Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mest lesnu fréttir ársins: Samherjaskjöl og áreitni Jóns Baldvins

Mest lesna frétt árs­ins fjall­aði um hvernig Sam­herji not­aði norsk­an rík­is­banka til að koma pen­ing­um í skatta­skjól. Þrjár af mest lesnu frétt­um árs­ins fjöll­uðu um kyn­ferð­is­lega áreitni Jóns Bald­vins Hanni­balss­son­ar, fyrr­ver­andi ráð­herra og sendi­herra, á hend­ur kon­um í ár­anna rás.

Mest lesnu fréttir ársins: Samherjaskjöl og áreitni Jóns Baldvins

1 Samherjaskjölin: An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway’s largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven 

Mest lesna frétt ársins var ensk útgáfa fréttar Stundarinnar um hvernig sjávarútvegsfyrirtækið Samherji mútaði opinberum aðilum í Namibíu til að komast yfir makrílkvóta við landið og hvernig fyrirtækið notaði þjónustu stærsta banka Noregs, hins ríkisrekna DNB, til að færa rúmlega 8,5 milljarð króna í skattaskjól. Fréttin vakti gríðarlega athygli, eins og aðrar fréttir sem Stundin sagði af Samherjaskjölunum í nóvember og desember á árinu, ekki síst vakti hún mikla athygli í Noregi en efnahagsbrotadeilt norsku lögreglunnar gaf út í lok nóvember að hafin væri rannsókn á bankanum í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar og Kveiks, í samvinnu við Wi og Al Jazeera.

Frétt eftir Inga Frey Vilhjálmsson. 

Birtist 12. nóvember.

65.978 lásu.

8.600 líkaði við.

2Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál 

Önnur mest lesna frétt ársins er umfjöllun Stundarinnar frá því í janúar um leit skosku mæðgnanna Astraeu Jill Robertson og Amy Robertson til landsins að svörum við fjölskyldusögu sinni. Astrea er dóttir Catherine Öldu Laurens Weatherstone, dóttur fósturmóður Júlíusar Vífils Ingvarssonar fyrrverandi borgarfulltrúa. Þar er meðal annars greint frá komu þeirra mæðgna hingað til lands í apríl 2016 og kvöldverðarboði heima hjá Júlíusi Vífli sem endað skyndilega þegar hann bað þær með miklum asa að fara. Síðar komust þær að því að þennan dag komu fyrstu fréttir um sjóði Júlíusar í skattaskjólum fram. Frekari uppljóstranir úr Panama-skjölunum áttu eftir að vekja enn fleiri spurningar hjá afkomendum Cathie.

Frétt eftir Jón Bjarka Magnússon

Birtist 27. janúar

3 Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

Í fréttinni er greint frá því þegar Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko, barnabarn Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, steig fram og lýsti því hvernig Jón Baldvin hafi misnotað völd sín til að láta stimpla dóttur sína, Aldísi Schram, móður Tatjönu, geðveika. Það gerði hún í tengslum umfjöllun Stundarinnar þar sem fjórar konur lýstu kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins.

Frétt eftir Steindór Grétar Jónsson.

Birtist 12. janúar.

4 Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið í hátekjublaðinu

Greint var frá því að í fyrsta sinn væri birtur listi yfir rúmlega tvö þúsund tekjuhæstu Íslendingana, tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi. Þær upplýsingar voru unnar út frá skattgreiðslum ársins 2018. Þá var rýnt sérstaklega í stöðu tekjuhæsta 0,1 prósentsins, hóps sem að verulegu leyti hefur tekjur í formi fjármagnstekna. Því greiðir sá hópur mun lægri skatta en ellegar af tekjum sínum.

Birtist 23. ágúst.

5 Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins 

Fjórar konur stigu fram í Stundinni og lýstu meintri kynferðisáreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, á hendur þeim. Þau atvik munu hafa átt sér stað á yfir hálfrar aldar tímabili. Þá var greint frá því að enn fleiri konur hefðu deilt sögum af áreitni Jóns Baldvins í lokuðum hóp á Facebook.  

Frétt eftir Steindór Grétar Jónsson.

Birtist 11. janúar.

6 Þögul skilaboð Elizu 

Eliza Reid forsetafrú tók ásamt manni sínum, Guðna Th. Johannessen forseta Íslands, á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, íklædd hvítri dragt. Leiða má líkum að því að fataval Elizu hafi ekki verið nein tilviljun heldur hafi hún verið að vísa í alþjóðlega hreyfingu kvenna sem hafa heiðrað jafnréttisbaráttuna með því að klæðast hvítum buxnadrögtum. Þá bara Eliza einnig regnbogaarmband á hendi. Mike Pence hefur sætt gagnrýni fyrir andstöðu sína við réttindi samkynhneigðra í gegnum tíðina.

Frétt eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttir.

Birtist 4. september.

7 Það sem gerðist að Gýgjarhóli þegar faðir minn lést af völdum bróður síns

Ingi Rafn Ragnarsson skrifaði um atvikin sem leiddu til þess að faðir hans lét lífið að völdum bróður síns á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð. „Sannleikanum hafa ekki verið gerð næg skil opinberlega og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá get ég ekki látið síðustu orðin um föður minn vera nafnlausan rógburð frá Val Lýðssyni og fylgjum hans og því settist ég við skriftir.“

Frétt eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur.

Birtist 9. apríl.

8Hafði endaþarmsmök við sofandi stúlku - Ekki nauðgun, segir lögregla

Lögregla og ríkissaksóknari töldu ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður þröngvaði lim sínum í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf, þrátt fyrir að maðurinn hefði viðurkennt verknaðinn við yfirheyrslu hjá lögreglu.

Frétt eftir Jóhann Pál Jóhannsson.

Birtist 8. júlí.

9Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

Margrét Schram lýsti því í frétt Stundarinnar hvernig Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra og mágur Margrétar, hefði skriðið nakinn upp í rúm til hennar þegar hún var í heimsókn hjá honum og Bryndísi systur sinni í Edinborg í upphafi sjöunda áratugarins. Hún hafi lamið og sparkað þar til Jón Baldvin hörfaði. Jón Baldvin sagðist ekki myndi bregaðst við frásögninni fyrr en síðar.

Frétt eftir Steindór Grétar Jónsson.

Birtist 12. janúar.

10„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

Aðalheiður Hulda Jónsdóttir lést í Grindavík í febrúar eftir langvinna glímu við fíknisjúkdóm. Dóttir hennar, Súsanna Margrét Gunnarsdóttir, skrifaði hjartnæm minningarorð um móður sína sem var glaðvær, fyndin, hlý og vildi allt fyrir alla gera.

Birtist 11. febrúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu