Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21. fe­brú­ar til 5. mars.

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Lífsfletir & Að utan

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 22. feb.–3. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

22. febrúar kl. 16.00 verður haldið opnunarhóf fyrir tvær ólíkar sýningar eftir tvo ólíka brautryðjendur í íslensku listasenunni. Sú fyrri er samansafn af verkum sem Jóhannes S. Kjarval, sem Kjarvalsstaðir eru nefndir eftir, vann árin 1911–1928. Sýnd verða málverk og teikningar sem voru sköpuð erlendis, sem gefa innsýn í mótunarár Kjarvals og áhrifavalda hans. Sú seinni er yfirlitssýning á ferli Ásgerðar Búadóttur, en í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar. Máttur teikningarinnar var ávallt mikilvæg undirstaða í verkum Ásgerðar og rík efniskennd og öguð vinnubrögð einkenna allt höfundarverk hennar.

Adda

Hvar? Mengi
Hvenær? 21. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Adda spilar þjóðlagatónlist sem á sér rætur í hetju- og andhetjuleiðangri hennar um innra landslag sjálfsins. Á þeirri leið umbreytast þráhyggjur í möntrur, sjálfið verður taugahinsegin og sníður sér stakk úr femínisma og róttækri heimspeki. Lögin sveiflast á milli þess að vera sykursæt og hnyttin.

Föstudagspartísýning: Back to the Future

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 21. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Fáar kvikmyndir hafa haft jafn mótandi áhrif á skilning almennings á tímaflakki og Back to the Future. Myndin skartar þeim Michael J. Fox og Christopher Lloyd sem Marty McFly og Dr. Emmet Brown, en McFly ferðast óvart 30 ár aftur í tímann og þarf að sjá til þess að foreldrar hans nái saman svo hann geti fæðst.

Reikistjörnur: Huginn

Hvar? Harpa
Hvenær? 22. febrúar kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.200 kr.

Skagastrandar-R&B-popparinn Huginn er ein af rísandi stjörnum íslensku tónlistarsenunnar. Auk plötunnar Eini Strákur (Vol. 1) hefur Huginn gefið út smelli eins og „Veist af mér“ og „Horfir á mig“. Hann kemur fram á tónleikaröðinni Reikistjörnur þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að sækja saman tónleika flutta í sal með ein bestu hljómgæði landsins.

Dauðadjúpar sprungur

Hvar? Ramskram
Hvenær? 22. febrúar–22. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndirnar í sýningunni Dauðadjúpar sprungur eiga sér rætur í hjartasorg ljósmyndarans Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Eftir að barn Hallgerðar fæddist andvana eigruðu hún og maki hennar um nærumhverfi þeirra. Myndavél hennar flaut stundum með og fangaði það sem var að brjótast um í undirmeðvitundinni. Sumar myndirnar eru marglaga og táknrænar, aðrar einfaldar og auðlesnar en allar eru þær hjúpaðar viðkvæmni og fjarlægð. 

Útgáfutónleikar Hatara

Hvar? Austurbær
Hvenær? 22. & 23. febrúar
Aðgangseyrir: frá 3.333 kr.

Eurovision-keppendurnir Hatari fagna útgáfu plötu sinnar Neyslutrans með tveimur tónleikum. Þessi gjörningapönkhljómsveit hefur aflað sér mikils stuðnings síðastliðin ár með sviðsframkomu og skilaboðum sem tækla tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni, klæddir í BDSM-búninga.

Benni Hemm Hemm

Hvar? Röntgen
Hvenær? 26. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Benna Hemm Hemm áskotnaðist mikil frægð á fyrsta áratug þessarar aldar í indí-senunni sem var þá allsráðandi. Eftir nokkurra ára hvíld snýr hann aftur með plötuna KAST SPARK FAST sem kom út í síðasta mánuði. Tónleikarnir fara fram í litlum sal og er nánd við áhorfendur því mikil.

24 Myndir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 28. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 1.000 kr.

24 myndir eru píanótónleikar þar sem Hjörtur Ingvi Jóhannsson spinnur á staðnum stuttar tónsmíðar úr öllum 24 tóntegundum á píanó í ákveðinni röð. Lögð er áhersla á að tæma hugann á undan, þannig að tónlistin verði til á staðnum en byggist ekki á áður ákveðinni áætlun.

Rhythm of poison

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 28. & 29. feb, 4., 7., & 5. mars
Aðgangseyrir: 4.900 kr.

Rhythm of Poison er glænýtt verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen, flutt af Íslenska dansflokknum. Verkið er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar og -mynda. Það er löngun danshöfundarins að vinna náið með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd.

Útgáfutónleikar Grafnár

Hvar? Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka
Hvenær? 29. febrúar kl. 19.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Harðneskjulega harðkjarnapönksveitin Grafnár fagnar útgáfu breiðskífu sinnar, Útför Heigulsins, á þessum tónleikum, en platan kemur út á segulbandi. Með þeim spilar ögrandi femíníska dauðapönksveitin Börn, hraða og hráa tvíeykið í ROHT og unga og æsispennandi femíníska pönksveitin Spaðabani. Engum verður meinaður aðgangur vegna fjárskorts.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
10
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár