Málaði yfir sárin með gleði

Myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir ólst upp við óskilgreind veikindi móðurinnar. Eftir að hafa alist upp við mikla reiði ákvað hún að lifa í gleði. Lífið hefur þó ekki alltaf verið auðvelt, sonur hennar brenndist lífshættulega og hún missti hann frá sér, hefur þurft að berjast fyrir heimilinu, börnunum og sjálfri sér. En hún gefst aldrei upp.

ingibjorg@stundin.is

Hulda Vilhjálmsdóttir tekur á móti mér úti á Granda, í hráu húsnæði þar sem listamenn hafa aðsetur. Þegar ég kem sé ég hvar hún stendur hlæjandi frammi á gangi, í kaffi með konu úr næstu vinnustofu, hún brosir hlýlega til mín og leiðir mig inn á vinnustofuna, sem hún deilir með tveimur öðrum. Eftir að hafa rótað aðeins í verkum hennar býður hún til sætis á sófa sem stendur í miðju rýminu. Vinur hennar stendur við strigann og heldur áfram að mála á meðan hún segir frá því sem mótaði hana sem manneskju.

Hún segir frá veikindum móðurinnar sem aldrei fengu nafn en birtust í reiði, öryggisleysinu sem fylgdi föðurmissi og slysi sonarins sem brenndist lífshættulega með þeim afleiðingum að hún varð sjálf veik og þurfti að leita aðstoðar geðlæknis: „Ég hef heyrt þetta allt áður,“ segir vinurinn vingjarnlega og lætur frásögnina ekki slá sig út af laginu, frásögnina af því hvernig hún hefur alla ævi þurft að berjast fyrir öryggi sínu og framtíð, berjast við fátækt, alkóhólisma og dómhörku, fyrir börnunum og sjálfri sér. Því þegar hún gekk í gegnum skilnað, glímdi við krabbamein og þurfti að láta börnin tímabundið frá sér á meðan hún náði bata.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svanavatn á torgi

Einar Már Jónsson

Svanavatn á torgi

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Ritstjórn

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Stuðningur berst björgunarsveitinni  á Flateyri alls staðar að af landinu

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“