Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna

Telja þing­menn hafa orð­ið fyr­ir „fólsku­bragði“ póli­tískra and­stæð­inga.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna
Miðflokkurinn Mosfellsbæ Mynd: Miðflokkurinn Mosfellsbæ / Facebook

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ halda því fram á Facebook að Bára Halldórsdóttir hafi verið „látin hlera pólitíska andstæðinga“ á Klaustri bar og að ónefndir aðilar hafi falið henni verkið vegna veikrar félagslegrar stöðu hennar. „Þetta svipar til þess þegar fjárglæframenn létu róna skrifa uppá víxla og seldu svo,“ segir í athugasemd sem Facebook-síðan Miðflokkurinn Mosfellsbæ birtir og hefur vakið talsverða athygli. 

Nýlega komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi sekta Báru vegna upptökunnar af samræðum þingmanna Miðflokksins. Var litið sérstaklega til þess að rannsókn Persónuverndar leiddi ekki í ljós neinn „samverknað“, þ.e. samsæri á borð við það sem Miðflokksmenn og lögmaður þeirra höfðu sett fram kenningar um. Engu að síður virðast Miðflokksmenn enn standa í þeirri trú að Bára hafi verið handbendi afla sem lagt hafi á ráðin um að „hlera pólitíska andstæðinga“. 

Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir orðræðu Miðflokksmanna harðlega. „Þetta eru bara hreinir órar og dylgjur sem fulltrúar Miðflokksins bera engu að síður fram eins og staðreyndir. Í þessu tilfelli eru þessar dylgjur settar í það samhengi að Bára sé bara einhver leiksoppur, í svipaðri stöðu og róni. Svo þykist Miðflokkurinn hafa einhvern áhuga á að berjast fyrir öryrkja,“ skrifar hann. 

„Öryrkjar glíma við margar áskoranir en skortur á frjálsum vilja og getu til að hafa áhrif á stjórnmál er ekki ein þeirra. Þarna er í raun verið að afskrifa öryrkja sem lögmæta þátttakendur í samfélaginu. Það er kannski það sem Miðflokksmönnum svíður mest, að geta ekki horfst í augu við að þeir voru 'nappaðir' af svona 'aumingja' og verða því að búa sér það til að það hljóti að hafa verið önnur öfl að baki. Það segir bara meira um þeirra fordóma og sjálfsupphafningu en um nokkuð annað.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár