Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vissu ekki af aðkomu Kristjáns Vilhemssonar að nýja miðbænum

Blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar ræddi við Sel­fyss­inga um upp­bygg­ingu, eign­ar­hald og fjár­mögn­un nýja mið­bæj­ar­ins. Skipt­ar skoð­an­ir voru á mið­bæn­um sjálf­um, en eng­inn við­mæl­end­anna vissi af að­komu Kristjáns Vil­helms­son­ar í Sam­herja að verk­efn­inu.

Blaðamaður Stundarinnar náði tali af íbúum Selfoss um afstöðu þeirra til fjármögnunar, eignarhalds og uppbyggingar nýja miðbæjarins. Enginn viðmælendanna vissi hver stæði að baki verkefninu. 

Klíkuskapur og pólitík

Oddný GuðmundsdóttirOddný er óánægð með uppbyggingu bæjarins og hefur áhyggjur af því að hann muni fela í sér dulinn kostnað fyrir bæjarbúa.

Oddný Guðmundsdóttir, 66 að verða 67 ára, er að bíða eftir því að komast á eftirlaun. Hún kaus gegn nýja miðbænum í íbúakosningunni og fór hörðum orðum um uppbyggingu hans. „Eiginlega finnst mér þetta dálítill hégómaskapur. Í peningaleysi og aðþrengingum hefði ég viljað betri götur fyrst, eða brúna til dæmis, okkur finnst kjánalegt að keyra þessa gömlu brú, yfirsprengda í umferð og biðraðirnar svoleiðis á sumrin. Svo er þarna eitthvert milljarða dæmi,“ sagði hún. 

Oddný vissi ekki af aðkomu Kristjáns Vilhelmssonar að verkefninu, en velti því fyrir sér hvort það væri æskileg þróun. „Ég vissi svo sem að þetta væri, segja þeir, í einka og einka. Þar af leiðandi hljóta þetta að vera peningamenn, en þeir eru ekki að borga göturnar og þeir borga ekki undirvinnuna. Þeir eru ekkert að leggja í nýja dælustöð, ég held að það skoppi enn allur kúkur út í Ölfusá. Það er svo mikið bull í gangi að það hálfa væri nóg. Það var verið að tala um að Ratcliffe væri að kaupa Austfirði, þarna kemur einn að kaupa Selfoss. Hver er þróunin, hvert viljum við fara? Það er bara góð spurning.“

Hún sagðist telja það klíkuskap og pólitík að lóðirnar hafi verið afhentar án endurgjalds eða útboðs. „Það er náttúrlega bara pólitíkin, skoðum bara hvað þið kjósið næst. Þetta er bara eins og hver annar klíkuskapur og pólitík. Við sem venjulegir borgarar erum ekkert virt þar nema í atkvæðinu okkar og fólk hefur kosið svona. Þá verða þeir að kyngja því.“

Gylfi Birgir SigurjónssonGylfi kaus með byggingu miðbæjarins, en hefði viljað að upplýsingar um eignarhald og fjármögnun hefðu legið fyrir.

Hefði viljað vita 

Gylfi Birgir Sigurjónsson, 54 ára kennari, kaus með nýja miðbænum í íbúakosningu og sagði að honum litist vel á framkvæmdirnar. Hann sagðist ekki vita hverjir eiga og fjármagna hann, en þegar hann komst að því að einn ríkasti maður Íslands, Kristján Vilhelmsson í Samherja, væri meðal þeirra, sagði hann að hann hefði viljað að það væri uppi á borðum. Það hefði kannski haft áhrif á afstöðu hans. 

„Ég eiginlega vissi það fyrir að þeir hefðu fengið þetta svæði til að byggja upp miðbæinn, en kannski ekki hverjir væru þarna á bakvið,“ sagði hann að lokum um endurgjaldslausa afhendingu lóðanna. 

Hugrún K. HelgadóttirHugrúnu leist mjög vel á byggingu miðbæjarins, en það runnu á hana tvær grímur þegar hún frétti af aðkomu samherjamannsins Kristjáns Vilhelmssonar.

Ósátt með aðkomu Samherjamanns

Hugrún K. Helgadóttir er 58 ára gömul og vinnur á sjúkrahúsi Selfoss. Hún tók ekki þátt í íbúakosningunni, en sagði að henni litist mjög vel á uppbyggingu nýja miðbæjarins. Það runnu hins vegar á hana tvær grímur þegar hún frétti af eignarhaldi og fjármögnun verkefnisins. „Ég vissi það ekki,“ sagði hún og bætti við að henni þætti það ekki vera jákvætt. 

„Mér líst ekki vel á það,“ sagði hún um að lóðirnar hafi verið afhentar þeim án endurgjalds eða útboðs. Hún sagði að sér hugnaðist Samherjamálið illa og hún hefði viljað að þessar upplýsingar lægju fyrir. 

„Ég hef slæma tilfinningu gagnvart því. Mér finnst ekki allt rétt sem er að gerast þarna. Verst finnst mér hvernig þeir hafa komið fram í Namibíu, það kemur upp spurningarmerki hjá manni,“ sagði hún að lokum. 


„Bara vesen“

Daníel JensDaníel segir að upplýsingar um eignarhald hefðu hugsanlega breytt afstöðu hans til uppbyggingar miðbæjarins.

Daníel Jens, 30 ára, Taekwondo-þjálfari. 

Hvernig líst þér á byggingu nýja miðbæjarins?

„Bara vel.“

Veistu hverjir fjármagna og eiga nýja miðbæinn?

„Nei, hann heitir ... Ég man ekki hvað hann heitir.“

Vissir þú að Kristján Vilhelmsson, einn aðaleigandi Samherja og einn ríkasti maður landsins, á um 90 prósenta hlut ásamt viðskiptafélaga sínum?

„Nei.“

Hvað finnst þér um það?

„Ég veit það ekki, sko.“

Tókstu þátt í íbúakosningunni á sínum tíma, um miðbæinn?

„Nei.“

Heldur þú að það hefði haft áhrif á afstöðu þína ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir?

„Já, það gæti verið.“

Hver er afstaða þín til þess að lóðirnar hafi verið afhentar þeim án endurgjalds og útboðs?

„Bara vesen.“


Taldi að bæjarfélagið ætti  miðbæinn 

Örn IngimarssonÖrn var hissa þegar hann heyrði um eignarhald miðbæjarins.

Örn Ingimarsson, 19 að verða 20 ára, starfsmaður bílasölu. 

Hvernig líst þér á byggingu nýja miðbæjarins?

„Mér finnst það alveg frábært.“

Kaustu í íbúakosningunni á sínum tíma?

„Nei, ég var ekki með aldur til þess.“

„Ég er bara dálítið hissa á því“

Veistu hverjir fjármagna og eiga nýja miðbæinn?

„Ég þori ekki alveg að fara með það, mér skilst að það sé bara bæjarfélagið sjálft.“

Vissir þú að Kristján Vilhelmsson, einn ríkasti maður landsins og eigandi Samherja, á um 90 prósenta hlut ásamt viðskiptafélaga sínum?

„Nei, ég vissi það ekki.“

Hvað finnst þér um þetta allt saman?

„Ég er bara dálítið hissa á því. Ég hafði ekki hugmynd um það.“


Upplýsingarnar hefðu örugglega haft áhrif á afstöðuna

Ástrún Sæland, 28 ára, stuðningsfulltrúi. 

Ástrún SælandÁstrún sagði að hún hefði hugsað aðeins um byggingu miðbæjarins hefði hún vitað hvernig eignarhaldi hans var háttað.

Hvernig líst þér á byggingu nýja miðbæjarins á Selfossi?

„Mér líst bara mjög vel á þetta. Okkur vantar einmitt einhvern svona kjarna til að fá alla til þess að hittast.“

Veistu hverjir fjármagna og eiga nýja miðbæinn?

„Ég veit það ekki.“

Vissir þú að Kristján Vilhelmsson, einn aðaleigandi Samherja og einn ríkasti maður landsins, á um 90 prósenta hlut ásamt viðskiptafélaga sínum?

„Nei.“

Hvað finnst þér um það?

„Úff, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara hissa, eða svoleiðis.“

Heldur þú að það hefði haft áhrif á afstöðu þína ef upplýsingarnar hefðu legið fyrir?

„Já, örugglega. Ég hefði örugglega hugsað aðeins meira út í þetta og svoleiðis.“

Hver er afstaða þín til þess að lóðirnar hafi verið afhentar þeim án endurgjalds og útboðs?

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, ég er bara hissa. Það er skrítið.“ 


Góð viðbót við miðbæinn 

Hugrún Tinna RóbertsdóttirHugrúnu lýst vel á miðbæinn.

Hugrún Tinna Róbertsdóttir, 15 ára, starfsmaður í Pulló.  

Hvernig líst þér á byggingu nýja miðbæjarins á Selfossi?

„Bara mjög vel, ég held að þetta verði fínt, að fá einhverja viðbót svona við bæinn.“

Veistu hverjir fjármagna og eiga nýja miðbæinn?

„Ekki hugmynd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár