Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Áttu pening?

Áttu pening?

Á meðan við bíðum eftir því að hæstvirt ráðherranefnd ákveði hvað við höfum pláss fyrir marga Sýrlendinga í landi allsnægtanna þá er ýmislegt sem við getum gert. Hjálparsamtök eins og Unicef og Rauði krossinn taka á móti aðstoða alla daga allan daginn. 

En svo eru líka Íslendingar í sjálfboðastarfi á nokkrum stöðum þar sem neyðin er hvað mest eins og í Ungverjalandi og á Grikklandi. 
Þessir sjálfboðaliðar koma nauðsynjum beint til sinna skjólstæðinga, án milliliða og deila þeim eftir því sem hjartað segir þeim að neyðin sé mest þann daginn. 

Anna Dalmay er sjálfboðaliði að störfum í Ungverjalandi. Hún hefur opnað reikning fyrir frjáls framlög og mun sjá um að deila þeim á milli þeirra Íslendinga sem eru í sömu erindagjörðum hingað og þangað í heiminum. 
Marg smátt... og allt það. 

Reikningsnúmerið er; 0325 13 110137
Kennitala; 070792 3899


Hér er svo linkurinn á facebooksíðuna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu