Samherjaskjölin

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Á Íslandi hefur aldrei reynt á lagaákvæðið sem gerir mútugreiðslur í öðrum löndum refsiverðar. Forsvarsmaður stofnunar í Svíþjóð sem berst gegn spillingu segir það ábyrgðarhluta að flytja ekki út spillingu.
Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa
Natali Phálen Forstöðumaður stonfunarinnar Institutet mot mutor í Svíþjóð. 
ingi@stundin.is

Á Íslandi hefur aldrei reynt á þau ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að mútugreiðslum íslenskra aðila í öðrum löndum. Lagaákvæðið um mútugreiðslur í öðrum löndum kom inn í íslensk hegningarlög fyrir sex árum síðan, árið 2013.Mögulegt er að reyna muni á þessi þessi ákvæði nú þegar fyrir liggur að Samherji stundaði mútugreiðslur í Namibíu til að komast yfir hestamakrílskvóta líkt og fram eins og fram kemur í umfjöllunum  sem unnar eru í samstarfi Stundarinnar, Wikileaks, Kveiks og Al Jazeera. 

 Afar sjaldgæft er að möguleg tilfelli um mútur, hvað þá mútur í öðrum löndum, komi upp í íslensku samfélagi. Eitt þekktasta tilfellið um dóm um mútubrot er þegar Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var dæmdur fyrir mútuþægni árið 2002. Einn maður var dæmdur fyrir að bera á hann 650 þúsund krónur fyrir að samþykkja viðhaldsreikning fyrir Þjóðleikhúsið upp á 3 milljónir króna. Árni var þarna formaður bygginganefndar leikhússins. 

Slíkt tilfelli hefur hins vegar komið upp nú, í rekstri Samherja í Namibíu í suðurhluta Afríku, og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvað íslenskar eftirlits- og rannsóknarstofnanir munu aðhafast í málinu. Heimildir Stundarinnar herma að ákæruvaldið á Íslandi hafi fengið upplýsingar um Samherjamálið í Namibíu á síðustu mánuðum. Ef eitthvað verður úr málinu í meðförum héraðssaksóknara, og ef ákært verður í því, verður það í fyrsta skipti í íslenskri réttarsögu sem slíkt mál um mútur í öðrum löndum fer fyrir dóm hér á landi.

Þrjú þekkt mútumál

Í einu af nágrannalöndum Íslands, Svíþjóð, hefur hins vegar reynt á löggjöf um mútugreiðslur í öðrum löndum, bæði á fyrri löggjöf sem var í gildi til ársins 2012 og eins á þá löggjöf sem tók gildi 2012 og líkist þeirri íslensku. Þrjú þekkt mál hafa verið rædd mikið í fjölmiðlum og verið tekin fyrir í sænskum dómstólum þar sem þessi spurning um mútur í öðrum löndum liggur undir. Þetta eru Bombardier-málið, Sweco-málið og Telia-málið. 

Bombardier-málið snýst um meintar mörg hundruð milljóna króna mútugreiðslur til ríkisstarfsmanna í Aserbaídsjan út af framkvæmdum við járnbraut í landinu. Rússi á fertugsaldri sem starfaði hjá fyrirtækinu Bombardier í Stokkhólmi, sem vann að járnbrautarverkefninu, var ákærður fyrir mútubrot í málinu en var sýknaður í október 2017.  Ríkisstarfsmaðurinn á að hafa veitt tveimur starfsmönnum Sweco upplýsingar um samkeppnisaðila þeirra í útboði um járnbrautarverkefnið gegn greiðslu. Málinu var hins vegar áfrýjað og bíður þess að vera tekið fyrir aftur í dómstól í Svíþjóð. 

Sweco-málið snýst um það að tveir starfsmenn tæknifyrirtækisins Sweco voru dæmdir í 9 mánaða fangelsi árið 2015 fyrir að múta embættismanni í Úkraínu með 70 þúsund sænskum krónum, ríflega 800 þúsund íslenskum krónum, árið 2012. Í staðinn fékk Sweco aðgang að upplýsingum um samkeppnisaðila Sweco um verkefni á vegum ríkisins í Úkraínu. Þegar dómurinn féll í málinu sagði saksóknarinn að um væri að ræða „sögulegan áfanga“ í sænskri réttarsögu þar sem aldrei áður hafði fallið dómur þar sem dæmt var fyrir mútubrot í öðru landi. Athygli vekur að upphæðirnar í málinu voru ekki háar, innan við milljón íslenskar krónur, og eru upphæðirnar í Samherjamálinu miklu, miklu hærri eða á annan milljarð króna.

Í Telia-málinu voru þrír starfsmenn sænska fjarskiptafyrirtækisins Telia ákærðir fyrir mútur vegna gruns um að þeir hafi greitt 3 milljarða sænskra króna í mútur til Gulnöru Karimovu, dóttur einræðisherrans í Úsbekistan, Islams Karimovs, á árunum 2007 til 2010 svo Telia gæti farið inn á farsímamarkaðinn í landinu með stuðningi þarlendra stjórnvalda. Mennirnir þrír voru sýknaðir af ákærunni fyrr á árinu en málinu hefur nú verið áfrýjað til millidómsstigs í Svíþjóð.

 „Lönd þar sem tiltölulega lítið er um spillingu, til að mynda Ísland og Svíþjóð, bera þunga ábyrgð að tryggja að þau flytji ekki út spillingu.“

Skyldan að flytja ekki út spillingu 

Stundin leitaði til Natali Phálen, sem er framkvæmdastjóri stofnunarinnar Institutet mot mutor í Svíþjóð, eftir mati hennar á sænskri löggjöf um mútur sem íslensku lögin spegla að stóru leyti. Stofnuninni er stýrt af viðskiptaráði Stokkhólms og fleiri aðilum í viðskiptalífinu sem og af sveitarfélögum. Fjölmiðlar í Svíþjóð leita oft til Natali og stofnunarinnar til að fá svör við og mat á spurningum sem snerta spillingu og mútur.

Blaðamaður: Hvaða lög og reglur gilda í Svíþjóð um greiðslu á mútum í öðru landi? Til dæmis ef sænskt fyrirtæki greiðir mútur til ráðherra í öðru ríki til að fá fasteignaverkefni, eins og að byggja íþróttahús eða eitthvað slíkt? Getur forstjórinn, eða sá sem hefur prókúru fyrir fyrirtækið, verið ákærður í Svíþjóð?

Phálen: „Í Svíþjóð gilda sænsku hegningarlögin en samkvæmt þeim er það glæpur að veita eða þiggja mútur, stunda viðskipti með áhrif eða að fjármagna mútubrot. Þær aðstæður sem þú ert að lýsa heyra undir sænsk lög um mútubrot (að því gefnu að það sé einnig brot að greiða mútur í viðkomandi landi, það er sem sagt gerð krafa um tvöfalda refsingu). Sá sem ber ábyrgðina á endanum getur sætt ákæru í Svíþjóð.“

Blaðamaður:  Eru einhver dæmi um slík mútubrot á milli landa í Svíþjóð? 

Phálen: „Já, það eru til nokkrir dómar sem snúast um mútubrot erlendis. Telia er þekktasta dæmið. Annað dæmi eru viðskipti Bambardier í Azerbaídsjan og svo voru starfsmenn Sweco dæmdir fyrir mútur út af viðskiptum í Úkraínu. 

Blaðamaður: Hvaða munur er gerður á mútum í Svíþjóð og mútum í öðrum löndum í sænskum hegningarlögum? 

Phálen: „Í lögunum er enginn greinarmunur gerður. “

Blaðamaður: Hvað finnst þér almennt um slík brot, mútubrot í öðrum löndum? Af hverju eru lönd eins og Svíþjóð og Ísland búin að festa það í lög að slík brot séu mögulega refsiverð? Er ekki nóg að vera með löggjöf um mútubrot heima fyrir?  

„Spilling er ein stærsta hindrunin fyrir framþróun landa víða um heim og spillingin er alvarleg á mörgum stöðum“

Phálen: „Lönd þar sem tiltölulega lítið er um spillingu, til að mynda Ísland og Svíþjóð, bera þunga ábyrgð að tryggja að þau flytji ekki út spillingu. Spilling er ein stærsta hindrunin fyrir framþróun landa víða um heim og spillingin er alvarleg á mörgum stöðum. Spilling er útbreidd alþjóðlega og það hefur gengið erfiðlega að ráða niðurlögum hennar. Það er einnig í alþjóðaviðskiptum sem hættan á spillingu er sem mest fyrir til dæmis sænsk fyrirtæki. Af þessum sökum er mikilvægt að löggjöfin segi skýrt og klárt að mútur séu aldei í lagi, hvorki heima fyrir né alþjóðlega. Svíþjóð og Ísland eru einnig skyldug til að berjast gegn spillingu í öðrum löndum þar sem bæði löndin eru aðilar að sáttmála OECD sem kveður á að um þau eigi að berjast gegn þessu meini.“ 

Blaðamaður:  Af hverju gekk ekki að sýna fram á sekt þremenninganna í Telia-málinu? Þú sagðir í viðtali að lögin væru gömul og léleg. Hvað meintir þú með því? 

Phálen: „Til grundvallar í Telia-málinu voru eldri lög um mútur (núverandi löggjöf tók gildi árið 2012). Samkvæmt eldri lögunum er það forsenda fyrir mútubroti að sá sem þiggur múturnar sé starfsmaður eða í formlegri stöðu til að hafa áhrif á mál. Í Telia-málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að dóttir forsetans hafi ekki verið ráðin í tiltekna stöðu né komið með formlegum hætti að ákvarðanatökunni þar sem hún hafi ekki verið í neinu starfi í fjarskiptaþjónustu. Þess vegna var ekki hægt að múta henni samkvæmt eldri lögunum.

Í lögunum fyrir árið 2012 vantaði eitt ákvæði sem nú er búið að lögfesta: viðskipti með áhrif, áhrifakaup. Samkvæmt því ákvæði er það lögbrot að greiða mútur til einstaklings sem getur haft áhrif á ákvarðanatöku einhvers sem stýrir stofnun eða opinberum aðila. Ég hef leitt að því rök að í Telia-málinu væri hægt að skilgreina brotið með þessum hætti en það er erfitt að fullyrða um það.

Því ber að bæta við að búið er að áfrýja Telia-málinu og telur saksóknarinn að ekki sé hægt að túlka lögin með eins þröngum hætti og dómstóllinn gerði. Hvernig það mál fer á eftir að koma í ljós. Að mínu mati er það stórt vandamál að lagasetning um mútur sé skilgreind svo formlega að lögin nái ekki utan um veruleikann í mjög spilltum löndum þar sem múturnar eru einmitt oft greiddar í gegnum manneskjur sem ekki gegna formlegum störfum í landinu en sem kannski eru einmitt þeir sem fara með völdin.“

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, heldur því fram að ekki sé hægt að segja að Samherji hafi greitt mútur af því enginn starfsmaður fyrirtækisins hafi verið ákærður og dæmdur fyrir þetta. Sænskur mútusérfræðingur, Natali Phálen, segir að oft sé það þannig í mútumálum fyrirtækja að enginn sé dæmdur fyrir múturnar en að þær teljist þó sannaðar.

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Samherjaskjölin

Norski bankinn DNB hefur sagt upp viðskiptasambandi sínu við ùtgerðarfélagið Samherja. Samherji hafði verið viðskiptavinur bankans frá árinu 2008.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Samherjaskjölin

Mikil umræða hefur verið í Noregi um að efnahagsbrotadeildin Ökokrim geti ekki sinnt eftirlits- og rannsóknarhlutverki sínu. Deildin hefur Samherjamálið til rannsókna út af mögulegu peningaþvætti í gegnum DNB. Svipuð gagnrýni hefur verið uppi á Íslandi.

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra telur sig hafa verið hæfan til að koma að undirbúningi og leggja fram lagafrumvarp um kvótasetningu á makríl í fyrra. Segir frumvarpið almenns en sértæks eðlis og að hæfisreglur stjórnsýslulaga nái ekki til lagafrumvarpa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“