Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Forstjóri Ríkiskaupa: Rannsókn vegna brota hefði ekki haft áhrif á valið

For­stjóri Rík­is­kaupa seg­ir að það hefði ekki haft áhrif á nið­ur­stöðu út­boðs á kynn­ing­ar­her­ferð fyr­ir Ís­land ef það lægi fyr­ir að aug­lýs­inga­stof­an M&C Sa­atchi sæti rann­sókn vegna bók­halds­brota. Liggja þurfi fyr­ir dóm­ur eða stað­fest­ing frá op­in­ber­um að­il­um um að brot hafi átt sér stað. Ís­lenska aug­lýs­inga­stof­an Peel, sam­starfs­að­ili M&C Sa­atchi hér á landi, full­yrð­ir að að meiri­hluti fram­leiðsl­unn­ar vegna verk­efn­is­ins muni fara fram hér á landi.

Forstjóri Ríkiskaupa: Rannsókn vegna brota hefði ekki haft áhrif á valið
Úr herferðinni Inspired by Iceland Stofnendur auglýsingastofunnar Peel, sem er samstarfsaðili alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, komu á sínum tíma að gerð herferðarinnar Inspired by Iceland. Á þeim tíma voru þeir starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar.

Mikil óánægja ríkir meðal íslenskra auglýsingastofa með þá ákvörðun Ríkiskaupa að fela alþjóðlegu auglýsingastofunni M&C Saatchi gerð kynningarherferðarinnar „Ísland saman í sókn“ eða Destination Iceland, sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn aftur til Íslands. Allar stærstu auglýsingastofur hér á landi tóku þátt í útboðinu en í það heila bárust 15 tillögur, 8 erlendar og 7 innlendar. M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel varð fyrir valinu. 

Greint var frá því í frétt á vef mbl.is í dag að M&C Saatchi sæti rannsókn breska fjármálaeftirlitsins vegna bókhaldsmisferlis. Í svari Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra Ríkiskaupa, við þeirri spurningu Stundarinnar hvort Ríkiskaup hafi verið meðvituð um þá rannsókn og hvort hún hafi verið tekin inn í myndina þegar ákvörðun var tekin um að skipta við stofuna, sagði hann frétt eða rannsókn á þessu stigi ekki hafa áhrif á val bjóðanda. Liggja þurfi fyrir dómur eða staðfesting frá opinberum aðilum um að einhver brot hafi átt sér stað. Í svari hans segir jafnramt að tilboðin séu valin út frá fyrirframgefnum valforsendum og hæfiskröfum sem fram koma í útboðsgögnum í samræmi við íslensk lög. „Ríkiskaupum ber skylda til að staðfesta að útilokunarástæður 68. gr. laga um opinber innkaup eigi ekki við um fyrirtæki áður en endanlegur samningur er gerður. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að um slíkt sé að ræða. Í 68. gr. segir m.a. að „bjóðandi sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi“ fyrir tiltekin afbrot skal útilokaður frá þátttöku í innkaupaferli. Lögin heimila ekki að ákvarðanir um val á bjóðendum byggi á fréttaflutningi heldur á staðreyndum og ef svo ber undir endanlegum dómum um afbrot. Fyrirtækið stóðst allar hæfiskröfur útboðsgagna en eins og fyrr er nefnt þá verður að leita endanlegra staðfestinga um hæfi bjóðandans áður en gengið er frá endanlegum samningi.“

„Fyrirtækið stóðst allar hæfiskröfur útboðsgagna“

Þá bendir hann á að lög um opinber innkaup byggi á þeirri forsendu að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og skylt sé að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. 

Auglýsingastofan M&C Saatchi sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem brugðist var við umræðunni hér á landi um rannsóknina. Þar segir að aldrei hafi verið ætlunin að leyna neinu hvað hana varðar. „Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Munaði litlu á fyrstu og öðru sæti

M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum en auglýsingastofan Pipar/TBWA, sem hafnaði í öðru sæti, hlaut 86,35 og munaði því innan við einu stigi á tillögunum. Guðmudur Hrafn Pálsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, sem jafnframt er formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, er meðal þeirra sem lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Í viðtali við mbl.is sagði hann bæði skrýtið og svekkjandi að á tímum þegar stjórnvöld séu með verkefni um að velja eigi íslenskt skuli jafnstórt verkefni og raun ber vitni fara úr landi. Verkefni hér á landi skapi bæði tekjur og vinnu fyrir Íslendinga. 

Segir stóran hluta framleiðslunnar fara fram hér

Forsvarsmenn auglýsingastofunnar Peel, sem eru fyrrverandi starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar og unnu þar meðal annars að verkefninu Inspired by Iceland, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem brugðist er við umræðu um niðurstöðu útboðsins. Þar segja þeir að meirihluti framleiðslunnar vegna herferðarinnar verði hér á landi. Peel hyggist ráða önnur innlend framleiðslufyrirtæki og fleira vant auglýsingafólk til að vinna með sér að átakinu. „Við ætlum að auglýsa Ísland sem áfangastað í öðrum löndum. Stór hluti af framleiðslunni mun fara fram hér því þekkingin á landinu sem við erum að markaðssetja skiptir máli. Við ætlum að ráða til okkar fjölda íslenskra undirverktaka á ýmsum sviðum framleiðslunnar og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu,“ er haft eftir Magnúsi Magnússyni, stofnanda og framkvæmdatjóra Peel í tilkynningunni. Segir hann að til standi að markaðssetja Ísland í útlöndum. Til þess að ná góðum árangri þurfi að vinna með fólki sem þekkir vel til á þeim mörkuðum og starfa þar alla daga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu