Nýtt efni

Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar
Verðlagsstofa skiptaverðs fær ekki aðgang að gögnum í vörslu Skattsins vegna athugunar á uppgjöri makrílvertíðar síðasta árs. Skatturinn neitar að afhenda öll þau gögn sem stofnunin telur sig þurfa. Um er að ræða tvær stofnanir sem heyra undir sitthvort ráðuneytið.

„Fullkomlega ónothæft hugtak“
Karen Kjartansdóttir almannatengill segir hugtakið „vók“ aldrei hafa virkað á Íslandi. „Við erum alveg nógu lítið og upplýst samfélag til að geta tekið umræðuna á einhverjum dýpri grunni – og haft fleiri núansa í henni,“ segir hún.

Nítjándu aldar hagkerfi þvingað inn í 21. öldina
Forseti Bandaríkjanna hefur sett fjármálakerfi heimsins í uppnám með hringlandahætti í kringum tollastefnu Bandaríkjanna. Hagfræðingur segir afleiðingarnar þær að hagkerfið snúi aftur til nítjándu aldar hugsunar.


Aðalsteinn Kjartansson
Hvað með blessaðan þorskinn?
Tveir öflugir athafnamenn deildu með þjóðinni ólíkri sýn á hvað séu sanngjörn gjöld fyrir aðgang að auðlindum í hafinu í kringum Ísland nýverið. Öðrum þykir óboðlegt að greiða í samræmi við raunverð afurða á meðan hinn telur sanngjarnt að greiða helming rekstrarhagnaðar.

Ósanngjörn krafa á íslensku leikmennina
Félagsfræðiprófessor segir það sýna ákveðna meðvirkni með Ísrael ef boðuð mótmæli voru forsendan fyrir því að leikir Íslands gegn Ísrael í umspili um sæti á HM í handbolta voru leiknir fyrir luktum dyrum. Framkvæmdastjóri HSÍ segir leikina hafa farið fram við sérstakar og tilfinningaríkar aðstæður.

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
Samfylkingarfólki hefur tekist að halda aftur af ólgu og uppgjöri innan eigin raða því flokksfélagar vilja öðru fremur að flokkurinn viðhaldi góðu gengi. Fyrrverandi ráðherra líkir tökum Kristrúnar Frostadóttur á stjórn flokksins við stöðu Davíðs Oddssonar á síðustu öld. Flokksmenn eru þó missáttir við stöðu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra.

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Krummi Smári Ingiríðarson hefur alltaf vitað að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. áratugnum og gekk í gegnum þung áföll. „En hér er ég í dag. Hamingjusamur.“

Mesta ógnin af hægri öfgamönnum – Íslensk ungmenni á haturssíðum
„Ofbeldishneigðir öfgamenn á hægri kanti stjórnmálanna muni á ári komanda líklega skapa mesta ógn hvað hryðjuverk pólitískra hópa/einstaklinga varðar í hinum vestræna heimi,“ segir í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur vitneskju um íslensk ungmenni sem eru virk á vefnum þar sem hatursorðræðu er dreift eða hvatt til ofbeldis og hryðjuverka gegn ýmsum minnihlutahópum, svo sem vegna kyns, uppruna eða trúar.


Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Ættarmótið
Nú er tíðin önnur og að segjast vilja halda landinu hvítu er orðið jafnlítið mál og að segjast vilja kaffið sitt hvítt. Það er ekki orðað nákvæmlega svona en fólk segir kannski: Ég vil bara ekki þessa menningu hingað.


Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Fegurð ófullkomleikans
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad inngildingaráðgjafi veltir fyrir sér kröfunni um fullkomleika í ófullkomnum heimi. Hún telur að ekkert sé fullkomið í jarðlegu lífi mannsfólks nema fallegar tilfinningar.

Trump frestar tollum í 90 daga – beitir Kína harðari aðgerðum
Donald Trump hefur frestað tollahækkunum í 90 daga gagnvart flestum löndum en hefur jafnframt hert aðgerðir gegn Kína með 125 prósent tollum. Enn er þó í gildi 10 prósenta flatur tollur sem meðal annars nær yfir Ísland. Markaðir brugðust jákvætt við frestuninni.