Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður

Skipa­fé­lag­ið A.P. Møller-Mærsk birti í síð­ustu viku upp­gjör sitt fyr­ir ár­ið 2022. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins á sér ekki hlið­stæðu í Dan­mörku. Sér­stök skatta­lög gera að verk­um að Mærsk borg­ar sára­lít­inn skatt í heima­land­inu.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður
Methagnaður Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk þegar hann kynnti niðurstöðu ársins 2023 fyrr í þessum mánuði. Mynd: AFP

Þótt mörg dönsk fyrirtæki hafi í gegnum árin verið rekin með miklum hagnaði hafa aldrei sést tölur sem komast í námunda við það sem sjá mátti í uppgjöri Mærsk (eins og fyrirtækið er yfirleitt kallað) fyrir árið 2022. Hagnaður síðasta árs var rúmir 200 milljarðar danskra króna. Það jafngildir um það bil 4 þúsund milljörðum íslenskum. Þegar danska útvarpið, DR, greindi frá ársuppgjörinu á síðu sinni var talað um 200 milljóna hagnað, og sömu villu mátti sjá á síðu eins af stóru dönsku dagblöðunum. Þetta var skömmu síðar leiðrétt í milljarða á báðum stöðum.  

Mærsk skipafélagið hefur lengi verið í hópi stærstu skipafélaga í heimi og mörg undanfarin ár, þangað til í fyrra, stærst þeirra allra. Á síðasta ári bættist nýtt skip í flota Mediterranian Shipping Company, MSC, og við það skaust það félag á topp listans. Svo litlu munar þó að ef Mærsk myndi kaupa lítið skip, langtum minna en félagið notar annars, yrði það aftur komið í toppsætið. Þetta má lesa í tímaritinu Alphaliner, sem flytur fréttir af flestu því sem viðkemur vöruflutningum á sjó. Að sögn talsmanns Mærsk er það ekki keppikefli að vera stærst „en við viljum gjarna vera best“.

 Upphafið

Árið 1904 þegar maður að nafni Peter Mærsk Møller, sem þá var 68 ára, ákvað ásamt syninum Arnold Peter Møller að stofna skipafélag hefur líklega hvorugan grunað að 100 árum síðar yrði félagið meðal þeirra stærstu á sínu sviði í heiminum. 

Peter Mærsk Møller hafði byrjað sem messagutti hjá föður sínum 14 ára gamall, en kunni ekki við sig á sjónum. Hann ákvað að læra rennismíði í Kaupmannahöfn, komst þar á samning en sá fljótlega að framtíð sín yrði ekki við rennibekkinn. Hann fór því aftur á sjóinn, réðst sem háseti á seglskipið Roda sem sigldi til Brasilíu og flutti kaffi til Danmerkur og fleiri landa. Peter Mærsk Møller fékk skipstjórnarréttindi 1855, aðeins 19 ára gamall. Nokkrum árum síðar varð hann skipstjóri, eða kafteinn eins og það var kallað, á litlu seglskipi. 1874 var hann ráðinn kafteinn á seglskipinu Valkyrjunni, sem þá var næst stærsta seglskipið í eigu Dana. Nokkrum árum síðar fékk hann réttindi til að stjórna gufuskipum sem þá voru að leysa seglskipin af hólmi. Árið 1886 keypti Peter Mærsk Møller ásamt félaga sínum gamalt gufuskip sem fékk nafnið Laura, með heimahöfn í Svendborg. Á skorsteini skipsins létu þeir félagar mála breiða bláa rönd og á hliðum skorsteinsins var máluð hvít sjö arma stjarna. Þessi stjarna varð síðar, og er enn, einkennistákn Mærsk skipafélagsins. Eftir að hafa verið kafteinn á Laura í 12 ár hætti Peter Mærsk Møller á sjónum. Hann var mikill áhugamaður um gufuskip og taldi þau standa seglskipunum framar, að öllu leyti.  

Gufuskipafélögin Svendborg og 1912

Þótt Peter Mærsk Møller hefði sagt skilið við sjómennskuna skömmu fyrir aldamótin 1900 hafði hann ekki lagt árar í bát. Hann hóf nú, ásamt syni sínum, Arnold Peter Møller, að undirbúa stofnun skipafélags. Árið 1904 stofnuðu feðgarnir Dampskibsselskabet Svendborg, tilgangur félagsins var að annast fragtflutninga. Reksturinn gekk vel en syninum fannst faðirinn full varkár og vilja fara of hægt í sakirnar. Arnold Peter Møller stofnaði því annað félag, það fékk heitið Dampskibsselskabet af 1912. Rekstur beggja félaganna gekk vel en sonurinn einbeitti sér ekki eingöngu að rekstri skipanna. Hann hafði háleitar hugmyndir og sá fyrir sér að tími gufuskipanna liði undir lok áður en langt um liði og vöruflutningar landa og heimsálfa á milli yrðu æ mikilvægari. Peter Mærsk Møller lést árið 1927 en hafði þá að mestu dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Þess má geta að Ane eiginkona hans lést árið 1922, þau eignuðust 12 börn, 7 dætur og fimm syni.  

A.P. Møller og sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller

Í stuttum pistli sem þessum er engin leið að gera grein fyrir stórfyrirtækinu Mærsk eða Maersk eins og það er kallað utan danskra landsteina. Arnold Peter Møller (ætíð kallaður A.P. Møller) var forstjóri í áratugi en eftir síðari heimsstyrjöldina tók sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller (ætíð kallaður Mærsk Mc-Kinney Møller) æ meiri þátt í stjórnun fyrirtækisins. Eftir andlát A.P. Møller árið 1965 varð sonurinn og barnabarn stofnandans forstjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til ársins 1993. Hann sat þó áfram í stjórn fyrirtækjasamsteypunnar, sem þá hafði fengið nafnið A.P. Møller Gruppen og ennfremur í stjórn tveggja eignarhaldsfélaga innan samsteypunnar. Mærsk Mc-Kinney Møller lést í apríl 2012, tæplega 99 ára að aldri. Dóttir hans Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla og synir hennar tveir sitja í stjórnum og stjórnunarstöðum innan A.P. Møller Gruppen.

Undir stjórn feðganna sem getið var um hér að framan varð A.P. Møller Gruppen að sannkölluðu risafyrirtæki, sem einbeitti sér ekki einungis að skipaútgerð og tengdum greinum. Skipaútgerðin hefur þó alla tíð verið grunnstoðin í rekstrinum.

Árið 2003 var nafni skipafélaganna tveggja, Svendborg og 1912, breytt og þau heita nú A.P. Møller – Mærsk A/S.

Rúmlega 700 skip og 90 þúsund starfsmenn

Mærsk er með rúmlega 700 skip í förum. Stærstur hluti þessara skipa eru svokölluð gámaskip en í flotanum eru líka annars konar skip. Nær allur flotinn samanstendur af mjög stórum skipum, þau stærstu rúmlega 400 metra löng og geta flutt 23 þúsund gáma. Enkennislitur skipanna er blár, kirfilega merkt Maersk Line á báðum hliðum og sjöarma stjarnan er enn einkennistákn fyrirtækisins. Hjá Mærsk samsteypunni starfa nú um 90 þúsund manns víða um heim, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kaupmannahöfn.

Methagnaður en létt skattbyrði 

Eins og fram kom framar í þessum pistli gekk rekstur Mærsk vel í fyrra. Hagnaðurinn var meira en 200 milljarðar danskra króna, það jafngildir rúmum 4 þúsund milljörðum íslenskra króna.  Slíkur hagnaður hefur ekki áður sést í Danmörku og Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk sagði, þegar ársreikningurinn var kynntur, að bið yrði á að svona hagnaðartala sæist aftur. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að hagnaður þessa árs yrði 76 milljarðar danskra króna „sem er svosem alveg viðunandi“.

Í tengslum við kynningu ársreikningsins kom fram að skattgreiðslur danskra skipafélaga eru hlutfallslega langtum lægri en annarra fyrirtækja í Danmörku. Almennt er fyrirtækjaskatturinn 22% en Mærsk borgar innan við 3% í skatt. Ástæða þessa er svokölluð tonnaregla, skipafélögin borga þá skatt sem miðast við stærð skipanna en ekki hagnað. Þessari reglu var ætlað að sjá til þess að dönsk skipafélög flyttu ekki úr landi. 

Í lokin má geta þess að Mærsk samsteypan ver árlega háum fjárhæðum í alls kyns styrki, ekki síst til menningarmála af ýmsu tagi. Þar kemur kannski Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fyrst upp í hugann en það færði Mærsk Mc-Kinney Møller dönsku þjóðinni að gjöf árið 2005.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Hækkuðu hressilega í Covid ástandinu eins og íslensku skipafélögin 50-100% álag á gefin tilboð....(eimskip)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár