Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ömurleg örlög fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi

Leo var átján mán­aða gam­all þeg­ar ís­lensk stjórn­völd vís­uðu fjöl­skyldu hans úr landi. Móð­ir hans bar barn und­ir belti og fædd­ist Leona syst­ir hans í flótta­manna­búð­um í Þýskalandi, líkt og Leo. Þýsk stjórn­völd hafa nú ákveð­ið að senda for­eldr­ana aft­ur til síns heima, en fað­ir barn­anna kem­ur frá Ír­ak og móð­ir þeirra frá Ír­an. Af ótta við að lenda aft­ur í því sama og hér á Ís­landi, fyr­ir­vara­laus­um brott­flutn­ingi í fylgd lög­reglu, lagði fjöl­skyld­an aft­ur á flótta og var í fel­um í frönsk­um skógi, en nú virð­ist að­skiln­að­ur óumflýj­an­leg­ur.

Á flótta í fimm ár Shawboo og Nasr flúðu fyrir ástina en grunaði ekki að þau yrðu á flótta um meginland Evrópu, með tvö lítil börn, í fimm ár. Þau spyrja hvort fólk haldi virkilega að þau hefðu lagt þetta á sig og börnin ef þau væru óhult í heimalandinu. Þegar þeim var vísað frá Íslandi var Shawboo ekki aðeins barnshafandi heldur illa haldin af áfallastreitu og með alvarlegt þunglynd.

Á sex ára tímabili frá mars 2013 til apríl á þessu ári var 317 börnum vísað frá Íslandi, þar af 75 á þessu ári.  Þau höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og mörg þeirra áttu að baki langt og strangt ferðalag. Sum voru að flýja stríðsátök í heimalöndum sínum, öll komu hingað í leit að betra og öruggara lífi.
 
317 börn. Við vitum ekki hver þau eru, hvað þau heita, hvað þau eru gömul eða hvað þau voru búin að ganga í gegnum áður en þau komu til Íslands. Sum voru án fylgdar, flest þó með öðru eða báðum foreldrum. Sum eru fædd í stríðshrjáðum löndum. Við vitum ekki hvar þau eru núna. Það á við um langflest börn sem hefur verið synjað um vernd á Íslandi. Almenningur fær í fæstum tilfellum fréttir af afdrifum barnanna og stjórnvöld fylgjast ekki með eins og var staðfest í svari Þórdísar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu