Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
Linda Ösp Brotthvarf skólastjórans breytir ekki ákvörðun Lindu um að flytja þar sem skaðinn er skeður, segir hún. Mynd: Golli

Linda Ösp Gunnarsdóttir er að undirbúa flutninga með börnin sín þrjú. Það er henni þungbær ákvörðun enda reka hún og eiginmaður hennar, Jón Hrafn Karlsson, ferðaþjónustufyriræki í Meðallandi – í grennd við Kirkjubæjarklaustur – þar sem þau hafa búið í tæpan áratug og finnst þar gott að vera. Linda segist einfaldlega ekki sjá sér aðra leið færa til þess að tryggja börnunum sínum, sérstaklega 13 ára gömlum syni sínum, viðeigandi menntun.

Drengurinn, sem er með ADHD og bíður einhverfugreiningar, hefur lítið mætt í Kirkjubæjarskóla í á annað ár. Staðan versnaði, að sögn Lindu, til muna eftir atvik í skólanum í septembermánuði árið 2022. Þann dag sótti Linda son sinn í skólann eftir símhringingu frá skólastjóranum, Katrínu Gunnarsdóttur.

FlutningarLinda lýsir því sem fram undan er hjá fjölskyldunni eftir tæp tvö erfið ár. Myndbandsviðtalið var tekið áður en tilkynnt var um starfslok Katrínar. Linda segir það þó ekki breyta áformum hennar …
Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðbjörg Leifsdóttir skrifaði
    Sveitastjórinn segir: „Það eru alltaf tvær hliðar á einu máli en það er engum einum að kenna þegar tveir deila.“ Þetta er auðvitað algjör della og ekki traustvekjandi að hafa stjórnanda sem hugsar svona. Fólk, sérstaklega í valdastöðu, á það til að níðast á þeim sem minna mega sín. Því miður!
    4
  • Sigurbjörg Eiríksdóttir skrifaði
    Öflug grein.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár