Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Frumvarp Jóns um forvirkar rannsóknarheimildir: Mun ekki auka eftirlit með lögreglu

Stund­in birt­ir frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra um for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir. Lög­regla fær með því víð­tæk­ar eft­ir­lits­heim­ild­ir án þess að gert sé ráð fyr­ir að eft­ir­lit með lög­reglu auk­ist. Stofn­un­um og öðr­um stjórn­völd­um verð­ur skylt að veita lög­reglu per­sónu­upp­lýs­ing­ar um fólk sem lög­regla ákveð­ur að hefja eft­ir­lit með.

<span>Frumvarp  Jóns um forvirkar rannsóknarheimildir:</span> Mun ekki auka eftirlit með lögreglu
Tilbúið frumvarp Frumvarp Jóns Gunnarssonar um forvirkar rannsóknarheimildir er tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það hefur þó verið sent út til umsagnar á valda aðila og mögulegt er að það taki breytingum þess vegna. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Litlar efnisbreytingar hafa orðið á frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, frá þeirri útgáfu sem lögð var fram í samráðsgátt í byrjun árs, og þeirri útgáfu sem dómsmálaráðherra sagði tilbúið í ráðuneytinu. Þó hefur ákvæði um að heimila lögreglu að nálgast upplýsingar um einstaklinga, þar á meðal persónuupplýsingar, frá opinberum hlutafélögum, verið felld út, samkvæmt nýjustu útgáfunni.

Stundin fékk aðgang að frumvarpinu í krafti upplýsingalaga í tilefni af ummælum dómsmálaráðherra í kjölfar umfangsmikilla lögregluaðgerða og handtöku lögreglu vegna meintrar hryðjuverkaógnar 20. september.

Með því verða lögreglu veittar heimildir til að hefja rannsókn, stunda umfangsmikið eftirlit, fylgjast með ferðum fólks á almannafæri, afla gagna um persónulega hagi þess og leggja hald á eignir, án rökstudds gruns um að viðkomandi hafi framið afbrot eða ætli að fremja afbrot. Núverandi löggjöf veitir ekki samsvarandi heimildir. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt þunga áherslu á að frumvarpið verði að lögum.

Samkvæmt þeirri útgáfu frumvarpsins sem Stundin fékk afhenta er ekki gert ráð fyrir því að aukið eftirlit verði með því hvernig lögregla beiti þessum auknu heimildum, umfram það sem þegar er í höndum sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Ein meginrök þeirra sem goldið hafa varhug við því að færa lögreglu svo umfangsmiklar eftirlitsheimildir með borgurunum, hefur verið sú að ekki sé gert ráð fyrir því að virkt eftirlit verði með beitingu heimildanna.

Í frumvarpinu er sérstaklega vísað til samsvarandi heimilda í löggjöf Dana og Norðmanna. Þar eru þær stofnanir sem fara með það vald þó undir sérstöku eftirliti umfram það sem lögregla þar býr við almennt. Í Danmörku fer sérstök nefnd með eftirlit með þeim stofnunum sem slíkar heimildir hafa þar í landi. Auk þess sem starfsemin heyrir undir eftirlit og ábyrgð dómsmálaráðherra og heyrir auk þess undir eftirlitshlutverk sérstakrar þingmannanefndar. 

Í Noregi er svipaður háttur hafður á en þar hefur nefnd á vegum norska þingsins eftirlit með beitingu heimildanna auk þess sem ráðherra og ríkissaksóknari hafa almennt eftirlit með starfsemi löggæsluyfirvalda sem heimilt er að beita þessum heimildum.

Samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins til Stundarinnar er ekki loku fyrir það skotið að frumvarpið geti tekið breytingum, áður heldur en það verður lagt fyrir alþingi. Frumvarpið hefur verið sent nokkrum aðilum til umsagnar, meðal annars lögreglustjórum.

Grundvallarbreyting

Ákvörðun um eftirlit með fólki verður á höndum lögreglustjóra og þurfa aðrir aðilar ekki að koma að þeim ákvörðunum. Þá verður lögreglu heimilt að leggja hald á muni í eigu eða vörslu annarra aðila en þeirra sem sæta eftirliti, sé slíkt talið nauðsynlegt eða líklegt til að veita lögreglu upplýsingar til að koma í veg fyrir brot er varða landráð eða brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum. Slík haldlagning verður þó aðeins ákveðin með úrskurði dómara.

Jón Gunnarsson sjálfur greindi frá því að frumvarpið væri tilbúið í dómsmálaráðuneytinu í fréttum Ríkisútvarpsins 22. september síðastliðinn og óskaði Stundin því eftir því að fá frumvarpið afhent. Tilefni orða Jóns var að sama dag voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa í undirbúningi hryðjuverkaárásir hér á landi. Þær árásir áttu samkvæmt lögreglu að beinast gegn Alþingi og lögreglu, hið minnsta.

Heimildir til vopnaburðar verða lögfestar

Um er að ræða breytingu á lögreglulögum og lýtur sú breyting að forvirkum rannsóknarheimildum, sem nefnd eru afbrotavarnir í frumvarpinu, og vopnaburði lögreglu.

Hvað síðari þátt frumvarpsins, um vopnaburð, varðar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að við grein laganna þar sem fjallað er um valdbeitingu bætist nýjar málsgreinar þar sem vopnaburður lögreglu er tilgreindur. Í gildandi lögum er ekki fjallað um vopnaburð lögreglu heldur aðeins að lögreglu sé heimilt að beita valdi við skyldustörf sín, og að ekki megi ganga lengra við beitingu valds en þörf sé á hverju sinni. Í hinu nýja frumvarpi er hins vegar sérstaklega fjallað um vopnaburð. „Lögreglustjóri getur gefið fyrirmæli um að lögreglumenn skuli vopnast í samræmi við reglur sem settar eru skv. 3. mgr.,“ segir í frumvarpinu og tilgreint að ráðherra setji nánari reglur um valdbeitingu, meðferð og notkun vopna hjá lögreglu. Þá skuli ríkislögreglustjóri setja verklagsreglur um nauðsynlegar áætlanir lögregluliða varðandi viðbúnað með vopnum.

Heimilt að nýta samskipti við uppljóstrara

Hvað varðar breytingar þær sem snúa að forvirkum rannsóknum þá er sérstaklega tilgreint að lögreglurannsóknar- og greiningardeild ríkislögreglustjóra skuli „sinna upplýsingaöflun og greiningum í þágu afbrotavarna á landsvísu, m.a. með rekstri miðlægs gagnagrunns“.

Þá er frekar fjallað um þær heimildir sem lögreglu verða veittar til að sinna forvirkum rannsóknum. Fram kemur að lögreglu verði heimilt að nýta til greiningar allar þær upplýsingar sem hún býr yfir eða aflar við framkvæmd löggæslustarfa „og frumkvæðisverkefna, þar á meðal samskipti við uppljóstrara, eftirlit á almannafæri og vöktun vefsíðna sem opnar eru almenningi.“

„Af þeim kunni að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi er lögreglu heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi“

Þá segir enn fremur að hafi lögregla upplýsingar um að fólk eða hópur fólks hafi tengsl við skipulögð brotasamtök eða „af þeim kunni að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi er lögreglu heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi“. Það má lögregla gera með því að afla upplýsinga um fólk, fylgjast með ferðum þess á almannafæri eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Ákvörðun um slíkt eftirlit liggur hjá lögreglustjórum eða öðrum yfirmönnum lögreglu samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.

Lögreglu er einnig heimilt, í sama skyni, að afla upplýsinga, „þar á meðal persónuupplýsinga, hjá öðrum stjórnvöldum og stofnunum“. Er lögreglu það heimilt ef talið er að þær upplýsingar hafi verulega þýðingu við rannsókn á landráðabrotum og brotum gegn stjórnskipan ríkisins eða æðstu stjórnvöldum, „eða til að afstýra slíkum brotum“. Öðrum stjórnvöldum og stofnunum verður samkvæmt frumvarpinu skylt að veita slíkar upplýsingar.

Lögregla verði að geta „brugðist við og gripið til aðgerða áður en einstök brot eru framin“

Enn fremur er lögreglu heimilt að leggja hald á muni eða gögn í eigu annarra en þeirra sem eftirlit er haft með. Úrskurð dómara þarf fyrir slíkum aðgerðum. Í þeirri útgáfu frumvarpsins sem Stundin fékk afhent er að finna athugasemdir Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Meðal athugasemda Birgis er að hann telji nauðsynlegt að útvíkka orðalag frumvarpsins þegar kemur að haldlagningu muna og gagna. Eins og frumvarpið sé verði ekki unnt að leggja hald á muni vegna skipulagðrar brotastarfsemi nema því aðeins að um sé að ræða tengingu við landráð eða brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu valdhöfum. Telur Birgir að þörf sé á opnara ákvæði með tengingu við skipulagða brotastarfsemi sem „iðulega eru fíkiefnalagabrot, mansal og vændi. Nefndi enn fremur þegar um ræðir kynferðisbrotamenn gegn börnum.“

Tilgreint er að verði eftirliti hætt án þess að grunur sé um afbrot skuli lögregla tilkynna nefnd um eftirlit með lögreglu um aðgerðina eins fljótt og unnt er, eigi síðar en 30 dögum eftir að eftirliti er hætt. Ekki er að sjá lögreglu sé skylt að upplýsa þá sem sætt hafa eftirliti af hennar hálfu um að svo hafi verið. Hins vegar er gert ráð fyrir því að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá heimild til að gera lögreglustjórum skylt að tilkynna hverjum þeim sem sætt hefur eftirliti að tilefnislausu, um slíkt eftirlit. 

Í athugasemdum með frumvarpinu segir að breytt afbrotamynstur og útbreiðsla skipulagðrar brotastarfsemi á milli landa krefjist þess að löggæsluyfirvöld geti „brugðist við og gripið til aðgerða áður en einstök brot eru framin,“ það er fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot.

Þá er fjallað um að hér á landi hafi löggæsluyfirvöld alla tíð starfað í öðru umhverfi þegar kemur að afbrotavörnum heldur en annars staðar á Norðurlöndunum. Þar séu alls staðar starfandi sérstakar stofnanir innan lögreglu sem hafi það hlutverk að koma í veg fyrir brot sem geti raskað öryggi ríkisins. Eru njósnir, hryðjuverk og alvarleg afbrot í tengslum við skipulagða brotastarfsemi þar tilgreind sérstaklega. Er þar verið að vísa til stofnana á borð við dönsku öryggislögregluna PET, norsku öryggislögregluna PST og sænsku öryggislögregluna SÄPO.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Velti fyrir mér hvernig svona frumstæð Mannson 27 grúppa eins og sú Íslenska sem ég hef hingað til talið vera frekar frumstæða villimenn í selskinnsjökkum með hamarinn í hendinni geti komist inn í nýjustu gerð af Iphone og séð allar myndir og hljóðupptökur þar í,sér til skelfingar og svo komið í veg fyrir í gegnum flug fé lagið að öryggisbúnaður eins og skothelt vesti komist til landsins frá Kína?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það vantar eitthvað afl til að taka á glæpsamlegum froðusnökkum og lýðskrumurum sem rata inn í stjórnmálin og hafa gert í áratugi samanber bíltúrinn með Geirfinni og bankahrunið. Það er eins og þetta lið sé hafið yfir lög þrátt fyrir nýframin afbrot. Þarna liggja hættulegir glæpamenn með völd í felum, samanber Jack the ripper a Hólmsheiðinni og Manson gengið
    0
  • Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Bananalýðveldið Ísland.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    "Má nota forvirkar rannsóknarheimildir til að rannsaka mútur?
    Illugi Jökulsson"

    "Hægð­ar­leik­ur er að færa rök fyr­ir því að millj­arð­ar og aft­ur millj­arð­ar hverfi úr sam­eig­in­leg­um sjóð­um okk­ar á hverju ári vegna spill­ing­ar – sem op­in­ber­ir að­il­ar þykj­ast þó sem minnst um vita, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son."
    0
    • Sigurgeir Vilmundarson skrifaði
      Það má ekki beita þessum lögum á þá sem setja þau, og allsekki rannsaka áratuga langa hefð fyrir misnotkun á lífeyrissjóðum landsmanna , af öllum þeim sem hafa mögullega tök á því að ná sér í smá aukapening og komast upp með þjófnaðinn. Þeir eru ófáir og enginn virðist hafa áhuga á að rannsaka þau mál.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Lea Ypi
6
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár