Misnotkunarhneyksli hefur skekið frönsku kirkjuna undanfarin misseri. Nú í mars síðastliðnum var Philippe Barbarin, erkibiskupinn í Lyon, fundinn sekur um að hafa hylmt yfir með barnaníði í kaþólsku kirkjunni – en presturinn Bernard Preynat þvældist lengi á milli sókna með hans vitund og misnotaði þar ítrekað barnunga pilta. Aðeins mánuði áður en að dómur féll var hins vegar frumsýnd mynd um atburðina á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hún vann Silfurbjörninn sem næstbesta myndin í aðalkeppninni og heitir Fyrir Guðs náð (Grâce à Dieu) og fjallar fyrst og fremst um fórnarlömb prestsins alræmda.
Ég settist niður með François Ozon, einum þekktasta leikstjóra Frakka, og Swann Arlaud, einum aðalleikaranna þriggja, stuttu eftir frumsýninguna og spurði þá út í myndina og málið sem var kveikjan að henni.

„Þetta er stórmál í Frakklandi, og raunar víðar,“ segir …
Athugasemdir