Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

99. spurningaþraut: Hver datt af hjólinu sínu á Mallorca og dó?

99. spurningaþraut: Hver datt af hjólinu sínu á Mallorca og dó?

Hér er þrautin frá gærdeginum. Prófið hana!

Aukaspurningar:

Hvaða boxari er það sem mundar hanska hér á efri myndinni?

Og hvað heitir staðurinn, sem sjá má á neðri myndinni?

En þá koma hér aðalspurningarnar tíu:

1.   Árið 2018 tók Ísland í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramóti karla í fótbolta. Mótið var háð í Rússlandi. Fyrsti leikur Íslands var við Argentínu og óvænt náðist 1-1 jafntefli. Hver skoraði mark Íslands?

2.   Síðasta áratuginn hafa Bretar vart ráðið sér af fögnuði yfir þrem bókum konu einnar sem fjalla allar í skáldsöguformi um ævi og störf Thomas Cromwell, ráðgjafa Hinriks kóngs áttunda. Nú þegar hefur verið gerð vinsæl sjónvarpssería eftir tveimur fyrstu bókunum og kallast Wolf Hall. Konan hefur fengið öll verðlaun sem í boði eru á Bretlandi og útnefnd „dama breska heimsveldisins“. Hvað heitir hún?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Sviss?

4.   Kona ein hét Christa Päffgen, hún fæddist í Þýskalandi 1938, sló í gegn sem fyrirsæta ung að árum og fór svo að fást við músík í New York þar sem hún söng með Velvet Underground, hljómsveit sem mjög tengdist nafni listamannsins Andy Warhols en raunar var Lou Reed aðalsprauta hljómsveitarinnar. Hún Christa okkar fékkst síðan við tónlist til æviloka en hún dó aðeins fimmtug þegar hún datt af reiðihjólinu sínu á Mallorca. Alltaf var hún kunnust undir gælunafni sem ljósmyndari einn gaf henni snemma á fyrirsætuferlinum. Hvað kallaðist hún?

5.   Ragnheiður Runólfsdóttir var aðeins önnur konan frá 1958 sem var útnefnd íþróttamaður ársins 1991 en hver var hennar íþróttagrein?

6.   Medea er kona ein kunn úr grískum þjóðsögum og goðsögum. Ekki er minning hennar þó sveipuð gleði og hamingju, því hún er kunn fyrir einn hræðilegasta verknað í samanlögðum goðsögunum - þótt hún sé raunar ekki ein um þennan glæp í fornum sögnum. Hvað gerði Medea af sér?

7.   Árið 1997 kom út bókin Elsku besta Binna mín eftir nýjan barnabókahöfund sem hefur síðan gefið út bók á ári, því sem næst, og flestallar náð miklum vinsældum. Einna kunnastar eru líklega bækur þar sem söguhetjan Fíasól leikur lausum hala. Hvað heitir höfundurinn?

8.   Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heitir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. En hún heitir ekki bara löngu nafni, heldur ber hún líka lengsta ráðherratitilinn. Hver er hann - orðréttur?

9.   Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

10.   Hvaða gyðja norrænna manna ferðaðist um í vagni sem tveir dugmiklir kettir drógu?

Svörin eru þessi:

1.   Alfreð Finnbogason.

2.   Hilary Mantel.

3.   Bern.

4.   Nico. Hér má heyra hana flytja lagið eftirminnilega, All Tomorrow's Parties, með Velvet Underground.

5.   Sund.

6.   Hún myrti börn sín til að hefna sín á föður þeirra.

7.   Kristín Helga Gunnarsdóttir.

8.   Hún er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

9.   Eyjafjörð.

10.   Freyja.

Aukaspurningarnar:

Á myndinni er að sjálfsögðu Pálmi Gestsson, sem er vissulega ekki boxari að meginstarfi en hefur hins vegar á leikaraferli sínum brugðist sér í flestra kvikinda líki.

Þar á meðal lék hann þann boxara sem á myndinni sést.

Á neðri myndinni er aftur á móti Inkaborgin Machu Picchu í Andesfjöllum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár