Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þú ert aldrei einn

Tólf eineggja tví­bura­pör segja frá sam­skipt­um sín­um og sam­bandi. Þeg­ar þeir voru spurð­ir hvaða aug­um þeir litu fram­tíð­ina, hvaða stað tví­bur­inn þeirra ætti í henni var svar­ið oft­ar en ekki, ef ekki alltaf, að þeir ætl­uðu sam­an á elli­heim­ili og von­andi á sama tíma í gröf­ina.

Þú ert aldrei einn

„Ég hef aldrei fundið fyrir því að vera ein eða einmana.“

„Að eiga alltaf einhvern til staðar.“

„Maður þurfti aldrei að kvíða neinu því maður hafði alltaf einhvern með sér.“

„Maður á alltaf félaga og besta félaga í heimi.“

„Að hafa alltaf bestu vinkonu þína við hlið þér, sérstaklega þegar maður er hræddur.“

„Þú ert aldrei ein.“

„Nándin.“ 

Það var eitthvað á þessa leið sem hver einn og einasti eineggja tvíburi sagði þegar hann var spurður að því hvað væri það besta við að vera eineggja tvíburi. Það sem meira er, það tók tvíburana enga stund að svara. Svarið var þeim augljóst og gamalkunnugt. 

Það var margt sem tvíburapörin áttu sameiginlegt. Það fyrsta sem ber að nefna er að öll nefndu þau að þó svo að eineggja tvíburar kunni að líta eins út þá séu þeir samt sjálfstæðir einstaklingar, óháðir hvor öðrum. Það er þessi fallega mótsögn sem gerir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár