Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.

Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
Undrast um afdrif Samherjarannsóknar Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn í færeyska þinginu þar sem hann óskar svara við því hvað líði rannsókn lögreglu og skattayfirvalda í Færeyjum á Samherja og dótturfélagi þess í Færeyjum. Félagið var í ársbyrjun í fyrra staðið að því að hafa skráð sjómenn á fiskiskipum í Namibíu í áhöfn farskipa sem skráð voru í Færeyjum. Með því gat félagið fengið skattgreiðslur af launum sjómannanna endurgreiddar.

Formaður Þjóðveldisflokksins færeyska, Högni Hoydal, hefur lagt skriflega fyrirspurn fyrir Una Rasmussen, fjármálaráðherra Færeyja, þar sem hann óskar meðal annars eftir því að vita hvað líði rannsókn yfirvalda á því hvernig Samherji hafi í gegnum færeyskt dótturfélag sitt misnotað sér færeysku skipaskránna, og  fengið ríflega 340 milljónir íslenskra króna skattgreiðslur endurgreiddar án þess að hafa til þess rétt.

„Það er eitt og hálft ár síðan málið kom upp og skattayfirvöld hér lýstu því yfir að málinu hefði verið vísað til lögreglu en síðan hefur ekkert heyrst um málið,“ segir Högni í samtali við Stundina. Hann undrast mjög aðgerðar- og tíðindaleysi af málinu, enda snúist það um háar upphæðir og vekji spurningar um hvort allir sitji við sama borð þegar kemur að skattalagabrotum.

„Þegar málið komst upp brást fyrirtækið við með því að endurgreiða 17 milljónir færeyskra króna (innsk. blm. 340 milljónir íslenskra króna) og gekkst þar með við því að hafa brotið lögin. Í öllum öðrum tilfellum myndi það kalla á refsingu eða í það minnsta sekt. Það er grundvallaratriði að ekki sé tekið öðruvísi á brotum stórfyrirtækja en þegar almenningur á í hlut,“ segir formaður Þjóðveldisflokksins við Stundina.  

Högni vill sömuleiðis fá úr því skorið hverjir hafi verið sviknir um þessar skattgreiðslur og hvort færeysk skattayfirvöld hafi séð til þess að bæta þann skaða. En einnig hvaða refsingu Samherji hafi hlotið fyrir brot sín á færeyskum skattalögum og hvort fordæmi séu fyrir því að færeysk skattayfirvöld hafi ekki farið fram á refsingu eða sektir, þegar brot á skattalögum hafi verið staðfest og skattar endurgreiddir.

„Það er grundvallaratriði að ekki sé tekið öðruvísi á brotum stórfyrirtækja en þegar almenningur á í hlut“
Högni Hoydal
formaður Þjóðveldisflokksins færeyska.

Málið á rætur að rekja til uppljóstrunar í heimildarþætti færeyska Kringvarpsins sem unnin var í samvinnu við Kveik á RÚV og Wikileiks í byrjun mars 2021. Þar kom fram að Samherji hafði stundað það að skrá íslenska sjómenn sem voru við störf á fiskiskipum Samherja í Namibíu, í áhöfn færeysk skráðra farskipa í eigu Samherja. Með því að skrá mennina í áhöfn færeysku farskipanna, gat Samherji fengið skatta greidda af launum mannanna endurgreidda í Færeyjum. Skipaskráin færeyska bíður upp á slíka endurgreiðslu, sem lið í því að fá skipafyrirtæki víðs vegar um heim til að skrá skip sín í Færeyjum. 

„Mín fyrsta hugsun var: Hér er skítamál á ferðinni,“ sagði Eyðun Mørkøre, forstjóri færeyska Skattsins (TAKS), í viðtali við færeyska Kringvarpið, eftir að ljóstrað var upp um málið þar. Lýsti hann því jafnframt yfir að málið yrði kært til lögreglu. Samherji hafði brugðist við umfjölluninni með því að neita því að nokkur slík rannsókn væri í gangi og kvaðst hafa fengið staðfest frá yfirmanni færeyska Skattsins. Það varð til þess að Eyðun sá ástæðu til þess að ítreka það sérstaklega á sinni eigin Facebook-síðu að hann hefði þvert á móti ekki gefið Samherja neinar slíkar yfirlýsingar. 

Samherji greip til þess ráðs að endurgreiða þegar í stað andvirði 340 milljóna króna til færeyskra skattayfirvalda. TAKS greindi frá því stuttu síðar að hafa kært málið til lögreglu. Strax varð ljóst að þeir fjármunir höfðu í raun aldrei átt að renna í færeyskan ríkissjóð, enda höfðu skattgreiðslurnar aldrei átt að vera gefnar upp í Færeyjum. Megnið af þeim starfsmönnum Samherja sem skráðir voru ranglega í áhafnir farskipanna færeysku, höfðu því ýmist átt að gefa tekjur sínar upp til skatts á Íslandi eða í Namibíu, en gerði ekki. Af þeim sökum greiddi færeyski skatturinn bróðurpart þessara 340 milljóna króna til íslenskra skattayfirvalda, tæpar 300 milljónir króna, eftir því sem færeysk skattayfirvöld hafa greint frá.

Af rannsókn lögreglu í Færeyjum hefur þó lítið frést nú í á annað ár. Á meðan hefur það hins vegar gerst að Samherji hf lagði fram kröfu í skiptarétti í Færeyjum, þar sem þrotabú dótturfélagsins Tindhólms var tekið til skipta. Þar gerði Samherji 340 milljóna króna fjárkröfu í þetta þrotabú dótturfélags síns, að því er virðist til að endurheimta fjármunina sem endurgreiddir voru til skattayfirvalda í Færeyjum. Í búi Tindhólms var hins vegar ekki nema brotabrot af þeirri fjárhæð, eða um 20 milljónir íslenskra króna. Þó þrotabú Tindhólms hafi samþykkt kröfu Samherja í búið fæst því lítið sem ekkert upp í kröfuna. 

Högni Hoydal, formaður og þingmaður Þjóðveldisflokksins, segir það lykilatriði í sínum huga að fá á hreint hvort málið muni ekki hafa aðrar afleiðingar en þær að endurgreiðslan sem sögð var ólöglega fengin, verði endurgreidd af Samherja.

„Samherji er og hefur verið umsvifamikið í útgerð hér á Eyjunum og það er ekki eðlilegt að það hafi ekki neinar afleiðingar fari slík fyrirtæki á svig við lög í rekstri sínum hér,“ segir Högni í samtali við Stundina. Fjármálaráðherrann færeyski hefur til 28. september til að svara fyrirspurn Högna.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Kannski rétt að spyrja íslenska skattinn um hvort endurgreiðslan sé fullnægjandi endapunktur málsins af þeirra hálfu... eins og sektin sem DNB fékk var notuð til að svæfa þann anga málsins ? Kæmi ekki á óvart þó málið hafi horfið í Ginnungargap rannsóknar sérstaks á þessum málum öllum ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár