Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Fjöll­ista­hóp­ur­inn Gusgus verð­ur 25 ára á næsta ári og fagn­ar því með því að hóa sam­an fyrr­um með­lim­um á borð við Em­ilíönu Torr­ini, Högna Eg­ils­son, Steph­an Stephen­sen og marga fleiri á stór­tón­leik­um í Eld­borg. Þeir Birg­ir og Daní­el Ág­úst, sem sitja nú ein­ir eft­ir í hópn­um, ræða hér fer­il­inn, átök alpha-hunda, mögu­lega eft­ir­sjá og galdra raf­tón­list­ar, sem geti hreyfi við dýpstu til­finn­ing­um. Í dag gáfu þeir út nýja rem­ix-plötu, Rem­ix­es Are More Flex­i­ble, pt. I. Hana má hlusta á í við­tal­inu.

Þrátt fyrir að hafa verið lengi að hafa hljómsveitarmeðlimir Gusgus líklega sjaldan haft í eins miklu að snúast eins og nú. Í dag, föstudaginn 22. nóvember, gáfu þeir út smáskífu af plötunni Lies Are More Flexible og er önnur smáskífa af sömu plötu væntanleg frá þeim snemma á næsta ári og ný plata í kjölfarið.

Nokkur fjöldi þekktra listamanna hefur átt sína hlutdeild í fjöllistahópnum Gusgus, sem hefur stækkað og minnkað á víxl á þeim tuttugu og fimm árum sem hann hefur verið starfandi. Undanfarin ár hefur hópurinn verið i sögulegri smæð hvað fjölda meðlima varðar, en hann samanstendur nú einungis af þeim Birgi Þórarinssyni, eða Bigga veiru, og Daníel Ágústi Haraldssyni. Þrátt fyrir að þeir séu aðeins tveir hafa þeir sjaldan verið uppteknari og fjölmargt er á prjónunum næstu mánuði. Báðir tilheyrðu þeir Biggi og Daníel Ágúst upphaflega hópnum sem myndaði Gusgus, fyrir rétt tæpum 25 árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu