Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bar leyndarmál með sér allt frá æsku

Veiga Grét­ars­dótt­ir átti sér strax í æsku leynd­ar­mál sem hún þorði ekki að nefna við nokk­urn mann. Fyr­ir nokkr­um ár­um upp­lifði hún sjálfs­vígs­hugs­an­ir, föst í röng­um lík­ama og fór í kyn­leið­rétt­ingu, sem kostaði hana fjöl­skyld­una. „Ég vildi frek­ar deyja sem kona en að lifa sem karl­mað­ur.“

Hún fæddist á Ísafirði í ársbyrjun 1976 og fékk nafnið Grétar Veigar Grétarsson. Í dag er hún kvenlega klædd, í háhæluðum skóm, með langar neglur og farða. Hún segir frá því hvernig lífið breyttist. 

Allt frá æsku átti hún leyndarmál, sem hún þorði ekki fyrir sitt litla líf að nefna við nokkurn mann.

Hún var strákurinn sem hékk úti í bílskúr með föður sínum, en sótti jafn mikið í að sitja hjá móður sinni í saumaklúbb að prjóna. „Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að fara á skak með afa sem bjó í Bolungarvík. Hann átti trillu þar sem var veitt með handfærum.“ Í kringum fermingu var hún komin í sumarvinnu þar sem hún vann fyrir fyrirtæki sem framleiddi flokkara, tölvuvogir og fleira, þar sem hún bjó meðal annars til snúrur, lóðaði á prentplötur og lærði eitt og annað í stálsmíði. 

„Ég teikaði bíla og gerði prakkarastrik. Við vinirnir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár