
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja, og fyrrverandi eiginkona hans, Helga S. Guðmundsdóttir, fengu samtals 1,3 milljarða króna greidda inn á reikninga sína hjá norska bankanum DNB NOR í kjölfar bankahrunsins á Íslandi árið 2008. Millifærslurnar voru alls 14 talsins og komu peningarnir frá útgerð Samherja á Kanaríeyjum, Kötlu Seafood.
Umfjöllunin er hluti af samstarfsverkefni Stundarinnar, Wikileaks, Kveiks og Al Jazeera um Samherjaskjölin.
Millifærslurnar áttu sér stað eftir að reglur um gjaldeyrismál voru settar á Íslandi í kjölfar hrunsins en þessar reglur kváðu á um skilaskyldu á gjaldeyri til Íslands hjá einstaklingum sem búsettir voru hér á landi. Reglurnar fólu í sér að Íslendingar með lögheimili á Íslandi áttu að skila þeim gjaldeyri sem þeir fengu til Íslands, sama hvar svo sem millifærslurnar áttu sér stað. Ef fólk gerði þetta ekki þá fól það í sér brot á skilaskyldunni.
„Fjársýsla ríkisins hefur þegar endurgreitt álagðar sektir auk vaxta ...
Athugasemdir