Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Þjóðarréttur fyrir Hæstarétt

Ind­versk mat­ar­gerð er þekkt víða um heim og heiti margra rétta frá fjöl­menn­asta ríki heims læt­ur kunn­ug­lega í eyr­um. Ef hægt er að tala um ind­versk­an þjóð­ar­rétt verð­ur rauð­gul­ur og bragð­mild­ur rétt­ur oft fyr­ir val­inu. Nú er deilt um hver eigi heið­ur­inn af þess­um rétti.

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari stóð efnahagur Breta ótraustum fótum. Meðal þess sem bresk stjórnvöld gripu til í sparnaðarskyni var að sleppa taki  á ýmsum nýlendum sínum og veita þeim sjálfstæði. Árið 1947 var ákveðið að kljúfa upp landsvæði sem nefnt var British India og til yrðu annars vegar Pakistan og hins vegar Indland. Pakistan yrði land múslima og Indland land hindúa.

Til að annast skiptingu og ákveða landamæri ríkjanna fengu bresk stjórnvöld lögfræðing, Cyril Radcliffe að nafni. Radcliffe hafði aldrei til Indlands komið og að eigin sögn aldrei austar en til Parísar. Honum var vandi á höndum og sagði sjálfur að hvernig svo sem skiptingin yrði myndi hún valda misklíð. Radcliffe kom til Indlands 8. júlí 1947 og fékk einungis fimm vikur til að ákveða landamærin, sem síðar voru kölluð Radcliffe línan. Ástæða þess að tíminn var svo knappur var að ákveðið hafði verið að 15. ágúst þetta sama ár færu Bretar með allt sitt frá Indlandi og þá yrði skiptingin að liggja fyrir og jafnframt að þann dag yrði lýst yfir sjálfstæði landanna tveggja, Indlands og Pakistan.

Ótti Radcliffes við misklíð reyndist ekki ástæðulaus og talið er að um það bil tvær milljónir hafi látist í átökum um landsvæði og nauðungarflutninga.

Flýðu til Delí

Í umrótinu árið 1947 ákváðu tveir kunningjar, sem báðir hétu Kundan að fornafni, og bjuggu í Peshawar í norðurhluta Pakistan, að flýja til Indlands. Þeir fóru 800 kílómetra leið til Delí. Þeir voru báðir hindúar og höfðu fengist við veitingarekstur í Peshawar. Eftir flutninginn til Delí opnuðu þeir veitingastað, sem þeir skírðu Moti Mahal.

Þeir félagar lögðu áherslu á rétti sem þekktir voru á Peshawar-svæðinu en lítt þekktir í Delí og nágrenni. Þar á meðal hina svonefndu tandoori rétti, kjúkling sem steiktur var í leirofni. Reksturinn gekk frá upphafi vel og meðal fastagesta  var Jawaharlal Nehru, fyrsti forsætisráðherra Indlands. Hann hafði sérstakt dálæti á einum rétti sem í boði var á veitingastaðnum.

Þessi réttur, sem varð brátt eins konar einkennisréttur staðarins, hét Murgh Maghani, betur þekktur undir nafninu Butter Chicken.

Allir vildu Lilju kveðið hafa

Setningin hér að ofan vísar til Lilju Eysteins Ásgrímssonar, eins merkasta helgikvæðis sem ort hefur verið á íslensku. Merkingin er auðskilin, ef eitthvað lukkast vel vilja fleiri en einn gjarnan eigna sér heiðurinn. Þannig er það með hinn þekkta og vinsæla rétt Murgh Maghani, Butter Chicken.

Þótt þeim félögum, Kundan Lal Gujral (1902–1997) og Kundan Lal Jaggi (1924–2018), hafi samið vel gekk afkomendunum ekki jafn vel að finna taktinn og leiðir skildu að lokum. Og þá gerðist það að báðir vildu eigna sér heiðurinn af kjúklingaréttinum vinsæla.

Lal Gujral-útgáfan

Fjölskylda Kundan Lal Gujral hélt upphaflegu nafni veitingastaðarins, Moti Mahal. Eftir erfiðleika í lok síðustu aldar neyddist Lal Gujral-fjölskyldan til að selja fyrirtækið en stofnaði síðan annað fyrirtæki undir sama nafni, nema nú hafði orðið delux bæst við.

Nú rekur fjölskyldan vel á þriðja tug veitingastaða á Indlandi og auk þess útibú í Bandaríkjunum og Bretlandi. Monish Gujral, barnabarn stofnandans, útskýrði tilurð Murgh Maghani fyrir blaðamanni: afa hugkvæmdist, löngu áður en hann flutti til Delí, að steikja kjúkling í tandoori leirofni, sem áður var eingöngu notaður til að baka naanbrauð og parathibrauð. Það að steikja kjúklinginn í tandoori leirofninum gaf honum milt kolabragð. Afi átti ekki kæliskáp svo að kjúklingur sem ekki seldist þornaði og tapaði bragðinu. Afi fékk þá hugmynd að „endurlífga“ kjúklinginn í sósu sem samanstóð af tómatsósu og smjöri. „Þannig varð Murgh Maghani, Butter Chicken, til,“ sagði Monish Gujral.

Dæmigerð sósa á þessum tíma var brún, steiktur laukur, nellika, engifer, hvítlaukur og kardemomma. „Afa fannst þessi sósa of sterk og þess vegna endaði hann með þessa mildu kremkenndu tómatsósu. Það er þessi samsetning sem hefur gert Murgh Maghani að þekktasta rétti Indlands.“

Lal Jaggi-útgáfan

Barnabörn Kundan Lal Jaggi reka í dag 6 veitingastaði undir nafninu Daryaganj. Fyrirtækið var stofnað árið 2018. Á Daryaganj er boðið upp á leyniuppskriftir afa frá 1947, einkum og sér í lagi Murgh Mahani. Að sögn Raghav Jaggi, eins barnabarnanna, í viðtali við dagblaðið New York Times varð kjúklingarétturinn vinsæli til í algjörri neyð. „Einhverju sinni var ekkert til heima hjá afa og ömmu í Peshawar annað en smá afgangur af tandoori kjúklingi. Afa datt þá í hug að setja afganginn af kjúklingnum í heimalagaða tómatsósu, sem hann bætti svo smjöri út í. Þar með var til orðinn þessi sósa sem síðar varð svo fræg,“ sagði Raghav Jaggi.

Málið í höndum Hæstaréttar Indlands

Þegar eigendur Daryaganj auglýstu að þar væri boðið upp á kjúkling sem eldaður væri eftir hinni upprunalegu Murgh Maghani-uppskrift var eigendum Moti Mahal nóg boðið. Þeir ákváðu að stefna Daryaganj og krefjast þess að eigendum yrði bannað að auglýsa að þeirra uppskrift væri hin upprunalega. Auk þess krefjast eigendur Moti Mahal bóta sem jafngilda um það 32 milljónum íslenskra króna.

Málið hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim og Monish Gujral, fulltrúi stefnenda, sagðist í viðtali við danska dagblaðið Politiken að undanförnu hafa farið í um það bil þúsund viðtöl vegna málsins. „þetta er spurning um heiður, viðurkenningu, pláss í sagnfræðiritum og auðvitað peninga,“ sagði  Monish Gujral.
Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið til meðferðar í Hæstarétti Indlands en dómskjölin fylla 2.752 blaðsíður.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár