Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Þögnin í útvarpinu

Þögnin í útvarpinu

Dýpsta pólitíska átakalínan á Íslandi snýst nú um hvort við gerum ráð fyrir að lifa við tungumál eða ekki: hvort við viljum að athafnir okkar standist stefnumót við orðin, okkar eigin og annarra, eða hvort við viljum þjösnast áfram þegjandi og án þess að á okkur sé yrt. Samfélag eða barbarí. Píratar hafa mikið fylgi, ekki síst vegna þess að fulltrúar þeirra sýna í verki að þeim er umhugað um að orðin séu með í för, að þau hafi merkingu, að veruleikinn sé mátaður við þau, samfélagslegt ígildi geðrofs sé ekki valkostur til lengri tíma.

Þá festir Ríkisútvarpið gagnstæða stefnu, hefðbundna bilun okkar, í siðareglur. Í kyrrþey.

Galið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu