Pressa
Pressa #8

Pressa 8. þátt­ur

Sjónum er beint að stöðu íbúa í Grindavík í Pressu og rætt við Grindvíkinga og björgunarsveitarmann sem var að störfum í bænum. Í síðari hluta ræðum við borgarmálin við nýjan borgarstjóra í Reykjavík.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan

Staðan í Grindavík verður í brennidepli í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Grindvíkingurinn Pálmi Ingólfsson verður til viðtals en hann á eitt af fyrstu húsunum sem úrskuðuð hafa verið ónýt með öllu eftir jarðhræringar og eldgos í og við Grindavík á síðustu mánuðum. Viðtal við hann birtist einnig í Heimildinni í dag. 

Þegar fjölmiðlum var hleypt inn í Grindavík í byrjun vikunnar fylgdi þeim björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson, sem þá hafði staðið vaktina lengi. Við spilum viðtal sem tekið var við Harald rétt við hrauntunguna í bænum. 

Auk þeirra verður rætt við Bryndísi Gunnlaugsdóttur, íbúa í Grindavík og fyrrverandi bæjarfulltrúa, sem fékk standandni lófatak á íbúafundi sem haldinn var með ráðamönnum og íbúum í vikunni, þegar hún lýsti því sem vonbrigðum að hafa ekki misst hús sitt undir hraun þegar gaus innan bæjarmarkanna á sunnudag. Ef svo hefði verið hefði hún verið „skorin úr snörunni“ og haft frelsi til að hefja líf á nýjum stað. 

Í síðari hluta Pressu sest Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, við umræðuborðið og fer yfir stöðuna í borgarmálunum. Samið var um það við myndun núverandi meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, að Einar tæki við borgarstjórastólnum þegar átján mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. Enn er sami meirihluti og málefnasamningur í gildi, þó nýr maður sitji á skrifstofu borgarstjóra. 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Á hraða snigilsins
    Eitt og annað · 05:55

    Á hraða snigils­ins

    Fimm ráð til að rífa sig upp af rassinum
    Sif #14 · 05:39

    Fimm ráð til að rífa sig upp af rass­in­um

    For Evigt
    Paradísarheimt #12 · 32:56

    For Evigt

    Að tala um veðrið og hlæja að tengdamæðrum
    Þjóðhættir #50 · 39:50

    Að tala um veðr­ið og hlæja að tengda­mæðr­um