Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Kæru konu til landlæknis, vegna vanrækslu, mistaka og ótilhlýðilegrar framkomu þerapistans Kjartans Pálmasonar, var vísað frá á þeim grundvelli að hann beri ekki lögverndað starfsheiti. Hann falli af þeim sökum ekki undir verksvið embættisins. Margar konur kvörtuðu undan framkomu mannsins til fyrrum vinnuveitenda sem brugðust seint við. Formenn fagfélaga sálfræðinga og félagsráðgjafa lýsa yfir áhyggjum vegna starfa þeirra sem veita aðstoð vegna persónulegra vandamála og jafnvel sálrænna kvilla, en hafa ekki formlega menntun til að styðjast við.

holmfridur@stundin.is

Hjónin Sigríður og Gunnar voru á viðkvæmum stað í sínu sambandi þegar þau gerðu sér grein fyrir því að ef hjónaband þeirra ætti að halda þyrftu þau að leita sér aðstoðar. Þau voru komin á fertugsaldur og höfðu verið saman frá tvítugu. Sigríður lýsir því þannig að það hafi komið fyrir þeirra samband eins og svo margra annarra, að lítið var eftir af því annað en vinskapurinn. „Á þessum tíma var sambandið okkar orðið að engu, við vorum bara vinir. Við rákum okkar fína heimili saman en höfðum algjörlega fjarlægst. Kunningjakona mín benti mér á Kjartan Pálmason þerapista og sagði mér að hann væri að gera góða hluti í vinnu með pör.“

Þau pöntuðu sér tíma í hjónabandsráðgjöf hjá Kjartani og þeim leist báðum strax vel á hann. Það gladdi Sigríði að Kjartan næði vel til mannsins hennar, enda hafði Gunnar verið skeptískur á ráðgjöfina, enda ekki vanur að ræða ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum