Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21. fe­brú­ar til 5. mars.

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Lífsfletir & Að utan

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 22. feb.–3. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

22. febrúar kl. 16.00 verður haldið opnunarhóf fyrir tvær ólíkar sýningar eftir tvo ólíka brautryðjendur í íslensku listasenunni. Sú fyrri er samansafn af verkum sem Jóhannes S. Kjarval, sem Kjarvalsstaðir eru nefndir eftir, vann árin 1911–1928. Sýnd verða málverk og teikningar sem voru sköpuð erlendis, sem gefa innsýn í mótunarár Kjarvals og áhrifavalda hans. Sú seinni er yfirlitssýning á ferli Ásgerðar Búadóttur, en í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar. Máttur teikningarinnar var ávallt mikilvæg undirstaða í verkum Ásgerðar og rík efniskennd og öguð vinnubrögð einkenna allt höfundarverk hennar.

Adda

Hvar? Mengi
Hvenær? 21. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Adda spilar þjóðlagatónlist sem á sér rætur í hetju- og andhetjuleiðangri hennar um innra landslag sjálfsins. Á þeirri leið umbreytast þráhyggjur í möntrur, sjálfið verður taugahinsegin og sníður sér stakk úr femínisma og róttækri heimspeki. Lögin sveiflast á milli þess að vera sykursæt og hnyttin.

Föstudagspartísýning: Back to the Future

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 21. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Fáar kvikmyndir hafa haft jafn mótandi áhrif á skilning almennings á tímaflakki og Back to the Future. Myndin skartar þeim Michael J. Fox og Christopher Lloyd sem Marty McFly og Dr. Emmet Brown, en McFly ferðast óvart 30 ár aftur í tímann og þarf að sjá til þess að foreldrar hans nái saman svo hann geti fæðst.

Reikistjörnur: Huginn

Hvar? Harpa
Hvenær? 22. febrúar kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.200 kr.

Skagastrandar-R&B-popparinn Huginn er ein af rísandi stjörnum íslensku tónlistarsenunnar. Auk plötunnar Eini Strákur (Vol. 1) hefur Huginn gefið út smelli eins og „Veist af mér“ og „Horfir á mig“. Hann kemur fram á tónleikaröðinni Reikistjörnur þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að sækja saman tónleika flutta í sal með ein bestu hljómgæði landsins.

Dauðadjúpar sprungur

Hvar? Ramskram
Hvenær? 22. febrúar–22. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndirnar í sýningunni Dauðadjúpar sprungur eiga sér rætur í hjartasorg ljósmyndarans Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Eftir að barn Hallgerðar fæddist andvana eigruðu hún og maki hennar um nærumhverfi þeirra. Myndavél hennar flaut stundum með og fangaði það sem var að brjótast um í undirmeðvitundinni. Sumar myndirnar eru marglaga og táknrænar, aðrar einfaldar og auðlesnar en allar eru þær hjúpaðar viðkvæmni og fjarlægð. 

Útgáfutónleikar Hatara

Hvar? Austurbær
Hvenær? 22. & 23. febrúar
Aðgangseyrir: frá 3.333 kr.

Eurovision-keppendurnir Hatari fagna útgáfu plötu sinnar Neyslutrans með tveimur tónleikum. Þessi gjörningapönkhljómsveit hefur aflað sér mikils stuðnings síðastliðin ár með sviðsframkomu og skilaboðum sem tækla tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni, klæddir í BDSM-búninga.

Benni Hemm Hemm

Hvar? Röntgen
Hvenær? 26. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Benna Hemm Hemm áskotnaðist mikil frægð á fyrsta áratug þessarar aldar í indí-senunni sem var þá allsráðandi. Eftir nokkurra ára hvíld snýr hann aftur með plötuna KAST SPARK FAST sem kom út í síðasta mánuði. Tónleikarnir fara fram í litlum sal og er nánd við áhorfendur því mikil.

24 Myndir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 28. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 1.000 kr.

24 myndir eru píanótónleikar þar sem Hjörtur Ingvi Jóhannsson spinnur á staðnum stuttar tónsmíðar úr öllum 24 tóntegundum á píanó í ákveðinni röð. Lögð er áhersla á að tæma hugann á undan, þannig að tónlistin verði til á staðnum en byggist ekki á áður ákveðinni áætlun.

Rhythm of poison

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 28. & 29. feb, 4., 7., & 5. mars
Aðgangseyrir: 4.900 kr.

Rhythm of Poison er glænýtt verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen, flutt af Íslenska dansflokknum. Verkið er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar og -mynda. Það er löngun danshöfundarins að vinna náið með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd.

Útgáfutónleikar Grafnár

Hvar? Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka
Hvenær? 29. febrúar kl. 19.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Harðneskjulega harðkjarnapönksveitin Grafnár fagnar útgáfu breiðskífu sinnar, Útför Heigulsins, á þessum tónleikum, en platan kemur út á segulbandi. Með þeim spilar ögrandi femíníska dauðapönksveitin Börn, hraða og hráa tvíeykið í ROHT og unga og æsispennandi femíníska pönksveitin Spaðabani. Engum verður meinaður aðgangur vegna fjárskorts.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu