Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur víðtækar og margvíslegar tengingar við útgerðarfyrirtækið Samherja, sem uppvíst er orðið að mútugreiðslum og spillingu í tengslum við veiðar þess og útgerð við strendur Namibíu. Kristján Þór hitti namibíska samverkamenn Samherja, sem tóku við mútugreiðslum frá fyrirtækinu, þegar hann kom til fundar við forstjóra Samherja í persónulegum erindagjörðum árið 2014. Hann þvertekur þó fyrir að hafa haft nokkra vitneskju um framferði fyrirtækisins í Namibíu og að hann hafi einungis verið staddur á skrifstofum fyrirtækisins fyrir tilviljun. Þá hringdi Kristján Þór í forstjóra Samherja eftir að Stundin hafði samband við hann og spurði hann „hvernig honum liði“ vegna málsins.
Kristján Þór sat bæði í stjórn Samherja og sem stjórnarformaður fyrirtækisins, fór á sjó á togurum útgerðarinnar milli þess sem hann stundaði þingmennsku, sat í stjórnum útgerðarfyrirtækja sem Samherji keypti á sínum tíma og var bæjarstjóri í þremur bæjarfélögum þar sem Samherji hefur haft gríðarmikil áhrif. En …
Athugasemdir