Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hraðar sérhvern dag

Sófa­kartafl­an rýn­ir í jútjúbrás­ir þar sem dragdrottn­ing­arn­ar Trix­ie Mattel og Katyu Za­molodchi­kova glápa á Net­flixserí­ur og segja gest­um og gang­andi á in­ter­net­inu hvað þeim finnst um þætt­ina.

Hraðar sérhvern dag
I like to watch Jútjúbstjörnurnar og dragdrottningarnar Trixie Mattel og Katya Zamolodchikova glápa saman á Netflixseríur og segja gestum og gangandi á internetinu hvað þeim finnst um þættina.

Fylgist með þegar miðaldra móðir í Litla Stokkhólmi (Laugarneshverfinu) étur ofan í sig orð sín. Sagan hefst á því að kona á fimmtugsaldri stendur yfir afkvæmi sínu á grunnskólaaldri og býsnast yfir því að krakkinn neiti að horfa á almennilegt sjónvarpsefni. Þess í stað velur barnið jútjúbera á fertugsaldri spila tölvuleiki, garga hver á annan og fleygja peningum.

„Þessi er ekki fertugur og býr ekki í kjallaranum heima hjá öldruðum foreldrum sínum,“ segir barnið og móðirin skammast sín fyrir að hafa viðrað dómhörku sína upphátt en furðar sig jafnframt á því að tuðið hafi skilað sér. Hún rýnir í skjáinn þegar afkvæmið sýnir fordómafullu móður sinni myndband þar sem einn gargaranna gerir góðverk.

„Er þetta raunverulega góðverk ef þú þarft að sýna öllum heiminum þegar þú fremur góðverkið? Ertu ekki bara að nýta þér neyð annarra til að fóðra botnlausu skepnuna jútjúbrásina?“ hugsar vonda móðirin en þegir þunnu hljóði og reynir að brosa. Einkennilegi talandi jútjúbstjarnanna, öskrin og óbeisluð neysluhyggjan eru út af fyrir sig nóg til að gera þolinmóðasta fólk önugt en burtséð frá þeim löstum þá langar konuna í Laugarnesinu aðallega að vita svarið við spurningunni: Af hverju getur þetta lið ekki gert skemmtilegra efni? Þau virðast eiga nóg af peningum og ekki skortir þau lausan tíma.

„Er þetta raunverulega góðverk ef þú þarft að sýna öllum heiminum þegar þú fremur góðverkið?“

En hraðspólum aðeins því nokkrum mánuðum síðar er þessi sama tuðandi kona, sem eyðileggur skjátíma barnsins síns með leiðindum, kolfallin fyrir jútjúbrás. I like to watch með dragdrottningunum Trixie Mattel og Katyu Zamolodchikova. Í þáttunum glápa þær stöllur á Netflixseríur og segja gestum og gangandi á internetinu hvað þeim finnst um þættina. Þau sem heima sitja fylgjast með þeim hlæja, fá aulahroll og segja endalausa brandara á meðan þær tæta í gegnum sjónvarpsefnið. Þær horfa á nánast hvað sem er og eftir þáttinn fær áhorfandinn á tilfinninguna að hann hafi horft á heila þáttaröð án þess að eyða mörgum klukkustundum í glápið. Til dæmis sparaði ákveðin leiðinleg móðir sér að horfa á hryllingsseríuna Brand New Cherry Flavor sem hún hefði bókað horft á eingöngu vegna aðdáunar á leikkonunni Catherine Keener. Konan óð bara í gegnum þetta á sjömílnaskóm með nýju gargandi jútjúb-vinkonum sínum. Trixie og Katya eru einstaklega fyndnar og skemmtilegar en það vissu RuPaul’s Dragrace aðdáendur auðvitað fyrir fram.

Þegar best lætur er tilfinningin við að horfa á I like to watch, sú sama og þegar þessi miðaldra var unglingur og eyddi heilu dögunum með vinum sínum í að glápa á spólur sem þau leigðu í Hólagarði eða flatmöguðu heima hjá þeim sem voru svo heppin að vera með gervihnattadisk og gátu horft á sjónvarp allan sólarhringinn. Heimur versnandi fer, hvað með börnin og allt það. Í gegnum aldirnar hefur fólk, sem nær að slíta barnsskónum, röflað yfir ungdómnum og því sem hann tekur sér fyrir hendur. Frú Litli Stokkhólmur hefur séð að sér og boðar breytta tíma. Nú þarf fólk bara að hætta að hanga í fortíðinni. Wall-E framtíðin á Idiocracy sterum er runnin upp! Niður með nöldur, upp með þrívíddarprentuðu sýndarveruleikagleraugun. Fleiri jútjúbrásir! Meira fjör!

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
7
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
9
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
10
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu