Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kúnstpása í beinu streymi á Stundinni

Ís­lenska óper­an mun í sam­starfi við Stund­ina streyma beint frá tón­leik­um sín­um fram að jól­um. Í dag munu stór­söngv­ar­inn Krist­inn Sig­munds­son og pí­anó­leik­ar­inn Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir flytja verk eft­ir Beet­ho­ven, Schubert, Strauss og Jón Ás­geirs­son.

Anna Guðný og Kristinn Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Schubert, Strauss og Jón Ásgeirsson.

Íslenska óperan í samstarfi við Stundina mun fram að jólum streyma beint frá tónleikum Óperunnar, ýmist í hádeginu á þriðjudögum eða á laugardagseftirmiðdögum. Íslenska óperan hefur um árabil haldið úti tónleikaröðinni Kúnstpásu þar sem leiddir eru fram máttarstólpar í íslensku tónlistarlífi í bland við unga upprennandi listamenn.

Í dag munu stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson og píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir hefja Kúnstpásuna en um þarsíðustu helgi var Söngskemmtun þeirra Elmars Gilbertssonar óperusöngvara og Bjarna Frímanns Bjarnasonar píanista einnig streymt.

Streymin verða aðgengileg á vef Stundarinnar og einnig á Facebook-síðum Stundarinnar og Íslensku óperunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Söngskemmtun Íslensku óperunnar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu