs fyrir aðstoðina við rannsókn Samherjamálsins
FréttirSamherjaskjölin

For­seti Namib­íu þakk­aði for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs fyr­ir að­stoð­ina við rann­sókn Sam­herja­máls­ins

Hage Geingob þakk­aði Ernu Sol­berg fyr­ir að Nor­eg­ur hafi hjálp­að Namib­íu að rann­saka spill­ing­ar­mál Sam­herja í Namib­íu. Ís­land og Nor­eg­ur hafa veitt Namib­íu að­stoð en lönd eins og Angóla, Dubaí og Kýp­ur hafa ekki ver­ið eins vilj­ug til þess.