Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

,,Óttinn var allsráðandi á meðferðarheimilinu"

Brynja Skúla­dótt­ir var fjór­tán ára þeg­ar hún var vist­uð á með­ferð­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti. Hún seg­ist hafa átt­að sig á því fyrsta dag­inn að þar væri ekki ver­ið að bjóða upp á með­ferð held­ur nið­ur­brot. Það hafi ver­ið ófrá­víkj­an­leg regla að brjóta stelp­urn­ar nið­ur um leið og þær komu seg­ir Brynja. Hún seg­ist hafa ver­ið log­andi hrædd við for­stöðu­mann heim­il­is­ins enda hafi hann beitt hana mik­illi hörku strax fyrsta dag­inn.

,,Óttinn var allsráðandi á meðferðarheimilinu"
Brynja Skúladóttir Brynja var fjórtán ára þegar hún kom fyrst á meðferðarheimilið Varpholt. Hún segist hafa áttað sig á því fyrsta daginn að þarna ætti ekki að bjóða uppá meðferð heldur niðurbrot. Það hafi verið ófrávíkjanleg regla að brjóta stelpurnar niður um leið og þær komu. Hún segist strax hafa orðið logandi hrædd við forstöðumann heimilisins enda hafi hann beitt hana mikilli hörku fyrstu dagana. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég var ekki neikvæð í garð Varpholts þegar mér var sagt að ég yrði send þangað. Líf mitt hafði verið mjög erfitt. Ég var fjórtán ára og hafði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og bróðir minn hafði dáið nokkrum árum fyrr í slysi, aðeins 17 ára gamall. Öll fjölskyldan mín var því buguð af sorg vegna áfalla. Ég var reið og hrædd og vissi eiginlega ekki mitt rjúkandi ráð, kunni ekki að díla við lífið. Þannig að þegar mér var sagt að ég færi á meðferðarheimili úti á landi var mér létt því ég hélt að ég væri að fá þá aðstoð sem ég þurfti á þessum tíma.“ 

Þetta segir Brynja Skúladóttir, sem er 36 ára hugbúnaðarsérfræðingur. Hún kom fyrst í Varpholt árið 1998, þá fjórtán ára, og var þar í rúm tvö ár. „Ég áttaði mig á því fyrsta daginn að þarna var ekki verið að bjóða upp á meðferð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár