Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný á Alþingi og lét þingmenn heyra það

„Það sem ég kalla hins veg­ar eft­ir er að við tök­um ábyrgð á embætt­is­gjörð­um okk­ar,“ sagði Sig­ríð­ur María Eg­ils­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, í fyrstu ræðu sinni á Al­þingi.

Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, nýtti jómfrúarræðu sína í ákall til Alþingis um ábyrgð og traust.

„Í nágrannalöndum okkar segja ráðherrar af sér þegar þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það, eða því þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið þarlendis.“

Svo hljóðar í jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, en hún sat sinn fyrsta þingfund 24. september síðastliðinn.

Í ræðunni setur hún sérstaka áherslu á traust. Almenningur hefur lítið traust til Alþingis og er mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúar taki ábyrgð á embættisgjörðum sínum, hvort sem það sé með afsögn eða einfaldlega með því að játa mistök sín. 

Alþingismenn hafi fundið sér íslenska þýðingu á orðinu ábyrgð, þeir snúi frekar baki í vindinn og bíði eftir að hann lægir. „En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum.“ 

Ábyrðgarleysi alþingismanna gæti orðið til þess að almenningur missi ekki bara traust á þeim, heldur einnig á reglunum sjálfum sem alþingismenn setja. 

Hún lauk ræðu sinni með ákalli til Alþingis, ef þingmenn vilja endurreisa traust fólks á Alþingi, þá verður fólk að taka öðruvísi á málunum.

Lesa má ræðu Sigríðar hér að neðan í heild sinni.

Virðulegi forseti. Ég sat minn fyrsta þingfund í gær og það er ljóst hvað er hv. þingmönnum ofarlega í huga þessa dagana, traust eða öllu heldur skortur á því. Það er kannski ekki að undra. Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki. Í nágrannalöndum okkar segja ráðherrar af sér af því að þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið þarlendis.

Hér á landi virðast hins vegar þjóðkjörnir fulltrúar geta keyrt því sem nemur 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, haldið þjóðhátíðarfundi sem fara 100% fram úr kostnaðaráætlun, orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni.

„Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form.“

Það sem ég kalla hins vegar eftir er að við tökum ábyrgð á embættisgjörðum okkar. Sú ábyrgð getur tekið sér mörg form, hvort sem það er með afsögn eða með því að játa mistök og sýna iðrun. Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér.

Ef við viljum virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdarvaldinu þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár