Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans

For­stjóri Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son, seg­ir RÚV hafa beitt „sið­laus­um vinnu­brögð­um“ með því að nafn­greina og mynd­birta starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­inga í Sam­herja­mál­inu. Sam­herji birti ekki að­eins mynd­ir af starfs­mön­um Seðla­bank­ans held­ur einnig kenni­töl­ur þeirra og heim­il­is­fang. Sam­herji kall­ar mynd­birt­ing­ar RÚV ,,hefndarað­gerð”.

Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans
Sýndi af sér sömu hegðun og hann kallar nú siðlausa Þorsteinn Már segir myndbirtingar RÚV af starfsfólki Samherja, sem hefur réttarstöðu sakborninga, siðlausar. Samherji birti á eigin vefsíðu myndir af starfsfólki Seðlabankans sem fyrirtækið kærði, auk kennitalna þeirra og heimilsföngum.

Útgerðarfyrirtækið Samherji birti myndir af fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands í frétt á vefsíðu sinni í mars á síðasta ári í frétt þar sem greint var frá því að Samherji hefði kært umrædda starfsmenn bankans til lögreglu.

Í morgun birtist bréf frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, á vefsíðu fyrirtækisins þar sem hann kallaði það „siðlaus vinnubrögð“ af hálfu Ríkisútvarpsins að birta myndir af sex núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja í frétt þar sem greint var frá því að þeir hefðu réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem væri til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Í bréfinu eru myndbirtingarnar sagðar vera ,,hefndaraðgerð" vegna gagnrýni Samherja á RÚV.

Í frétt Samherja þar sem starfsmenn Seðlabankans voru myndbirtir voru einnig birtar kennitölur þeirra og heimilisföng.

Í frétt Ríkisútvarpsins, sem flutt var í kvöldfréttatíma Sjónvarps í gær og birt á vefsíðu RÚV, var greint frá því að þau Þorsteinn Már, Ingvar Júlíusson, Arna Bryndís McClure, Aðalsteinn Helgason, Jóhannes Stefánsson og Egill Helgi Árnason hefður réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum tengdum útgerð félagsins í Namibíu. Þau fimm fyrst nefndu voru myndbirt í fréttinni.

Segir RÚV aldrei hafa lagst jafn lágt

Í bréfi Þorsteins Más segist hann telja „óhætt að fullyrða að Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt.“ Segir hann að í því samhengi veki athygli að enginn annar fjölmiðill hafi fetað „þessi niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum. Þorsteinn Már segir enn fremur að í umfjöllun um Seðlabankamálið á sínum tíma hafi iðulega verið birtar myndir af honum í fjölmiðlum en aldrei hafi verið talin ástæða til að draga aðra og „óþekkta starfsmenn Samherja“ fram í sviðsljósið. Nú kveði við annan tón hjá RÚV. Vinnubrögðin séu með ólíkindum enda birti fréttastofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem grunaðir séu um gróf ofbeldisbrot, „fyrr en þeir hafi hlotið dóm.“

Þorsteinn segir þá ennfremur að ljóst megi vera að myndbirting af þessu tagi sé þeim sem í hlut eiga, og fjölskyldum þeirra, mjög þungbær. „Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður.“

Seðlabankafólk hafði lítt verið í kastljósi fjölmiðla áður

Í frétt á vefsíðu Samherja sem birtist 30. apríl 2019 voru birtar myndir af fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands í frétt sem fjallaði um að Samherji hefði kært umrædda starfsmenn bankans til lögreglu vegna þáttar þeirra í rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrisreglum sem hófust með húsleit í höfuðstöðvum Samherja árið 2012 og sem leiddu til kæru á hendur fyrirtækinu vorið 2013. Því máli var vísað frá þar eð ekki var lagagrundvöllur fyrir ákærunni.

Starfsmennirnir fimm sem um ræðir eru Már Guðmundsson,  Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Rannveig Júníusdóttir og Sigríður Logadóttir. Már var seðlabankastjóri þegar kæra Samherja var lögð fram og hafði eðli málsins samkvæmt iðulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hið sama má segja um Arnór, sem hafði verið aðstoðar seðlabankastjóri. Ingibjörg, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, hafði hins vegar lítið verið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma þó það hafi breyst haustið 2019 þegar greint var frá námsstyrk sem Seðlabankinn hafði veitt henni. Rannveig, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, hafði heldur ekki verið umfjöllunarefni fjölmiðla svo neinu næmi og Sigríður, aðallögfræðingur bankans, ekki nema lítillega.

Ekki er nóg með að fimmmenningarnir hafi verið myndbirtir í frétt Samherja heldur var kæra fyrirtækisins á hendur þeim einnig birt í fréttinni. Þar komu fram, auk nafna, kennitölur og og heimilsföng starfsmannanna fimm sem Samherji kærði.

Ítrekað verið fjallað um þátt Samherjafólks í Namibíumálið

Hvað varðar fullyrðingu Þorsteins Más, um að núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja séu óþekktir og hafi aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður, stenst sá málflutningur ekki skoðun. Sé horft framhjá Þorsteini Má sjálfum og Jóhannesi Stefánssyni, sem steig fram og ljóstraði upp um mútugreiðslur Samherja í Namibíu, sem báðir hafa ítrekað verið nafngreindir og myndbirtir í fjölmiðlum, hafa hinir starfsmennirnir allir verið viðfangsefni fjölmiðla eftir að Stundin, Kveikur auk fleiri fjölmiðla upplýstu um meint brot í starfsemi Samherja í Namibíu, þau hin sömu og sexmenningarnir hafa nú réttarstöðu sakborninga í rannsókn á. Í umfjöllunum Stundarinnar og Kveiks eru þannig þau Ingvar og Arna Bryndís nafngreind, sem og Aðalsteinn, enda bentu gögn til að þau hefði átt hlut að fjölþættum brotum sem tengdus starfsemi Samherja í Namibíu. Hið sama á við um Egil, sem raunar var til umfjöllunar í Stundinni áður en ljóstrað var upp um brot Samherja í Namibíu.

Þá má nefna að alþekkt er að fjölmiðlar birti myndir af fólki sem hefur réttarstöðu grunaðra í sakamálum, sætir ákæru eða jafnvel hefur verið kært. Þannig birtu fjölmiðlar myndir af ellefu starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem Samherji kærði á dögunum til siðanefndar RÚV, fyrir færslur á þeirra eigin samfélagsmiðlum.  Fyrirtækið birti kæruna á eigin vefsíðu þar sem nöfn starfsmannanna voru tíunduð. Með því var ekki verið að fella dóma yfir umræddum starfsmönnum, eins og Þorsteinn Már heldur í bréfi sínu fram að Ríkisútvarpið hafi gert varðandi starfsmennina sex með því að birta af þeim myndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár