Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Aðstoðarvarðstjóri tjáir sig um „dópistalýð“ í Laugardal

Aðstoðarvarðstjóri tjáir sig um „dópistalýð“ í Laugardal

Mikið vona ég að allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum“
Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má auðvitað skrifa það sem hann vill á facebook... og vonandi hættir hann því ekkert. Það getur nefnilega verið upplýsandi að sjá með hvaða hætti fólk tjáir sig. 
Mbl skrifaði líka frétt um einn íbúa sem var mjög fúll yfir hávaða frá Secret Solstice. 
Lögreglan þefaði upp u.m.b. þrjátíu fíkniefnamál á hátíðinn. Ég geri ráð fyrir því að stór hluti af því hafi verið neysluskammtar. Ekkert af þessu fólki sem lögreglan hafði afskipti af var að leggja líf og limi annarra gesta eða almennings í hverfinu í hættu svo vitað sé.

Á Bíladögum komu fjögur hundruð mál inn á borð lögreglu. Flest af þeim tengdust víst umferðarlagabrotum og kvörtunum íbúa á Akureyri, sem mér sýnist almennt ekkert vera sérlega ánægðir með þennan árlega viðburð. 
Ég finn samt enga frétt um fúlan íbúa á Akureyri á mbl.

 

“Dópistalýður„ aðalvarðstjórans á auðvitað að fara að lögum. Á meðan fíkniefnalöggjöfin er þannig að það þyki í lagi að elta uppi fólk með neysluskammta í vasanum, þá ber lögreglu að fylgja þeim lögum. Svo má alltaf spyrja sig að því hvað embættið notar mikið af mannafla sínum og tíma í að eltast við þannig mál. Síðan má líka spyrja sig að því hvort embættið og-eða einstakir starfsmenn þess gæti því að fylgja þeim reglum sem gilda um friðhelgi einkalífsins og hvenær er í lagi að pikka fólk út og framkvæma líkamsleit.
Ég er ekki viss um að ég myndi treysta aðstoðarvarðstjóranum sem tjáir sig svona frjálslega á facebook til þess að fara eftir þeim reglum. 

En á Bíladögum komu fjögurhundruð mál inn á borð lögreglu. Fjögur-hundruð mál
Það er heill hellingur. 
Flest tengdust málin umferðarlagabrotum. Líklega hafa menn verið að gefa tryllitækjunum sínum vel inn og ferðast of hratt um göturnar. 
Sömu götur og hinn almenni borgari notar. Á sama tíma. 

Hvernig ætli samanburður um öryggi almennings kæmi út ef þessi helgi og þessir tveir viðburðir yrðu skoðaðir í því samhengi?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni