Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Úr 600 fermetra lúxusvillu í sjö fermetra fangaklefa

Áhyggju­laust líf með sand af seðl­um fékk skjót­an endi þeg­ar lag­anna verð­ir bönk­uðu upp á hjá Sanjay Shah í lúxusvillu hans í Dubai í lok maí ár­ið 2022 og smelltu á hann hand­járn­um. Nú er hann fyr­ir rétti í Dan­mörku, ákærð­ur fyr­ir stærsta fjár­mála­s­vindl í sögu lands­ins.

Þegar danski skattamálaráðherrann Karsten Lauritzen boðaði til fréttamannafundar undir lok ágústmánaðar árið 2015 töldu fréttamenn sig vita hvert tilefnið væri. Fjölmiðlar höfðu nefnilega komist á snoðir um að miklir fjármunir hefðu streymt úr ríkiskassanum gegnum skattakerfið, með ólöglegum hætti. Engan viðstaddra grunaði hins vegar að um væri að ræða 12,7 milljarða danskra króna, sem jafngildir 253 milljörðum íslenskum.

Einn fréttamannanna bað ráðherrann um að endurtaka upphæðina, til að vera viss um að sér hefði ekki misheyrst. Ráðherrann greindi ekki frá því hverjir hefðu móttekið þessa peninga, sagði einungis að um væri að ræða fleiri en einn aðila. Einn maður hefði verið lang atkvæðamestur, sá hefði fengið greidda um níu milljarða danskra króna.

Ráðherrann sagði að sterkur grunur léki á að um væri að ræða það sem hann nefndi „ólöglegar endurgreiðslur“. Danskir fjölmiðlar sökktu sér ofan í málið en þeim gekk ekki vel að fá upplýsingar frá skattinum hvernig þessum endurgreiðslum hefði verið háttað. Danskir fréttamenn sætta sig ekki við „utanumtal“ og hættu ekki fyrr en vinnubrögð skattsins varðandi endurgreiðslurnar höfðu verið dregin fram í dagsljósið. Og óhætt er að segja að vinnubrögðin hafi komið á óvart. 

Endurgreiðslureglurnar

Ef rekstur fyrirtækis sem starfar í Danmörku gengur vel og skilar hagnaði fá hluthafar iðulega greiddan arð. Af arði ber að greiða skatt, skattprósentan fer eftir upphæð arðgreiðslunnar, er lægst 27 en hæst 42 prósent. 

„Einn maður hefði verið lang atkvæðamestur, sá hefði fengið greidda um níu milljarða danskra króna“

Samkvæmt sérstöku samkomulagi varðandi skattamál, sem Danmörk hefur gert við fjölmörg lönd, getur hluthafi búsettur í öðru landi óskað eftir að fá áðurnefndan skatt endurgreiddan og borgað skatt af arðinum í heimalandinu, þar sem skatturinn er iðulega lægri. Senda skal endurgreiðsluumsókn til dönsku skattstofunnar, SKAT, og viðkomandi fær síðan skattinn greiddan. Þetta virðist ekki ýkja flókið.

Eftirlitsdeildin var einn maður með gúmmístimpil

Þegar fréttamenn höfðu spurt í þaula um endurgreiðslufyrirkomulagið fengu þeir svör sem komu vægast sagt á óvart. Eftirlitsdeildin með endurgreiðslubeiðnunum var einn maður, hann átti að kanna hvort umsækjandi ætti hlutabréf og fengi greiddan arð, staðfesta svo með stimpli og senda áfram til gjaldkeradeildarinnar.

En það var einn hængur á, milljarðarnir 12,7 höfðu aldrei verið greiddir í ríkiskassann. Þeir sem léku á kerfið útbjuggu einfaldlega endurgreiðslubeiðnir sem „maðurinn með gúmmístimpilinn“ eins og danskir fjölmiðlar kölluðu hann, stimplaði og lagði þar með blessun sína yfir. Án þess að kanna hvort umsækjandinn hefði yfirleitt greitt arðgreiðsluskatt. 

Ringulreið

Ekki er ofmælt að fréttirnar af „endurgreiðslunum“ hafi vakið mikla athygli. Stjórnmálamenn kepptust við að lýsa hneykslan sinni og kröfðust skýringa, en enginn taldi sig bera ábyrgð á þessum „skandale“. Óhætt er að segja að ringulreið hafi ríkt í starfsemi skattsins um árabil, þúsundum starfsmanna hafði verið sagt upp og ekkert hlustað á ábendingar starfsfólks um að í kerfinu væru fjölmargar brotalamir. Það segir sína sögu að á árunum 2010–2015 sátu átta manns í ráðherrastól skattaráðuneytisins. 

Sanjay Shah 

Á fréttamannafundinum seint í ágústmánuði árið 2015 sagði Karsten Lauritzen skattamálaráðherra að einn maður hefði fengið um 9 milljarða af þeim 12,7 sem streymt hefðu úr ríkiskassanum.

Þessi einstaklingur reyndist vera Sanjay Shah, maður sem fáir Danir könnuðust við þangað til endurgreiðslumálið kom upp. Nú er það breytt og óhætt að segja að nánast hvert einasta mannsbarn í Danmörku hafi heyrt hans getið og séð af honum myndir í fjölmiðlum.

Átti að verða læknir 

Sanjay Shah fæddist 11. september árið 1970 í London. Foreldrar hans voru af indverskum ættum en fluttu til Englands frá Kenía. Faðirinn var læknir en vegna heilsubrests vann hann stopult og móðirin var heimavinnandi. Auk Sanjay áttu hjónin eina yngri dóttur. Sanjay Shah hefur í viðtölum sagt frá því að fjölskyldan hafi ekki lifað neinu lúxuslífi og búið í lítilli eins herbergis íbúð og haft lítið milli handanna. 

Sanjay átti auðvelt með nám og sagði í viðtali að foreldrarnir hefðu haft ákveðnar hugmyndir um framtíð sonarins, hann ætti að verða læknir. „Það væri besta starf sem hugsast gæti og ég trúði því.“ Hann fékk inngöngu í læknadeildina við King´s College í London.

„Hann bjó, ásamt fjölskyldunni, í 650 fermetra húsi og fjölmiðlar hafa greint frá því að meðal „innanstokksmuna“ hafi verið 38 þúsund lítra fiskabúr með yfir 200 tegundum af skrautfiskum“

„Eftir eitt ár var ég búinn að átta mig á að ég vildi ekki verða læknir.“ Hann hélt þó náminu áfram um hríð en lagði sömuleiðis stund á sálfræði og japönsku. Eftir að hafa gefist upp á háskólanáminu sinnti hann ýmsum störfum en árið 1996 fékk hann starf hjá fjárfestingabankanum Merril Lynch, þar sem hann var í nokkur ár. Þar var vinnuálagið mikið og sömuleiðis innbyrðis samkeppni á vinnustaðnum. 

Dýru bílarnir kveiktu áhuga á verðbréfum

Sanjay Shah veitti því athygli að á bílastæði við vinnustaðinn stóðu ætíð fokdýrir lúxusbílar og eitt sinn spurði hann hver ætti þessa bíla og fékk að vita að það væru verðbréfasalarnir á efstu hæðinni. „Þá sagði ég við sjálfan mig að ég vildi komast í þennan hóp,“ sagði Sanjay Shah. Hann sagði upp hjá Merril Lynch og vann síðan um hríð hjá Morgan Stanley fjárfestingabankanum og enn fremur Credit Suisse. Þegar hann réði sig hjá hollenska stórbankanum Radobank heyrði hann í fyrsta sinn um endurgreiðslur og hin svonefndu cum-ex viðskipti. Í þeim fólst að hægt væri, í Þýskalandi og jafnvel víðar, að fá endurgreiðslur vegna sama hlutabréfsins tvisvar sinnum. Árið 2008 missti Sanjay Shah vinnuna hjá Radobank þegar deildin sem hann starfaði í var lögð niður. Ári síðar flutti hann til Dubai ásamt eiginkonunni Usha og þremur börnum þeirra. Þar stofnaði hann fyrirtækið Solo Capital

Starfsemin gekk í stuttu og einfölduðu máli út á að fá, með flóknum fléttum, endurgreiðslur frá dönsku skattstofunni eins og áður var nefnt. Anthony Mark Petterson, fyrrverandi starfsmaður Solo Capital, sagði að nafnið væri lýsandi, Sanjay Shah hefði verið einráður og stjórnað öllu. Anthony þessi var handtekinn í Bretlandi í fyrrasumar og síðar framseldur til Danmerkur. Hann viðurkenndi að hafa unnið með Sanjay Shah og var í byrjun þessa mánaðar dæmdur í átta ára fangelsi, auk þess sem verulegir fjármunir í hans eigu voru gerðir upptækir.  

Handtaka og réttarhöld

Eftir að hafa stundað „endurgreiðsluleikinn“ um nokkurra ára skeið var endi bundinn á starfsemi Solo Capital árið 2015. Sanjay Shah bjó eins og áður sagði í Dubai og fór ekki huldu höfði. Hann bjó, ásamt fjölskyldunni, í 650 fermetra húsi og fjölmiðlar hafa greint frá því að meðal „innanstokksmuna“ hafi verið 38 þúsund lítra fiskabúr með yfir 200 tegundum af skrautfiskum. Þetta hóglífi fékk skjótan endi þegar Sanjay Shah var handtekinn í lok maí árið 2022. Danmörk og Dubai hafa ekki samning um framsal og það var ekki fyrr en í desember 2023 að Sanjay Shah var fluttur í Vestre Fængsel í Kaupmannahöfn.

Réttarhöldin hófust 11. mars sl. og gert ráð fyrir að þau taki 60 daga. Á þriðja degi réttarhaldanna lýsti Sanjay Shah því yfir að hann hefði vissulega mótttekið peninga frá skattinum, það hefði allt verið löglegt því hann hefði notfært sér glufu í lögum. Málskjölin fylla 300 þúsund blaðsíður og fram hefur komið að á „endurgreiðslutímabilinu“ hafi Sanjay Shah sent danska skattinum 2.500 endurgreiðslubeiðnir. Gert er ráð fyrir að dómur falli í júní á næsta ári. 

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    2,7 milljarða danskra króna, sem jafngildir 253 milljörðum íslenskum. Þetta toppar ekki Íslensku glæpamennina úr bankahruninu hér, vantar þar mikið uppá. Hér múta þeir bara yfirstjórn lögreglunnar virðist vera og skipta sér af rannsóknum enda ekki þrískipt ríkisvald á íslandi nema til að sýnast svo kaupa þessir trúðar sakamál hjá mafíunni fyrir sama þýfi til að sýnast og halda blekkingarleiki fyrir almenning sem þeir fá aðstoð við frá fjölmiðlum
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
10
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár