Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ný staðreyndavakt SUS um stjórnarskrána segir að Alþingi hafi virt þjóðaratkvæðagreiðsluna

Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna sak­ar stuðn­ings­menn nýrr­ar stjórn­ar­skrár um að byggja bar­áttu sína „að mestu á rang­færsl­um“ og að kynna hana sem „lausn alls þess sem telj­ast má póli­tískt bit­bein í ís­lensku sam­fé­lagi“. Á nýrri stað­reynda­vakt SUS er því hafn­að að ný stjórn­ar­skrá hafi ver­ið sam­þykkt af þjóð­inni og sagt að Al­þingi sé að virða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una.

Ný staðreyndavakt SUS um stjórnarskrána segir að Alþingi hafi virt þjóðaratkvæðagreiðsluna
Forysta ungra sjálfstæðismanna Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, og Halla Sigrún Mathiesen, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segja þjóðina ekki hafa samþykkt nýja stjórnarskrá.

Ungir Sjálfstæðismenn hafa nú blandað sér í umræðuna um stjórnarskrá Íslands, í kjölfar þess að stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár hafa safnað undirskriftum með herferð á samfélagsmiðlum, allt frá Facebook til TikTok undir myllumerkinu #hvar.

Í tilkynningu frá formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS), eru stuðningsmenn stjórnarskrársfrumvarps stjórnlagaráðs, sem birta meðal annars boðskap sinn á síðunni nystjornarskra.is, sakaðir um „upplýsingaóreiðu“ og útskýrt að því hafi SUS stofnað staðreyndavakt. Í staðreyndavaktinni er því meðal annars hafnað að þjóðin hafi kosið nýju stjórnarskrána og þá er því haldið fram að Alþingi sé að virða niðurstöður hennar, þótt þeim sé ekki fylgt efnislega.

„Með staðreyndavaktinni vill SUS leggja sitt af mörkum til að umræða um stjórnarskrármál sé byggð á því sem rétt er og finna má stoð fyrir á vef Alþingis og í öðrum opinberum gögnum en ekki á einstaka skoðunum eða rangfærslum.“

Segja þjóðina ekki hafa samþykkt stjórnarskrána

Meðal þess sem stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár hafa byggt kröfur sínar á, er að almenningur hafi samþykkt nýju stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var 20. október 2012 var niðurstaðan að 66,9% vildu „að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“, en 33,1% voru því andvíg.

Á staðreyndavakt SUS kemur fram að þjóðin hafi ekki „kosið nýju stjórnarskrána“.

„Nei, kosið var í ráðgefandi atkvæðagreiðslu hvort þú vildir að tillögur stjórnlagaráðs yrði lagðar til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá,“ segir í staðreyndavaktinni. Þá segir í staðreyndavaktinni að það sé rangt að Alþingi hafi ekki virt þjóðaratkvæðagreiðsluna. „Jú, skýrt var í öllum upplýsingum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að hún væri einungis ráðgefandi en ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi“. 

Saka stuðningsmenn um „upplýsingaóreiðu“

Þá fullyrðir SUS að stuðningsmenn stjórnarskrárinnar hafi kynnt nýju stjórnarskrána sem „lausn alls þess sem teljast má pólitískt bitbein í íslensku samfélagi“.

Af stjornarskra.comUngir Sjálfstæðismenn starfrækja staðreyndavakt um stjórnarskrána, þar sem málflutningur fylgismanna nýrrar stjórnarskrá er gagnrýndur og vísað á skoðanagreinar þess efnis.

„Samtök eins og Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá berjast fyrir upptöku og lögfestingu tillagna stjórnlagaráðs og byggja þá baráttu að mestu á rangfærslum. Samfélagsmiðlaherferð var hleypt af stað á dögunum þar sem þekktir Íslendingar bera margar rangfærslur á borð og lögfesting „nýju stjórnarskrárinnar“ kynnt sem lausn alls þess sem teljast má pólitískt bitbein í íslensku samfélagi. Er þetta til þess fallið að afvegaleiða umræðu um stjórnarskrármál og ýta undir misskilning og upplýsingaóreiðu.“

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, skrifaði grein í Vísi fyrir helgi þar sem hún kvartaði undan því að stuðningsmenn við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs tækju ekki tillit til þess að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá sé Alþingi með vald yfir stjórnarskránni og kjósa þurfi tvisvar til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu.

Stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrá, til dæmis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur, sögðu hins vegar að ekki væri efast um það. 

Þá reiknar Veronika sér til að einungis 31% hafi samþykkt tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár, en í reikningsdæminu dregur hún frá þá sem ekki tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

„31% er ekki öll þjóðin,“ skrifaði hún. „Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið.“

Loks segir Samband ungra sjálfstæðismanna að þjóðin geti ekki skrifað texta og hafi því ekki samið stjórnarskrána. „Nei. „Þjóðin“ semur ekki texta.“

Stuðningsfólk nýrrar stjórnarskrárÍ myndbandi frá stuðningshópi fyrir nýja stjórnarskrá eru tiltekin ýmis rök, sem ungir sjálfstæðismenn telja vera rangfærslur.

Stjórnarskrá samin af þjóðkjörnu ráði

Aðdragandinn að mótun nýrrar stjórnarskrár má rekja til fimmta áratugs síðustu aldar, þegar hávær krafa var um að Íslendingar semdu sína eigin stjórnarskrá, enda hafi stjórnarskrá lýðveldisins að mestu verið afrit af dönsku stjórnarskránni. Lagt var til, meðal annars af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, að stjórnarskrá yrði samin af sérstöku stjórnlagaþingi, enda væru alþingismenn sjálfir með hagsmuni af stjórnarskrá. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti síðar að boða til þjóðfundar árið 2010, þar sem tæp eitt þúsund manns, valin af handahófi, kæmu saman til að leggja drög að vinnu stjórnlagaþings, sem ætti að taka til starfa árið eftir. Í verkahring þjóðfundar var meðal annars að skilgreinda sameiginleg gildi og hugsjónir þjóðarinnar. Í kjölfarið var kosið um 25 meðlimi stjórnlagaþings, en um 500 manns buðu sig fram. Eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að framkvæmd kosninganna hefði ekki farið að lögum, meðal annars vegna þess að ekki voru notaðir kjörklefar, ákvað stjórnarmeirihlutinn á Alþingi að velja sömu fulltrúa í stjórnlagaráð, sem myndi semja frumvarp til laga fyrir Alþingis að nýrri stjórnarskrá Íslands. 114.570 manns greiddu gild atkvæði í kosningunni, eða 48,4% allra á kjörskrá.

Alþingi hefur boðað til fjögurra ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslna frá árinu 1908. Þátttaka í þeim hefur verið frá 43,8% til 71,5%. Aðeins einu sinni hefur Alþingi kosið að fylgja ekki niðurstöðunum efnislega, en það var í kosningum um frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár árið 2012.

Nú stendur yfir vinna á Alþingi við að uppfæra afmarkaða hluta núgildandi stjórnarskrár.

Hér má sjá Staðreyndavakt um stjórnarskrána, undir ritstjórn stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Á síðunni Ný stjórnarskrá má hins vegar sjá boðskap þeirra sem styðja nýja stjórnarskrá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu