Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fortíð og framtíð ISIS

Abu Bak­ar al Bag­hda­di, leið­togi og stofn­andi ein­hverra hrotta­leg­ustu hryðju­verka­sam­taka heims, er sagð­ur hafa end­að daga sína skríð­andi á hnján­um í jarð­göng­um með gelt­andi hunda á hæl­un­um. Það var Banda­ríkja­her sem elti hann uppi á landa­mær­um Sýr­lands og Tyrk­lands en kald­hæðni þess er sú að það var að­eins vegna þeirra eig­in mistaka á sín­um tíma sem Bag­hda­di átti mögu­leika á að mynda sam­tök­in sem við þekkj­um sem IS­IS. Hvað ger­ist nú, þeg­ar hann er fall­inn?

Fortíð og framtíð ISIS
Foringinn fallinn Abu Bakar al Baghdadi gekk mjög langt í að þróa kerfi sem átti að koma í veg fyrir að hægt væri að ráða hann afdögum, svo langt meira að segja að eiginkona hans vissi ekki að hann væri leiðtogi ISIS fyrr en hún þekkti rödd hans í útvarpinu. Mynd: b'-\x00'

Eiginlegt upphaf samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki má rekja til Bucca-fangabúðanna sem Bandaríkjamenn ráku í Írak eftir innrásina 2003. Þar voru andspyrnumenn úr öllum áttum lokaðir inni á bak við girðingar en fengu nánast óheftan aðgang að hver öðrum. Þeirra á meðal var maðurinn sem í dag gengur undir nafninu Abu Bakar al Baghdadi, en hann var á þeim tíma óþekktur klerkur.

Lykillinn að árangri hans var að sameina þær tvær ólíku fylkingar sem höfðu myndast í fangabúðunum. Annars vegar var um að ræða hóp sem hafði verið hluti af stjórnarher Saddams Hussein og kunni skil á hernaði, skipulagi og síðast en ekki síst gat brúkað skriðdreka og önnur flókin stríðstól. Þeir voru þarna í haldi vegna þess að Bandaríkjastjórn ákvað að leysa upp allan íraska herinn eftir innrásina og gera fyrrum hershöfðingja að óvinum sínum, með þeim afleiðingum að þeir gengu til liðs við andspyrnuhreyfingar í stórum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu