Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Trump biður Nató að blanda sér í deiluna í Miðausturlöndum

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kall­aði eft­ir að­komu Nató að deil­unni í Mið­aust­ur­lönd­um og hvatti Breta, Frakka, Kín­verja og Rússa til að taka af­stöðu gagn­vart Ír­an. Engu að síð­ur sagði hann Banda­rík­in vilja semja frið við hvern þann sem vildi frið.

Trump biður Nató að blanda sér í deiluna í Miðausturlöndum
Donald Trump Boðaði til ávarps klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma í kjölfar loftárása Írana á herstöðvar Bandaríkjanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Norður-Atlantshafsbandalagið, sem Íslendingar eru aðilar að, blandi sér inn í átökin í Miðausturlöndum sem snúast um Íran.

Þetta kom fram í nýyfirstöðnu ávarpi Trumps þar sem hann boðaði viðbrögð Bandaríkjanna við hefndarárás Írana. Svo virðist sem Trump vilji bakka frá frekari átökum við Íran, að minnsta kosti tímabundið.

„Í dag ætla ég að biðja Nató um að blanda sér mun meira í ferlið í Miðausturlöndum,“ sagði Trump. Hann sagði að sá tími væri liðinn að Íranir kæmust upp með aðgerðir sínar í Miðausturlöndum. „Tími er kominn til að Bretland, Þýskaland, Frakkland, Rússland og Kína viðurkenni þennan veruleika. Þau þurfa núna að slíta sig frá leifunum af samkomulaginu við Íran. Og við þurfum öll að vinna saman að því að gera samning við Íran sem gerir heiminn að öruggari og friðsamari stað.“ 

Jafnframt tíundaði Trump að Bandaríkjaher væri sá öflugasti í heimi og ætti „hraðvirkar og banvænar“ eldflaugar. 

Varaði Íran við því að eignast kjarnorkuvopn

„Svo lengi sem ég er forseti mun Íran ekki öðlast kjarnorkuvopn,“ sagði Trump í upphafi ávarpsins. Hann sakaði síðasta forseta Bandaríkjanna um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi Írana, með „heimskulegum“ kjarnorkusamningi. „Í stað þess að þakka Bandaríkjunum sungu þau: „Bandaríkin deyji“.

Fullyrðing Trumps um greiðslur frá Obama-ríkisstjórninni til Írans hefur áður verið borin til baka, en Obama átti þátt í alþjóðlegum samningi við Íran um afléttingu viðskiptaþvingana gegn því að Íranir hættu þróun kjarnorkuvopna.

Meðal fullyrðinga Trumps í ávarpinu er að Íran hafi „skapað helvíti“ í Jemen, Sýrlandi, Líbanon, Afganistan og Írak, fjármagnað af samningi Baracks Obama.

Ávarpaði írönsku þjóðina

Trump boðaði að hann myndi ávarpa þjóð sína í dag klukkan fjögur að íslenskum tíma. Tilefnið var  fréttir gærkvöldsins um að Íranar hefðu svarað drápi Bandaríkjamanna á hershöfðingjanum Qasem Suleimani fyrir fimm dögum með loftárás á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Fram hefur komið að enginn hafi látist í árásunum og telja Íranir þær vera „hóflegt andsvar“ við drápi Bandaríkjanna á Suleimani, sem var einn valdamesti maður Írans, en Trump flokkar hann sem „svívirðilegan hryðjuverkamann“.

„Íran getur verið mikilfenglegt land“

„Við stoppuðum hann,“ sagði Trump um Suleimaini, sem hann fullyrðir að hafi haft í hyggju að gera árás.

„Hann hefði átt að vera gerður óvirkur fyrir löngu síðan,“ bætti hann við.

Trump boðaði hertar refsiaðgerðir gegn Íran, en boðaði jafnframt sættir. „Íran getur verið mikilfenglegt land,“ sagði Trump um leið og hann hvatti Írana til að forðast ofbeldi og hryðjuverk. „Bandaríkin eru tilbúin að gera frið við hvern þann sem sækist eftir honum,“ sagði Trump. „Við viljum að þið eigið framtíð,“ sagði hann við írönsku þjóðarinnar í lok ávarpsins.

Ávarp TrumpsTrump hafði boðað ávarp klukkan fjögur í dag.

Þingið í Írak samþykkti í kjölfar drápsins á Suleimani formlega þingsályktunartillögu um að vísa bandaríska hernum frá Írak. Forsætisráðherra Íraks hefur ekki staðfest eða framkvæmt ákvörðunina.

Fyrir kjör sitt sem forseti Bandaríkjanna árið 2017 hafði Trump boðað að hann myndi draga bandaríska hermenn frá Írak.

Þá hefur vakið athygli að Trump sakaði Obama á sínum tíma um að reyna að stofna til stríðs við Íran, til þess að auka líkurnar á því að ná endurkjöri sem forseti árið 2012, en Trump berst sjálfur fyrir endurkjöri í nóvember næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár