Blogg

Vinsamlega drepist ekki hér

Þann 16. mars, það er á fimmtudaginn var, greindi Heiða Vigdís Sigfúsdóttir frá því í Stundinni að Abdolhamid Rahmani, maður frá Afganistan, væri á átjánda degi hungurverkfalls, sem hann hóf 27. febrúar, þegar honum barst tilkynning um brottvísun frá Íslandi. Hann sótti um vernd á landinu á síðasta ári en Útlendingastofnun neitar að taka umsókn hans til skoðunar. Ísland getur neitað að fara yfir umsókn fólks um vernd ef það hefur komið við í öðru Evrópulandi á leið til Íslands. Eins og margoft hefur komið fram er þetta aðeins heimild, landinu er ekki skylt að hunsa umsóknir undir þeim kringumstæðum. En Útlendingastofnun, sem annast þessi mál fyrir okkar hönd, velur þann kost þegar hann gefst.

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að „öryggisgæsla“ kringum Rahmani hafi orðið strangari eftir að hann hóf hungurverkfallið – í þeirri merkingu að gestum er haldið frá honum: vinum, blaðamönnum og öðrum er neitað að heimsækja hann. Maðurinn er ekki fangi á landinu, hefur ekki verið fundinn sekur um afbrot. Þessi einangrun er skýrt mannréttindabrot. Ef heimild er fyrir henni í íslenskum lögum fela lögin í sér mannréttindabrot.

Þrátt fyrir allt barst okkur staða mannsins til eyrna. En nú í dag flytur Paul Fontaine þá frétt á vef Grapevine að Rahmani hafi verið handtekinn, færður í bíl og honum verði brottvísað á morgun. Brottvísað í merkingunni: færður í flugvél, með lögreglufylgd, til Grikklands. Ekkert gefur tilefni til að ætla að hann hafi lokið hungurverkfallinu. Hvort sem það hefur staðið frá 27. febrúar, eða í tvær vikur eins og Grapevine segir nú, má ætla að maðurinn sé aðframkominn. Þá felur brottvísunin í sér einföld tilmæli um að drepast vinsamlegast úti.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli

Fréttir

„Gera ráð fyrir að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um tæpa 5,2 milljarða“

Pistill

Um frelsishetjur og fórnarlömb

Pistill

Það hættulega við sósíalíska stjórnmálamenn

Pistill

Klasaklúður í kjaramálum kennara

Blogg

Takmarkalaus ósvífni United Silicon

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli

Fréttir

„Gera ráð fyrir að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um tæpa 5,2 milljarða“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Pistill

Eitraðir ísbirnir hröktu nasista Hitlers brott; nú er Pútin mættur