Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Með trampólín í stofunni

María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir býr á Sóla­valla­göt­unni, þar sem lista­verk og lit­rík­ir vegg­ir setja sterk­an svip á íbúð­ina. Líf og fjör er á heim­il­inu en þau hjón­in eiga tvær dæt­ur, Kiru fimm ára og Na­tal­íu átta mán­aða.

María Margrét Jóhannsdóttir tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á fallegu heimili sínu í reisulegu húsi á Sólvallagötu en þar býr hún ásamt eiginmanni sínum, og dætrunum þeirra tveimur, Natalíu átta mánaða og Kiru fimm ára. María er sem stendur í fæðingarorlofi en hún starfaði áður sem blaðamaður og lauk nýverið meistaraprófi í alþjóðasamskiptum. 

Húsið
Húsið

María Margrét leiðir blaðamann um íbúðina með Natalíu á arminum, sem brosir sínu blíðasta á meðan eldri dóttirin sýnir listir sínar á litlu trampolíni á stofugólfinu. Það er líf og fjör á heimilinu sem virðist vera viðeigandi í þessari litríku og skemmtilegu íbúð.

Trampólínið
Trampólínið

Lestrarhornið
Lestrarhornið

Íbúðin, sem er 115 fermetrar, er sérlega björt og falleg og það er greinilegt að þar búa miklir list- og bókaunnendur og fagurkerar. Málverk og listaverk setja mikinn svip á íbúðina og fallegur bókaskápur, sem prýðir heilan vegg, gefur stofunni fallegt yfirbragð. ­Gluggarnir­ eru stórir og fallegir og fallegir gipslistar eru í loftinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár