Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lýsir ósýnileika þunglyndis: Brosandi og hrósandi með sjálfsvígshugsanir

„Myrkr­ið var orð­ið svo þétt og mér fannst ég vera svo mik­il byrði með vesen og hafa vald­ið svo mikl­um von­brigð­um að eina rök­rétta leið­in væri að kveðja,“ seg­ir Olga Björt Þórð­ar­dótt­ir, rit­stjóri Hafn­firð­ings, sem lýs­ir reynslu sinni af þung­lyndi.

Lýsir ósýnileika þunglyndis: Brosandi og hrósandi með sjálfsvígshugsanir

Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Hafnfirðings, lýsir því í áhrifaríkri færslu á Facebook hversu ósýnilegt þunglyndi getur verið jafnvel þótt það leggist þungt á viðkomandi. „Ósýnileiki þessa sjúkdóms lýsti sér til dæmis þannig hjá mér þannig að sömu daga og ég var í rusli var ég hrósandi fólki á messenger, brosandi með myndavélina á viðburðum og að reyna að selja auglýsingar í blaðið mitt.“

Sjálf var hún komin á þann stað að hún óttaðist um líf sitt, þegar hún fékk loks hjálp frá vinkonu sinni og sálfræðingi við að gefa lífinu annan séns. „Myrkrið var orðið svo þétt og mér fannst ég vera svo mikil byrði með vesen og hafa valdið svo miklum vonbrigðum að eina rökrétta leiðin væri að kveðja,“ segir hún. 

„Þegar ég lít til baka sé ég hversu ógnvænlega ósýnilegur sjúkdómur þunglyndi getur verið. Meira að segja mín nánustu spottuðu það ekki frekar en ég og ég hef í raun ekki viljað ræða þennan dag við þau, þótt ég viti að þau elska mig og vilja mér vel. Það er of sárt. Það fylgir því nefnilega ofan á allt skömm að hafa „látið sér“ detta slíkt dómgreindarleysi í hug. Dagana og vikurnar á undan hafði ég líka bætt eigið Norðurlandamet í sjálfsniðurrifi sem algengt er meðal þunglyndra.“

Á Íslandi þjást 12 til 15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Orsaka er að leita í flóknu samspili arfgengra áhættuþátta, áfalla og viðvarandi álags sem móta viðbrögð einstaklingsins gegn streitu og áföllum og auka líkur á sjúklegu þunglyndi. Síðastliðin áratug hafa sjálfsvíg að meðaltali verið 39 á ári, samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. En það er hægt að fá hjálp, eins og Olga bendir á, en hún vísar meðal annars á Píeta-samtökin sem veita fyrstu hjálp fyrir fólk í sjálfsvígshættu. 

Nú er rúmt ár síðan hún fékk viðeigandi aðstoð og það er erfitt að hugsa til baka og til þess hversu hætt hún var komin, þegar tímamótin runnu upp var hún komin með kvíðahnút og öran hjartslátt. Í dag er lífið hins vegar mun betra en áður, hún er komin á rétt lyf, líður betur og hefur lært mjög mikið um mannlegt eðli, áhrif andlegs ofbeldis, meðvirkni og þolendaskömmunar. „Ég ætla að nýta þessa þekkingu áfram í störfum mínum og verkefnum og vona að ég geti komið að gagni. Ég ætla líka að halda áfram að sýna dætrum mínum fram á að það er hægt að rísa upp (enn og aftur) eins og Fönix og brjálast úr hamingju. Þannig er lífið.“

Færslu Olgu má lesa hér að neðan:

Þann 20. september 2020 fékk ég ómetanlega hjálp frá vinkonu og sálfræðingi við að gefa lífinu annan séns, þegar myrkrið var orðið svo þétt og mér fannst ég vera svo mikil byrði með vesen og hafa valdið svo miklum vonbrigðum að eina rökrétta leiðin væri að kveðja.

Þegar ég lít til baka sé ég hversu ógnvænlega ósýnilegur sjúkdómur þunglyndi getur verið. Meira að segja mín nánustu spottuðu það ekki frekar en ég og ég hef í raun ekki viljað ræða þennan dag við þau, þótt ég viti að þau elska mig og vilja mér vel. Það er of sárt. Það fylgir því nefnilega ofan á allt skömm að hafa „látið sér“ detta slíkt dómgreindarleysi í hug. Dagana og vikurnar á undan hafði ég líka bætt eigið Norðurlandamet í sjálfsniðurrifi sem algengt er meðal þunglyndra. 

Ósýnileiki þessa sjúkdóms lýsti sér t.d. hjá mér þannig að sömu daga og ég var í rusli var ég hrósandi fólki á messenger, brosandi með myndavélina á viðburðum og að reyna að selja auglýsingar í blaðið mitt. Blaðið sem var umbrotið daginn eftir, 21. september, með hjálp sobril og elsku umbrotsmannsins sem gaf mér rými til að eiga skrýtinn dag.

Þann sama dag fékk ég tölvupóst um að ráðið hefði verið í stöðu sem ég sótti um; sérfræðing hjá embætti forseta Íslands. Ég samgladdist svo innilega konunni sem fékk starfið (já, þunglyndir geta átt auðvelt með að samgleðjast) því ég þekki hana, að ég svaraði póstinum með hamingjuóskum til skrifstofu embættisins um að þarna hefðu þau valið hæfustu manneskjuna. Beint frá hjartanu.

22. september dreifði ég blaðinu mínu um bæinn og á þeim rúnti fékk ég óvænt skilaboð frá sjálfum forsetanum (núna vini mínum) þar sem hann sagðist hafa séð tölvupóstinn til embættisins og þakkaði mér fyrir stórmennskuna, því hún væri ekki öllum fær og óskaði mér síðan alls góðs. Ég horgrenjaði af þakklæti í klukkutíma á bílastæði Fjarðarkaupa. Ég bið elsku Guðna að fyrirgefa mér að opinbera þetta en ég geri það fyrst og fremst til að sýna fram á hversu auðveldlega hrós og hlýja geta bjargað dögum fólks. Og hversu einstök manneskja og mannvinur hann er.

Í dag er lífið fallegt og gott. Ég er komin á rétt lyf og hef á einu ári lært ótal margt í viðbót við fyrri þekkingu um mannlegt eðli, áhrif andlegs ofbeldis, meðvirkni og þolendaskömmunar (sem tengist öllu ofbeldi, ekki bara kynferðis-). Ég ætla að nýta þessa þekkingu áfram í störfum mínum og verkefnum og vona að ég geti komið að gagni. Ég ætla líka að halda áfram að sýna dætrum mínum fram á að það er hægt að rísa upp (enn og aftur) eins og Fönix og brjálast úr hamingju. Þannig er lífið.

Einn góður maður sem ég er búin að þekkja lengi sagði við mig í sumar: „Hættu að skrifa þessar löngu færslur þínar. Það les þetta enginn.“ Hann vissi ekki betur og les þetta mögulega ekki...haha. Hann vissi ekki um hóp yndislegs fólks sem ég hef tengst sterkum böndum undanfarin ár einmitt vegna þess að það hefur tengt við færslurnar og við lært mikið hvert af öðru. Tengingar geta bjarga mannslífum.

Við berum ábyrgð sem persónur og leikendur í lífi annarra. Við höfum alltaf val um framkomu og orðalag og jafnvel að láta bara kyrrt liggja ef eitthvað pirrar okkur. Við getum oftar valið að vera nærvera án þess að dæma og ráðleggja, þótt við getum ekki sett okkur í spor eða jafnvel skiljum ekki. Við getum í það minnsta hugsað okkur um.

Það eru Alþingiskosningar framundan. Ég er ávallt hlutlaus þar til í kjörklefann er komið. Ég á eftir að kynna mér almennilega stefnumál framboðanna, en það eru miklar líkur á að atkvæði mitt fari til þeirra sem ætla að tryggja betra geðheilbrigðiskerfi. Við verðum að hysja upp um okkur í þeim málaflokki og eyða biðlistum. Yfir og út. ❤

Píeta samtökin, sími 552 2218.
Kt. 410416-0690, reikn 0301-26-041041

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
7
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
9
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár