Samherjaskjölin

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

„Ég skulda þér ekki nein svör um eitt eða neitt,“ segir Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi Samherja, aðspurður um mútugreiðslur fyrirtækisins í Namibíu.
„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
Kristján Vilhelmsson Annar aðaleigandi Samherja vill ekki svara spurningum um mútugreiðslurnar.  Mynd: Örlygur Hnefill / Flickr
ingi@stundin.is

Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi Samherja og útgerðarstjóri félagsins á Íslandi, neitar að svara spurningum Stundarinnar um mútugreiðslur fyrirtækisins til spilltra embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu.

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu sögðu af sér vegna málsins í dag; sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau, sem átti fund með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, á búgarði sínum í Namibíu, tryggði fyrirtækinu ódýran hestamakrílkvóta við strendur Namibíu og er sagður hafa þegið greiðslur fyrir. Í tálbeituaðgerð Al Jazeera samþykkir hann að útvega erlendum aðilum ódýran kvóta gegn greiðslu og býður fram aðstoð við að komast undan skattgreiðslum í Namibíu. Hinn ráðherrann sem tilkynnti afsögn sína var dómsmálaráðherrann, Sacky Shangala, sem þáði mútugreiðslur frá Samherja.  

„Ég ætla ekki að svara þér“

Blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, náði í Kristján í síma, miðvikudaginn 30. október og spurði: Vissir þú af því að Samherji væri að greiða stjórnmálamönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í landinu? Kristján vildi ekki svara spurningunni: „Ingi, ég ætla ekki að svara þér einu eða neinu, hvorki um þetta mál né um neitt annað.“

Blaðamaður: „Af hverju ekki?“

Kristján: „Ég hef bara engan áhuga á því.“

Blaðamaður: „Af hverju ekki?“

Kristján: „Ég skulda þér ekki nein svör um eitt eða neitt. Þannig að, það er bara málið.“

Blaðamaður: „En ég hlýt að mega að spyrja þig?“

Kristján: „Já, já, ég og ég hlýt líka að mega svara.“

Blaðamaður: „En vilt þú ekki svara þessari spurningu?“

Kristján: „Ég er búinn að svara þér“

Blaðamaður: „En ef einhver annar hringir í þig muntu þá frekar svara spurningunni?

Kristján: „Ég ætla ekki að svara þér einu eða neinu Ingi Vilhjálmsson, ég er búinn að segja þér það.“

Blaðamaður: „En einhverjum öðrum, ef þú vilt ekki ræða við mig?“

Kristján: „Ég er búinn að svara þér að ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Blaðamaður: „Jæja, ok. Segjum það.“

Kristján lagði svo á og símtalinu lauk.

Skelltu skuldinni á  uppljóstrarann

Kristján hefur ekki enn svarað fyrir málið, ekki frekar en aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins. 

Í aðdraganda umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem skuldinni var skellt á fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson. Jóhannes steig fram í gær og lýsti vafasömum viðskiptaháttum Samherja í Namibíu á meðan hann starfaði fyrir fyrirtækið. Sjálfur stýrði Jóhannes aldrei bankareikningum Samherja á Kýpur, en í gegnum þá var hálfur milljarður króna greiddur í mútur. Mútugreiðslur Samherja héldu áfram og jukust eftir að hann lét síðan af störfum. 

Sjávarútvegsráðherra Íslands, Kristján Þór Júlíusson, hefur bent á að í svona málum beri aldrei einn maður ábyrgð, heldur verði fyrirtækið að svara fyrir framgöngu sína. Héraðssaksóknari hefur tekið skýrslu af Jóhannesi og mun vinna að málinu í samstarfi við yfirvöld í Namibíu, auk þess sem skattrannsóknarstjóra hafa borist gögn frá namibískum yfirvöldum. 

Eigendur Samherja greiddu sér 1.220 milljóna arð í fyrra, vegna rekstrarársins 2017, en hagnaðurinn af rekstrinum var 14,4 milljarðar króna. Sama ár fékk Kristján persónulega 660 milljónir í fjármagnstekjur. 

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur í gegnum tíðina ekki viljað skilgreina samband sitt og Þorsteins Más Baldvinssonar sem samband vina. Hæfi hans til að taka ákvarðanir sem með einum eða öðrum hætti snerta Samherja kunna að byggjast á þessari skilgreiningu.

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Samherjaskjölin

Yfirlýsingar ríkissaksóknarans í Namibíu, Oliva Martha Iwalva, um Samherjamálið í Namibíu segja allt aðra sögu en yfirlýsingar starfandi forstjóra Samherja. Björgólfs Jóhannssonar. Saksóknarinn lýsti meintum brotum namibísku ráðamannanna sex sem sitja í gæsluvarðhaldi og þátttöku Samherja í þeim fyrir dómi.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Samherjaskjölin

Samherji heldur áfram að gagnrýna fjölmiðla sem fjallað hafa um Namibíumálið. Björgólfur Jóhannsson ýjar að því að samsæri eigi sér stað gegn Samherja sem snúist um að valda félaginu skaða. Forstjórinn segir að lyktir málsins verði líkega þau sömu og í Seðlabankamálinu þrátt fyrir að sex einstaklingar hafi nú þegar verið ákærðir í Namibíu.

Sannleikur og vitneskja Björgólfs um Samherjamálið

Sannleikur og vitneskja Björgólfs um Samherjamálið

Samherjaskjölin

Margs konar rangfærslur koma fram í máli Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, um Samherjamálið í Namibíu í viðtali sem hann veitti norska blaðinu Dagens Næringsliv um miðjan desember. Stundin fór yfir viðtalið við Björgólf og kannaði sanngildi staðhæfinga hans.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni