Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Af hverju svíkur þú mig Björk!?

Af hverju svíkur þú mig Björk!?

Ég er forfallinn aðdáandi tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Ég get gengið að vísu lagi með henni við hverri einustu tilfinningu sem góð tónlist lagar, bætir, ýkir og mýkir
Ég ligg á stofugólfinu og hlusta með öllum líkamanum á Bachellorette. Ef mig langar að fá horn og hala hlusta ég á Debut og Post.  Ég hef þrifið íbúðina mína dansandi um á naríunum við undirleik Bjarkar og Vulnicura kallar fram mjúka Heiðu, sem sumir sem þekkja mig hafa ekki einu sinni hitt. 
Tónlist Bjarkar fær veröldina mína til að tikka betur. 

Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég rifja upp móment í Laugardalshöllinni á Homogenic tónleikum Bjarkar.

Dóttir mín gaf mér í afmælisgjöf tónleikaferð á Björk í Hörpu í nóvember. 
Mig hefur hlakkað til á hverjum degi að deila nýrri Bjarkar-tónlistarminningu með dóttur minni í Hörpu.  Ég sá fyrir mér að þetta yrði enn ein minningin sem við ættum saman og gætum yljað okkur við þegar ég væri komin með prjónadót í ruggustól. 
Ég hef hlustað á Vulnicura og reynt að finna út hvar gæsahúðamómentin munu koma á tónleikum. 
Ég hef hlustað á Vulnicura og þakkað Björk í hljóði...og stundum upphátt, fyrir að koma heim og halda tónleika. Sem mér hefur stundum fundist eins og þessir tónleikar væru bara fyrir mig

Nú er búið að blása þá af og mér líður eins og uppáhalds listamaðurinn minn hafi svikið mig. Persónulega. 

Nú bíð ég bara eftir því að hún hætti við að hætta við.
Það hlýtur að gerast?
Í góðum heimi myndi það gerast. Ég hinkra bara. 
 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni