Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni“

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir bið­ur fólk um að fylgja fyr­ir­mæl­um al­manna­varna. Sjálf fór hún út á land með fjöl­skyld­una, til að forð­ast ná­vígi við ann­að fólk.

„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni“

„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni,“ skrifar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, um leið og hún biður fólk um að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna. 

„Það er í mér beygur og ég get ekki vel skýrt af hverju hann stafar. Mér líður ekkert ósvipað og síðustu mánuðina sem Stefán lifði. Þegar maður vissi að það var enga stjórn hægt að hafa á framgangi mála, allt færi á versta veg.“ 

Eftir fráfall Stefáns sé hún meðvituð um að yngstu börnin eigi bara eitt foreldri og því mikilvægt að hún standi upprétt eitthvað aðeins lengur. Fjölskyldan er nú í sjálfskipaðri sóttkví úti á landi, þar sem hún ákvað að taka börnin úr skóla og fara nær náttúrunni. Hún segist finna fyrir eirðarleysi gagnvart aðstæðum, en þakkar fyrir að þau séu öll hraust. 

Nú sé það skylda okkar allra að gæta að heilbrigði okkar nánustu. Allir þeir sem komist heilbrigðir í gegnum næstu vikur geri samfélaginu mikið gagn. Því sé það skylda okkar að virða samkomubann og gæta þess eins og kostur er að smitast ekki, eða smita aðra.

„Það var raunalegt að horfa á Víði á fundinum í dag þar sem hann var forviða á hegðun fólks og íþróttafélaga sem hundsa samkomubann. Við eigum að vera forviða líka. Að fylgja þessum fyrirmælum er nú það minnsta sem við getum gert fyrir samfélagið okkar.“ 

Fólk mun veikjast

Pistill hennar er birtur í heild sinni hér að neðan. 

Það er í mér beygur og ég get ekki vel skýrt af hverju hann stafar. Mér líður ekkert ósvipað og síðustu mánuðina sem Stefán lifði. Þegar maður vissi að það var enga stjórn hægt að hafa á framgangi mála, allt færi á versta veg. Nú kann einhver að segja að ég sé svartsýn og kannski takist íslenskum stjórnvöldum að hafa hemil á veiruskrattanum með ákvörðunum sínum. En eftir stendur að fólk mun veikjast mikið og deyja hér á Íslandi af völdum Covid-19 og það mun snerta okkur öll. Það mun auka á kvíða okkar þegar fólk fer að týnast af sjónarsviðinu. Jafnvel þótt við þekkjum viðkomandi ekki neitt.

Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni og kann því illa, hef lifað í frjálsu falli óhrædd við allt og alla fram á þennan dag. Núna er ég afar meðvituð um það að börnin mín yngstu eiga bara eitt foreldri og að það er mikilvægt að ég standi upprétt eitthvað aðeins lengur.

Ég haga mér eins og áður þegar ég hef ekki ráðið neitt við neitt, dálítið eirðarlaus, bjástra mikið við eitt og annað misgagnlegt, tek til, blessa uppvaskið og vissuna um það að vinnan göfgar manninn og að aðgerðaleysi er kvíðavaldandi. Ég fylgist með fréttum og ekki bara innlendum fréttum og fyrirmælum framvarðarsveitarinnar heldur reyni ég að lesa mér til um ástandið víða um heim og sjúkdóminn eins mikið og mér er unnt. Mér líður betur þegar mér finnst ég hafa kynnt mér eitthvað sjálf og mér lýst sannarlega ekkert á blikuna og skynja að auki áþreifanlega vanmátt framvarðarsveitarinnar hugprúðu. Þau eru að gera sitt besta og augljóslega afbragðsfólk en þau eru hvorki spámenn né töframenn þótt þau reyni að feta vandratað einstigi upplýsingar og kvíðastjórnunar.

„Haldið ykkur frá öðru fólki en frískum fjölskyldumeðlimum ef þess er nokkur kostur“

En hvað getum við sjálf gert? Tilmæli til fólks eru allstaðar þau sömu. Gætið ykkar með einu ráðunum sem í boði eru: Haldið ykkur frá öðru fólki en frískum fjölskyldumeðlimum ef þess er nokkur kostur. Og það gefur okkur öllum tilgang í þessari baráttu að gera einmitt það.

Ég hlusta eftir innsæi mínu og eðlisávísun sem sagði mér að þrátt fyrir að skólar standi opnir að það væri skynsamlegt að taka börnin mín úr skóla og takmarka umgengni þeirra við önnur börn til að minnka smithættu og fyrst við hefðum tök á því að fara út á land ættum við að gera það.

Eitthvað sagði mér að samveran gæti orðið bærilegri og fjölbreyttari þar sem hægt er að vera úti í náttúrunni. Nú erum við í sjálfskipaðri sóttkví því ekki viljum við eiga það á hættu að smita sveitunga af Covid19 ef ske kynni að við hefðum nú þegar smitast sem ég veit ekkert um.

Ég veit að ég hef það gott að geta gert þetta og að líða vel með fólkinu mínu. Það eru ekki nándar nærri allir sem líður vel heima hjá sér eða með sínum næststandandi.

Það tekur á taugarnar að vera heima með börnunum sínum öllum stundum, þeim finnst ég heldur leiðinlegur kennari og ég sting ekki upp á nógu skemmtilegum hlutum. Ég reyni eins og ég get að vanþakka ekki óþreyjuna og pirringinn í börnunum, maður verður víst nógu fljótt gamall og einn. Það er ekkert auðvelt fyrir börn að vera svipt frelsi sínu. Og mikið vildi ég að ég byggi yfir meira æðruleysi og gæti hamið skap mitt betur.

En börnin eru hraust og ég og elskan mín líka. Það er mikils virði. Best er sæta lagi og gera eitthvað fyrir sjálfan sig þegar börnin hafa fundið eitthvað að bauka við af sjálfsdáðum.

Ég held ekki að við getum flúið flensuna, flensan snertir sennilega flesta landsmenn fyrir rest en ég veit hinsvegar að í hönd ganga afar erfiðar vikur á Íslandi þar sem heilbrigðiskerfið verður reynt til þrautar og mér finnst að skylda okkar allra að gæta heilbrigðis okkar nánustu. Því allir sem komast heilbrigðir í gegnum næstu vikur gera samfélagi sínu mikið gagn. Þess vegna er það skylda okkar allra að virða samkomubann og gæta þess eins og kostur er að smitast ekki eða smita aðra. Það var raunalegt að horfa á Víði á fundinum í dag þar sem hann var forviða á hegðun fólks og íþróttafélaga sem hundsa samkomubann. Við eigum að vera forviða líka. Að fylgja þessum fyrirmælum er nú það minnsta sem við getum gert fyrir samfélagið okkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár