„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Í dag snýst þetta um Julian Assange, á morgun snýst það um okkur öll, sagði Kristinn Hrafnsson við blaðamann á torgi í London í kjölfar úrskurðar breskra dómara þegar Julian Assange fékk því framgengt að áfrýja framsalsbeiðni Bandaríkjanna.

Stjórnvöld þar ytra fá þrjár vikur til að sanna að Julian fái að vísa til tjáningarfrelsisins við réttarhöldin og verði hvorki mismunað við þau né við afplánun. Tryggja þarf að hann verði hvorki dæmdur á grundvelli þjóðernis síns eða dæmdur til dauða.

Þetta var 26. mars síðastliðinn.

Ákæran í Bandaríkjunum byggir á fornri njósnalöggjöf og er sautjánföld; hans gæti beðið allt að 175 ára fangelsi. Julian er fyrsti blaðamaðurinn sem ákærður er á grundvelli löggjafarinnar en þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann verið í fimm ár í His Majesty's Prison Belmarsh, helsta öryggisfangelsi Breta; eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Þann 19. júní árið 2012 leitaði hann þangað …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Læt þessa slóð fylgja

    https://www.democracynow.org/2022/8/18/assange_attorneys_and_journalists_sue_the
    0
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þessa góðu grein. Ég vona innilega að Bretarnir framselji hann ekki. Demókratarnir muna enn ósigur Hillary Clinton. Það voru of margir kjósendur flokksins með óbragð í munni, en sennilega þurfti ekki uppljóstranirnar til til að Trump væri kosinn... því miður þarf kraftaverk til að koma í veg fyrir að Trump nái nú endurkjöri.... því miður, og þá mun sannarlega reyna á lýðræðið og tjáningarfrelsið í Bandaríkjunum.
    0
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Afar góð grein og vel unnin, greinargóð samantekt á hræðilegum mannréttindabrotum gagnvart þessum manni. Maður fyllist hálfgerðu vonleysi að sjá hversu mikil völd fólk hefur fólk sem jafnframt er andlega ófært um að höndla þau.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Lög=vald=peningar. Dómstólar hafa engar skyldur við réttlæti bara við þessa heilögu þrenningu. Enda ber maður enga virðingu fyrir dómstólum, því réttlætið á ekki heima þar.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár