Úttekt

Forsætisráðherra af gráu svæði stjórnmála og viðskipta

Bjarni Benediktsson var umsvifamikill í viðskiptum samhliða þingmennsku. Félög sem hann stýrði eða átti aðkomu að stefna í að skilja eftir sig tæplega 130 milljarða króna af afskriftum, sem nemur næstum því tvöfaldri upphæð leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána. Bjarni og faðir hans tóku ákvarðanir um sölu hlutabréfa þegar hann var í kjöraðstæðum til að njóta upplýsinga sem almennur aðili á markaði hafði ekki.

Bjarni Benediktsson Slapp vel frá Panama-lekanum og endaði sem forsætisráðherra.

Á ferli Bjarna Benediktssonar hafa fjölmörg mál komið upp sem hefðu fellt flesta aðra stjórnmálamenn. Honum hefur hins vegar tekist að snúa sig út úr þeim öllum og styrkja stöðu sína innan flokksins. Í dag stendur hann uppi sem forsætisráðherra þjóðarinnar. 

„Hann er náttúrlega algjört teflon,“ segir einn viðmælandi Stundarinnar um það hvernig Bjarna Benediktssyni hefur tekist að snúa hverju málinu á fætur öðru sér í hag. 

Í aðdraganda hrunsins var hann atkvæðamikill í íslensku viðskiptalífi samhliða þingstörfum. Hann og faðir hans seldu hlutabréf sín í Glitni þegar æðstu ráðamönnum þjóðarinnar var orðið ljóst að bankarnir stæðu höllum fæti en héldu öðru fram opinberlega.

Í október árið 2008, þegar Bjarni dró sig út úr ábyrgðarstöðum í viðskiptum, námu skuldir félaganets hans og fjölskyldu hans á annað hundrað milljarða króna. Flest þeirra áttu eftir að verða gjaldþrota. Alls má ætla að afskriftir vegna félaga sem Bjarni stýrði eða tók þátt í að stýra nemi hátt í 130 milljörðum króna. Bjarni tilkynnti sérstaklega að hann ætlaði að hætta þátttöku í viðskiptalífinu þegar hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins en skráning Bjarna á einkamálasíðu sýnir fram á notkun á tölvupóstfangi hans löngu eftir að hann sagðist hafa látið af afskiptum af félögunum.

Gott aðgengi að upplýsingum

Faðir Bjarna Benediktssonar, Benedikt Sveinsson, seldi hluti sína í Glitni að verðmæti um 850 milljónir króna í kringum 18. febrúar 2008, nokkrum mánuðum fyrir efnahagshrunið. Bjarni seldi einnig fyrir 126 milljónir króna um svipað leyti.

Það sem ekki var á almennu vitorði á hlutabréfamarkaði á þessum tíma var að vikurnar áður höfðu örvæntingarfullar tilraunir verið gerðar til björgunar á Glitni, sem Bjarni átti sjálfur aðkomu að, auk þess sem hópur stjórnmálamanna hafði verið upplýstur um að Glitnir ætti í verulegum erfiðleikum og væri kominn í fjárhagslega hættu. 

Bjarni hefur alla tíð neitað því að hafa búið yfir trúnaðar- eða innherjaupplýsingum þegar hann ákvað að selja hlutabréfin sín. Á þeim tíma sat hann í efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem fjallar meðal annars um eignir ríkisins og gjaldeyrismál. 

Dagana áður höfðu átt sér stað leynilegar aðgerðir í viðskiptum og fundir í stjórnmála- og embættismannakerfinu sem sýndu fram á alvarlega stöðu bankakerfisins. Alvarleiki stöðunnar var ekki á vitorði margra, en Bjarni tók sjálfur þátt í hluta atburðarásarinnar. Bjarni var lykilmaður í Vafningsmálinu svokallaða, sem snerist um að koma í veg fyrir keðjuverkandi áhrif af veðkalli bandaríska bankans Morgans Stanley á stöðu Glitnis og Milestone. Liður í því var lán sem veitt var Milestone 8. til 12. febrúar, um viku áður en Bjarni og faðir hans seldu bréf sín í Glitni.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Berjast fyrir betra LÍN