Á sex ára tímabili frá mars 2013 til apríl á þessu ári var 317 börnum vísað frá Íslandi, þar af 75 á þessu ári. Þau höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og mörg þeirra áttu að baki langt og strangt ferðalag. Sum voru að flýja stríðsátök í heimalöndum sínum, öll komu hingað í leit að betra og öruggara lífi.
317 börn. Við vitum ekki hver þau eru, hvað þau heita, hvað þau eru gömul eða hvað þau voru búin að ganga í gegnum áður en þau komu til Íslands. Sum voru án fylgdar, flest þó með öðru eða báðum foreldrum. Sum eru fædd í stríðshrjáðum löndum. Við vitum ekki hvar þau eru núna. Það á við um langflest börn sem hefur verið synjað um vernd á Íslandi. Almenningur fær í fæstum tilfellum fréttir af afdrifum barnanna og stjórnvöld fylgjast ekki með eins og var staðfest í svari Þórdísar ...
Athugasemdir