Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

110. spurningaþraut: Hér er spurt um Nóbelsverðlaun, en óttist eigi, flestar eru spurningar þær fisléttar!

110. spurningaþraut: Hér er spurt um Nóbelsverðlaun, en óttist eigi, flestar eru spurningar þær fisléttar!

Hér er 109. spurningaþrautina að finna!!

Að venju eru allar spurningar um sama efni þegar tala þrautarinnar endar á heilum tug. Að þessu sinni verða Nóbelsverðlaun fyrir valinu.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá Halldór Laxness taka við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum úr hendi Svíakonungs. Hvað hét þessi Svíakóngur? Athugið að ekki er nauðsynlegt að hafa númerið á honum rétt, bara nöfnin hans tvö.

Á neðri myndinni má sjá þýskan eðlisfræðing, sem fékk Nóbelsverðlaunin árið 1932 þegar hann var aðeins 31s árs að aldri. Hann fékk verðlaunin fyrir uppgötvanir í skammtafræði. Núorðið er nafn hans kannski helst tengt svonefndu „óvissulögmáli“ en það leiddi af uppgötvunum hans í skammtafræðinni. Hvað hét maðurinn?

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ár fékk Halldór Laxness Nóbelsverðlaunin í bókmenntum?

2.   Árið 1903 fékk maður nokkur Nóbelsverðlaun í læknisfræði sem var kominn af Íslendingum í föðurætt en fæddur í Færeyjum þar sem faðir hans var þá embættismaður. Hann stundaði um tíma nám í Menntaskólanum í Reykjavík, eða Latínuskólanum sem þá var kallaður. Hvað hét maður þessi?

3.   Malala Yousafzai fékk, ásamt öðrum, friðarverðlaun Nóbels árið 2014. Hún fékk verðlaunin fyrir að berjast fyrir menntun stúlkna í heimalandi sínu, Pakistan og er enn yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar. Hve gömul var hún þá hún fékk verðlaunin?

4.   Öll Nóbelsverðlaunin eru veitt í Stokkhólmi, nema friðarverðlaunin. Hvar eru þau veitt?

5.   Alfred Nobel, sem stofnsetti verðlaunin, var sænskur uppfinningamaður og iðnrekandi með mörg járn í eldinum. Auk Nóbelsverðlaunanna verður nafn hans ævinlega tengt tilteknu efni, sprengiefni, sem hann fann upp eða þróaði altént til framleiðslu. Hvaða fyrirbæri er það?

6.   Flestir verðlaunahafar í bókmenntum hafa fengið peninginn fyrir skáldverk, en þó eru nokkrir heimspekingar í hópi verðlaunahafanna, einn sagnfræðingur, einn blaðamaður og nokkrir sem erfitt er að skilgreina. Og einn verðlaunahafinn í bókmenntum fékk þau, auk verka um sagnfræði og pólitík, fyrir „stórkostlega ræðumennsku til varnar hinum æðstu mannlegu gildum“. Hver var þessi ræðumaður, svo snjall að hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum fyrir?

7.   Fjórir einstaklingar hafa fengið Nóbelsverðlaunin tvívegis, einir eða með öðrum. Aðeins einn af þeim hefur fengið óskiptan Nóbel tvisvar. Vitiði hver hann var?

8.   Fjórir Bandaríkjaforsetar hafa fengið friðarverðlaun Nóbels. Hver þessara fjórmenninga fékk þau síðast?

9.   Annar Bandaríkjaforseti fékk friðarverðlaunin árið 2002 en hafði þá reyndar látið af embætti. Hann fékk peningabúntið fyrir að hafa verið „óþreytandi við að finna friðsamlegar lausnir á alþjóðlegum deilumálum, að halda fram lýðræði og mannréttindum og efla efnahagslega og félagslega þróun“. Svona orð eru ekki oft höfð um Bandaríkjaforseta. Hver var þetta?

10.   Lengi vel veittist bæði konum og rithöfundum frá öðrum svæðum en Evrópu og Ameríkum mjög erfitt að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Til dæmis fékk engin kona verðlaunin frá 1945-1966 og svo engin frá 1966-1991. Það var ekki fyrr en 1986 sem fyrsti Afríkumaðurinn fékk verðlaunin. Síðan hefur Nóbelsnefndin orðið örlítið víðsýnni. Árið 1993 fékk þeldökk kona bókmenntaverðlaunin í fyrsta sinn. Hún var bandarísk, kunnust fyrir skáldsöguna Ástkær, og dó fyrir ári síðan. Hvað hét hún?

Hér eru svörin við aðalspurningum:

1.   1955.

2.   Niels Finsen.

3.   17 ára.

4.   Osló, sem er borg í Noregi.

5.   Dínamít.

6.   Winston Churchill.

7.   Linus Pauling sem fékk verðlaun í efnafræði 1954 og friðarverðlaun 1962.

8.   Barack Obama.

9.   Jimmy Carter.

10.   Toni Morrison.

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri - sænski kóngurinn hét Gústaf Adolf, reyndar Gústaf 6. Adolf en töluna þurfiði sem sagt ekki að vita.

Sú seinni - Werner Heisenberg er maðurinn á myndinni.

Hér eru svo þrautir gærdagsins aftur!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
6
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár