Samherjaskjölin

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

„Ég skulda þér ekki nein svör um eitt eða neitt,“ segir Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi Samherja, aðspurður um mútugreiðslur fyrirtækisins í Namibíu.
„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
Kristján Vilhelmsson Annar aðaleigandi Samherja vill ekki svara spurningum um mútugreiðslurnar.  Mynd: Örlygur Hnefill / Flickr
ingi@stundin.is

Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi Samherja og útgerðarstjóri félagsins á Íslandi, neitar að svara spurningum Stundarinnar um mútugreiðslur fyrirtækisins til spilltra embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu.

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu sögðu af sér vegna málsins í dag; sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau, sem átti fund með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, á búgarði sínum í Namibíu, tryggði fyrirtækinu ódýran hestamakrílkvóta við strendur Namibíu og er sagður hafa þegið greiðslur fyrir. Í tálbeituaðgerð Al Jazeera samþykkir hann að útvega erlendum aðilum ódýran kvóta gegn greiðslu og býður fram aðstoð við að komast undan skattgreiðslum í Namibíu. Hinn ráðherrann sem tilkynnti afsögn sína var dómsmálaráðherrann, Sacky Shangala, sem þáði mútugreiðslur frá Samherja.  

„Ég ætla ekki að svara þér“

Blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, náði í Kristján í síma, miðvikudaginn 30. október og spurði: Vissir þú af því að Samherji væri að greiða stjórnmálamönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í landinu? Kristján vildi ekki svara spurningunni: „Ingi, ég ætla ekki að svara þér einu eða neinu, hvorki um þetta mál né um neitt annað.“

Blaðamaður: „Af hverju ekki?“

Kristján: „Ég hef bara engan áhuga á því.“

Blaðamaður: „Af hverju ekki?“

Kristján: „Ég skulda þér ekki nein svör um eitt eða neitt. Þannig að, það er bara málið.“

Blaðamaður: „En ég hlýt að mega að spyrja þig?“

Kristján: „Já, já, ég og ég hlýt líka að mega svara.“

Blaðamaður: „En vilt þú ekki svara þessari spurningu?“

Kristján: „Ég er búinn að svara þér“

Blaðamaður: „En ef einhver annar hringir í þig muntu þá frekar svara spurningunni?

Kristján: „Ég ætla ekki að svara þér einu eða neinu Ingi Vilhjálmsson, ég er búinn að segja þér það.“

Blaðamaður: „En einhverjum öðrum, ef þú vilt ekki ræða við mig?“

Kristján: „Ég er búinn að svara þér að ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Blaðamaður: „Jæja, ok. Segjum það.“

Kristján lagði svo á og símtalinu lauk.

Skelltu skuldinni á  uppljóstrarann

Kristján hefur ekki enn svarað fyrir málið, ekki frekar en aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins. 

Í aðdraganda umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem skuldinni var skellt á fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson. Jóhannes steig fram í gær og lýsti vafasömum viðskiptaháttum Samherja í Namibíu á meðan hann starfaði fyrir fyrirtækið. Sjálfur stýrði Jóhannes aldrei bankareikningum Samherja á Kýpur, en í gegnum þá var hálfur milljarður króna greiddur í mútur. Mútugreiðslur Samherja héldu áfram og jukust eftir að hann lét síðan af störfum. 

Sjávarútvegsráðherra Íslands, Kristján Þór Júlíusson, hefur bent á að í svona málum beri aldrei einn maður ábyrgð, heldur verði fyrirtækið að svara fyrir framgöngu sína. Héraðssaksóknari hefur tekið skýrslu af Jóhannesi og mun vinna að málinu í samstarfi við yfirvöld í Namibíu, auk þess sem skattrannsóknarstjóra hafa borist gögn frá namibískum yfirvöldum. 

Eigendur Samherja greiddu sér 1.220 milljóna arð í fyrra, vegna rekstrarársins 2017, en hagnaðurinn af rekstrinum var 14,4 milljarðar króna. Sama ár fékk Kristján persónulega 660 milljónir í fjármagnstekjur. 

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Samherjaskjölin

Sexmenningarnir sem ákærðir eru í Namibíu vegna upplýsinga úr Samherjaskjölunum verða í gæsluvarðhaldi fram í febrúar. Mótmæli brutust út við dómshúsið og sjómenn sem misst hafa vinnuna sungu lög.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Samherjaskjölin

Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti og sagnfræðingur, ræddi Afríkuveiðar Íslendinga, meðal annars Samherja, og setti þær í sögulegt samhengi í viðtali við DV árið 2012. Hann benti á tvískinnunginn í því að Íslendingar væru nú orðnir úthafsveiðiþjóð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ