Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?

Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í 9,25 prósent í ágúst í fyrra. Þeir höfðu þá ekki verið svo háir síðan síðla árs 2009, eða í næstum 14 ár. Verði þeir ekki lækkaðir á morgun, þegar peningastefnunefnd bankans tilkynnir um vaxtaákvörðun sína, þá munu þeir hafa haldist í þeim hæðum í heilt ár, enda næstu vaxtaákvörðunardagur ekki fyrr en 21. ágúst næstkomandi. 

Flestir greiningaraðilar eru ekki vongóðir um vaxtalækkun, og spá því að vextirnir verði áfram óbreyttir. Sú breyting hefur orðið á peningastefnunefndinni frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi að eina „dúfan“ í henni, en það heiti er notað yfir þá sem vilja beita mildari meðölum til að takast á við efnahagslegar aðstæður, er nú horfinn til annarra starfa. Það var Gunnar Jakobsson, einn varaseðlabankastjóra bankans, en hann hefur talað reglulega fyrir því að að lækka vexti síðustu mánuði. Í hans stað hefur tímabundið sest Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur og varaseðlabankastjóri í Seðlabankanum. 

Tveir …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Tökum upp evru og segjum seðlabankastjóra upp ?
    Þurfum hann ekki lengur !
    0
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Þess má einnig geta að fjöldi öryrkja er með óverðtryggð fastteignalán með tímabundið föstum vöxtum sem losna á næstu mánuðum. Þá munu afborganir þeirra af lánum tvöfaldast eða meira vegna hækkana á stýrivöxtum. Þessi hópur er í einstaklega slæmri stöðu því að þau geta ekki aukið tekjur sínar vegna skerðinga frá fyrstu krónu. Ef þau taka að sér hlutastarf eða verkefni til að auka tekjur sínar hirða skerðingar ríkisins 65 aura af hverri krónu til baka af framfærslu þeirra og oft meira en það. Þeirra á meðal er fjöldi einhleypra foreldra á sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyrir. Það er undarlegt en það er engu líkara en að stjórnvöld hafi engan áhuga á að grípa inn í þessa vá. Það eru ranghugmyndir og fordómar rikjandi í samfélaginu um fatlað fólk. Staðreyndin er sú að aðeins um 3% fatlaðs fólks hefur verið fatlað frá fæðingu og um 1 % fatlaðs fólks fæðist með þroskaskerðingu. Um 97% fatlaðs fólks fatlast síðar á ævinni m.a. vegna slysa, stríðsátaka, sjúkdóma, áfalla, eða of mikils vinnuálags. Sá hópur samanstendur af fólki með allskonar menntun, háskólamenntun, tæknimenntun eða enga menntun. Það á að baki allskonar starfsreynslu, eiga börn, eru með allskonar skuldbindingar svo sem óverðtryggð eða verðtryggð fasteignalán Allir geta fatlast. Slys gera ekki boð á undan sér. Enginn veit að morgni dags hvernig dagurinn endar. Ein af rikjandi ranghugmyndum í samfélaginu er að allir í þessum hóp sé eins og 1% hópurinn, það er með þroskaskerðingu. Það er öðru nær. Svipað hlutfall þeirra sem eru með fasteignalán í þessum hópi eru með óverðtryggð lán og á almennum markaði á meðal ófatlaðs fólks.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Spítalinn er fræðilega fjárhagslega vel staddur en því miður eru sjúklingarnir allir dauðir. Hagfræðilega aðferðafræðin hjá Seðlo
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár