Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Dóttir Grýlu fylgir hjartanu

Ný barna­bók eft­ir leik- og söng­kon­una og skáld­ið Ólöfu Sverr­is­dótt­ur fjall­ar um Sólu sem neit­ar því að hrekkja börn fyr­ir jól­in. „Þrátt fyr­ir að all­ir í kring­um mann geri eitt­hvað, þá á mað­ur að fylgja sínu hjarta,“ seg­ir höf­und­ur.

Dóttir Grýlu fylgir hjartanu
Sóla og stjörnurnar Bókin Sóla og stjörnurnar fjallar um dóttur Grýlu sem neitar því að hrekkja börnin líkt og bræður hennar, jólasveinarnir, gera. Mynd: Ólöf Sverrisdóttir

Leikkonan, skáldið og söngkonan Ólöf Sverrisdóttir gaf nýlega út aðra barnabók sína, Sóla og stjörnurnar. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Sóla og sólin, sem kom út árið 2014 og er ætluð börnum á aldrinum þriggja til átta ára. 

Ólöf SverrisdóttirMeð fyrstu bókina um Sólu en seinni bókin, Sóla og stjörnurnar, er komin út.

Þegar Heimildin náði tali af Ólöfu var hún stödd fyrir utan prentsmiðjuna að sækja fleiri eintök af bókinni. „Ég lét ekki prenta alveg nóg.“

Ólöf vann sem sögukona í sögubílnum hjá Bókasafninu áður en sú starfsemi var lögð niður á síðasta ári. „Ég var alltaf þessi karakter, Sóla sögukona, að segja sögur í bílnum. Bjó til fullt af sögum í kringum hana og á þær enn þá. Þetta er ein af sögunum sem ég sagði í bílnum.“

Boðskapurinn

Sagan fjallar um Sólu, dóttur Grýlu, sem vill ekki hlýða því sem mamma hennar segir henni að gera. Hana langar ekki að hrekkja börn fyrir jólin, eins og jólasveinarnir, bræður hennar, gera.

„Sólu langar ekki til að hrekkja þó að mamma hennar segi að hún eigi að hrekkja börnin,“ útskýrir Ólöf, sem segir boðskapinn felast í því að fylgja eigin sannfæringu. „Þótt allir í kringum mann geri eitthvað, þá á maður að fylgja sínu hjarta. Svo fær hún stjörnur í hjartað í lokin á bókinni.“

„Þótt allir í kringum mann geri eitthvað, þá á maður að fylgja sínu hjarta. Svo fær hún stjörnur í hjartað í lokin á bókinni“
Ólöf Sverrisdóttir

Ólöf segir söguna vera jólasögu, en líka ótengda jólunum að vissu leyti. „Hún kom til af því að það voru stjörnur á himninum í bílnum og börnin fengu alltaf eina stjörnu í hjartað áður en við byrjuðum að segja sögur. Þessi saga varð til í framhaldinu af því.“ 

Myndir af SóluHlíf Una Bárudóttir teiknaði myndir bókarinnar.

Það tók Ólöfu ekki langan tíma að setja söguna saman. „Hún er búin að vera í tölvunni hjá mér lengi. Svo fór ég aðeins að laga hana, snurfusa og fékk líka yfirlestur.“

Fólk hefur hrósað bókinni fyrir að vera falleg með góðan boðskap. Ólöf tekur fram að myndirnar, teiknaðar af Hlíf Unu Bárudóttur, geri mikið fyrir bókina. „Þær gera náttúrlega þessa sögu að bók, annars væri þetta lítil saga.“

Hægt er að kaupa eintök af bókinni í gegnum Karolina Fund-síðu Ólafar eða með því að hafa beint samband við hana. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
9
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár