Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ísland hefur aldrei verið með færri stig á lista yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum
Skýring

Ís­land hef­ur aldrei ver­ið með færri stig á lista yf­ir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um

Ís­land sit­ur áfram í sama sæti og land­ið gerði í fyrra í mæl­ingu Blaða­manna án landa­mæra á fjöl­miðla­frelsi. Land­ið hef­ur aldrei far­ið neð­ar á list­an­um en það en fram­an af öld­inni sat Ís­landi í efstu sæt­um hans. Ófræg­ing­ar­her­ferð­ir og lög­reglu­rann­sókn­ir á blaða­mönn­um er með­al þess sem dreg­ur Ís­land nið­ur.
Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Eldsvoði aldarinnar
Skýring

Elds­voði ald­ar­inn­ar

Tal­ið er að end­ur­bygg­ing Bør­sen, einn­ar þekkt­ustu bygg­ing­ar Kaup­manna­hafn­ar, geti tek­ið 10 ár og kostn­að­ur­inn verði að minnsta kosti einn millj­arð­ur danskra króna. Eig­and­inn, Danska við­skipta­ráð­ið, hef­ur lýst yf­ir að hús­ið verði end­ur­byggt, en spurn­ing­in er hvort ný­bygg­ing­in eigi að vera ná­kvæm end­ur­gerð hins upp­runa­lega og hvort það sé fram­kvæm­an­legt.

Mest lesið undanfarið ár