Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bregðast við þrýstingi og ráðgera að senda ekki börn á flótta til Grikklands

Dóms­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og barna­mála­ráð­herra vinna að því í sam­ein­ingu að breyta regl­um þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikk­lands. Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða áhrif breyt­ing­in mun hafa á mál sex manna fjöl­skyldu sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd og bíð­ur brott­flutn­ings.

Bregðast við þrýstingi og ráðgera að senda ekki börn á flótta til Grikklands
Hyggjast hætta endursendingum til Grikklands Unnið er að því þvert á ráðuneyti að breyta reglum svo hætt verði að senda fjölskyldur úr landi og til Grikklands.

Greint var frá áformum um að hætt verði að senda fjölskyldur á flótta aftur til Grikklands í tíufréttum RÚV í gærkvöldi.

Ekki er ljóst hvort breytingin nái fram að ganga áður en sex manna fjölskylda frá Írak, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, verður flutt úr landi. Í frétt RÚV sagði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að hann vonaðist til að breytingin kæmi til framkvæmda á næstu dögum. 

Hingað til hefur fjölskyldum verið synjað um vernd á Íslandi, á þeim grundvelli að þær hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi sem eigi að tryggja þeim réttindi þar. Það hefur samt sem áður ekki komið til þess ennþá að fjölskyldur séu sendar úr land, þar sem tímafrestir hafa liðið áður en til brottvísunar hefur komið. Það hefur tryggt þeim fjölskyldum efnismeðferð hér. Brottvísun nokkurra fjölskyldna hefur hins vegar verið yfirvofandi. 

Undanfarna daga og vikur hafa æ fleiri einstaklingar og samtök skorað á íslensk stjórnvöld að veita fjölskyldum sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi en hafa engu að síður flúið hingað, vernd hér á landi í stað þess að senda þær aftur til baka. Það hefur Rauði krossinn á Íslandi raunar gert lengi. Það gerðu síðast samtökin Barnaheill í gær, en þau vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. „Að marggefnu tilefni skora Barnaheill – Save the Children á Íslandi á íslensk stjórnvöld að framfylgja lögum til að tryggja að börnum, sem hingað til lands koma og leita eftir alþjóðlegri vernd, viðunandi meðferð mála,“ segir þar meðal annars og vitnað í Barnasáttmálann, sem íslensk stjórnvöld eru bundin af. 

Í nokkrum tilvikum hefur brottvísun verið frestað eða gerðar breytingar á reglugerðum, í því miði að bregðast við einstaka málum sem hafa hlotið athygli í fjölmiðlum. Skemmst er að minnast máls Zainab Safari, nemanda í Hagaskóla. Skólafélagar hennar börðust fyrir því að hún fengi að vera á Íslandi. Barátta þeirra og annarra varð til þess að reglugerð var breytt og fjölskyldan fékk að vera. 

Í viðtalinu á RÚV sagði Ásmundur Einar að aðstæður í Grikklandi nú kölluðu á breytingar. „Það eru auðvitað aðstæður þarna núna, sem að bæði vegna aðstæðna á landamærunum og svo hugsanlega kórónavírussins, sem gerir það að verkum að það kann að vera ákveðinn vafi á því að þau séu að njóta þeirrar þjónustu sem þau hafa réttindi á í Grikklandi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár